Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 84

Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 84
Við tölfræðiútreikninga var notuð contengency table leiðrétt með continuty. Niðuistöður: Snemmkomnir fylgikvillar sem fundust voru, blæðing(7,0%), hematoma(2,l%), geirvörtudrep- hluta(8,4%) -alveg(l,4%), drep í stilk(6,3%), sýking(6,9%), fistill(l,4%), gliðnun skurðsárs(4,9%) en í 12,5% tilfella í kjölfar annars fylgikvilla. Alls fengu 47 fylgikvilla eða 32,9% . Greinilega kom fram aukin tíðni fylgikvilla þegar meira magn var tekið. Tíðni fylgikvilla hjá 0-999gr var 19,6% en 39,2% hjá 1000- 3500gr (P<0,05). Hvað viðkemur aldri þegar farið er í aðgerð þá var ekki marktækur munur á milli aldurshópa (P=0,21). Ályktun: Augljóst er að tíðni fylgikvilla hækkar þegar taka þarf meira magn brjóstvefs. Um það bil tvöföldun (19,6% í 39,2%) er á tíðni fylgikvilla þegar taka þarf meira en lOOOgr (bæði brjóst). Spumingin er því sú hvort ekki sé vænlegri kostur að beita þeirri aðferð að flytja geirvörtuna sem frían græðling þegar taka þarf meira en lOOOgr. STARFSEMI NEYÐARBÍLSINS Jón Ivar Einarsson1. Gestur Þorgeirsson2 'LHÍ, 2Lyflœkningadeild Bsp í þessari rannsókn á starfsemi neyðarbílsins var m.a. gagnsemi læknis á bílnum metin og það hversu vel honum tókst til við fyrstu greiningu og meðferð sjúklinga. Þá var athugað um afdrif sjúklinga eftir innlögn á sjúkrahús og brjóstverkir voru sérstaklega teknir fyrir þar sem þeir eru ein algengasta ástæða útkalls. Utkallstími, aldursdreifing og hugsanleg ölvun sjúklings voru einnig athuguð, ásamt fleiru. Stuðst var við eyðublöð sem fyllt eru út í bílnum, ásamt læknabréfum og sjúkraskrám. Helstu niðurstöður voru eftirfarandi: Læknir á neyðarbílnum er metinn nauðsynlegur eða bráðnauðsynlegur í um helmingi útkalla þannig að réttlætanlegt er að hafa lækni um borð allan sólarhringinn, enda eru útköll að nóttu til þó nokkur hluti útkalla neyðarbílsins (22,3%). Læknar neyðarbílsins standa sig almennt vel í fyrstu greiningu og meðferð bráðveikra sjúklinga (í um 88% tilfella var fyrsta greining læknis nákvæmlega rétt eða nokkurn veginn rétt) þó svo að mismunagreiningu brjóstverkja hafi verið nokkuð ábótavant (röng eða vafasöm í 23,5% tilfella). Það cr nokkuð Ijóst að neyðarbíllinn er oft á tíðum sendur í ónauðsynleg útköll, sem sést einna best á þeim fjölda útkalla þar sem ekki er um innlögn á sjúkrahús að ræða (20,8%) og hversu margir af þeim sem leggjast inn á sjúkrahús útskrifast samdægurs (42,5%). Sjúklingum sem koma inn á sjúkrahús með neyðarbíl famast almennt vel og útskrifast um 77% þeirra af sjúkrahúsi við góða heilsu. Utkallstími neyðarbílsins reyndist að meðaltali vera 5 mínúturog um ölvun varað ræða ía.m.k. 12% tilfella. Brjóstverkir reyndust vera algengasta útkallsástæðan og um 80% þeirra sjúklinga náðu sér að fullu en um 2,7% létust. Endurlífgun var reynd í 8 tilfellum og tókst að lífga 3 við en tveir þeirra létust þegar komið var á sjúkrahús. NOTKUN TÍÐAHVARFAHORMÓNA Á ÍSLANDI Jón Hersir Elíasson’. Laufey Tryggvadótlir2, Guðnín Birna Guðmundsdóttir2, Hrafn Tidinius2, Valdís F. Manfredsdótlir' ‘LHI, 2Krabbameinsskrd Krabbameinsfélags Islands Inngangur: Flestar konur komast á tíðahvörf um fimmtugt. Margar þeirra fá þá óþægindi eins og hitasteypur, svitakóf og svefntruflanir. Við þessum óþægindum er hægt að taka tíðahvarfahormón. Þau losa konur yfirleitt við einkennin en hafa líka víðtæk áhrif í líkamanum, aðallega á hjarta- og æðakerfi, bein, legbolsslímhúð og brjóst. Tíðahvarfahormón eru fyrst og fremst af tveimur gerðum : hrein estrogen og estrogen-progestin blöndur. Við notuðum upplýsingar úr Heilsusögubanka Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands til að kanna notkun tíðahvarfahormóna á Islandi. Efniviður og aðferðir: f rannsókninni voru allar konur sem komu í leghálsskoðun hjá Leitarstöðinni á ttmabilinu 1979-89, samtals 65597 konur. Við komu svöruðu þær ýmsum spumingum um notkun tíðahvarfahormóna. Niðnrstöðnr og ályktanir: Notkun tíðahvarfahormóna hefur stöðugt farið vaxandi fyrir hvem nýjan 5 ára fæðingarhóp. Gera má ráð fyrir að 35-40% kvenna sem fara yfir tíðahvörf í dag noti einhvern tímann tíðahvarfahormón og að á hverjum tíma séu tæplega 15% 50-55 ára kvenna á hormónum Af þeim sem nota tíðahvarfahormón notar um það bil helmingur þau í 0-1 ár. Notkunarlengd virðist vera að aukast. Notkun hreinna estrogena var algengasta meðferðin þangað til árið 1987 þegar estrogen/ progestin meðferð varð í fyrsta sinn meira notuð. BEINÞÉTTNIMÆLINGAR f ÍSLENSKUM STÚLKUM; SAMANBURÐUR VIÐ KALKINNTÖKU, HREYFINGU OG VÖÐVASTYRK Jón Örvar Kristinssn'. Örnólfur VaIdimarsson‘. Gunnar Sigurðsson2, Laufey Steingrímsdóttir3 'LHÍ, 2Lyflœkningadeild Bsp, 2Manneldisrdð Islands Inngangur: Talið er að umhverfisþættir geti haft áhrif á styrk beina þegar fullorðins aldri er náð. Hafa augu manna aðallega beinst að kalkneyslu og hreyfingu í því sambandi. Menn em ekki á eitt sáttir um hvenær hámarksbeinþéttni er náð en flestar rannsóknir á framhandlegg benda til þess að þar náist hún milli 18 og 20 ára aldurs. Líklegt er að hækkun í hámarksbeinþéttni um örfá prósent gcti fækkað beinbrotum mjög mikið, sérstaklega hjá konum eftir tíðarhvörf. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif umhverfisþátta á beinþéttni. Finna meðalgildi á beinþéttni fyrir stúlkur á unglingsárum og athuga samband hennar við aðra líkamlegra þætti s.s. vöðvastyrk í framhandlegg, hæð, þyngd og tímalengd frá upphafi tíða. Efniviður og aðferðir: Beinþéttni í framhandlegg var mæld í 169 íslenskum stúlkum á 13. og 15. aldursári með SPA mæliaðferð (single-photon absorptiometry; 1-125 geislagjafi). Vöðvastyrkur í framhandlegg var mældur með gripstyrksmæli (dynamometer). Upplýsingar um mataræði fengum við að hluta til úr könnun Manneldisráðs fslands en einnig úr okkar eigin spurningarlista. Bæði var um að ræða sólarhringsupprifjun á mataræði og tíðnispumingar. Stúlkumar voru jafnframt spurðar um íþróttaiðkun og aðra hreyfingu. Við tölfræðilegan útreikning var notuð fjölþáttagreining (Stepwise linear regression). Niðnrstöðnr: Þar sem aldur hefur afgerandi áhrif á beinþéttnina varð að rannsaka niðurstöður hópanna í sitt hvora lagi. Kalkneysla virtist ekki hafa áhrif á beinþéttni yngri aldurshópsins. Hreyfing hafði fylgni við beinþéttni í ríkjandi (dominant) hendi allra fremst (ultra distal; r=0,34; p < 0,01). Jákvæð fylgni var á milli beinþéttni og gripstyrks í báðum hópunum. Þyngd hafði fylgni við beinþéttni í báðum hópum (distal: p < 0,05, ultra: p < 0,01). Hreyfing hafði sömuleiðis fylgni við alla mælistaði en meira allra fremst (r=0,37; p < 0,01) en fremst (distal; r=0,24; p < 0,05). Tímalengd frá upphafi tíða hafði einungis fylgni við bcinþéttnina fremst (p < 0,01). Þegar leiðrétt var fyrir þessum þætti ásamt hreyfingu kom í ljós fylgni milli beinþéttni og neyslu mjólkurafurða (r=0,24; p < 0,05). 78 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.