Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 76
telja sig hafa ákveðiim kostnað og vilja fá hann
endurgreiddan með bónus, hvað sein tautar og raular
og það er erfitt að sannreyna þær tölur. Eg vil einfalda
þetta allt saman og að innflytjendur, heildsalar og
smásalar fái eðlilegt aðliald við þessa verðlaguingu og
þurfi að keppa og hafa fyrir því að reyna ná mður verði,
en ekki ganga að því sem vísu að þeir fái alltaf fyrir
kostnaði og síðan eitthvað viðbótarálag. Ef þetta
frumvarp gengur fram, þá sjáum við fram á snarlækkun
lyfjaverðs á næsta ári.
Svo við snúum okkur aðeins að lœknum og þeirra
menntun. Á þessu ári var samþykkt í Háskólaráði að
fækka þeim setn inngöngu fá í læknadeild úr 36 í 30
og meðal nokkurra kennara heyrast raddir sem vilja
frekari fækkun. Rökin eru bœði þau að fækkun auki
gæði kennslu og að hér útskrifist alltofmargir lœknar
ár hvert. Heldur þú að við séum að leggja í of mikinn
kostnað og útskrifa ofmarga lækna hér?
Þetta heyrir nú ekki undir mig nema með óbeinum
hætti. Ég er hinsvegar akademískt simiaður og tel að
ekki eigi að stýra Háskólanum með þessum hætti. Ég
held að þeir nemendur sem velja þetta nám eða annað
eigi að vega þetta og meta sjálfir og við eigum að
freista þess að hafa stjómun Háskólans í sem fæstuin
tilfellum, helst engmn með einhverju numerus clausus
kerfi, eða fjöldatakmörkunm. Það hefur alla tíð verið
mín skoðun og er enn. Hinsvegar geta viðkomandi
nemendur, imdir þeim fonnerkjum, ekki gengið að
því vísu að hér sé sól og sumar þegar þeir koma úr
námi.
íslenskt samfélag er sökum smæðar sinnar og
velmegunar tnjög heppilegt til grunnrannsókna á
sviði lœknavísinda. Hér er auðvelt að fylgja fólki eftir,
rekja ættir og allt er skráð í bœkur. Finnst þér
eftirsóknarvert að nýta þessa kosti og byggja hér upp
öflugar rannsóknarstofir?
Já, ég held að það sé ekki spuming. I mörgum
tilfellum hefur þetta nýst okkur ágætlega og Alþjóða
heilbrigðismálastofnunin hefur tekið þátt í málum af
þessu tagi og horft til þeirrar staðreyndar að hér er
mjög auðvelt að halda utan um tiltekna hópa,
áhættuhópa á tilteknum sviðum eða einstakar ættir.
Ég sé ýmsa möguleika í þessu og landlæknir hefur
einmitt verið mikill áhugamaður um að efla þennan
þátt og ég vil gjaman leggja því lið.
Það er til dœmis tnikill vaxtarbroddur í
erfðarannsóknum. Telur þú að við getum fengið
alþjóðlegan stuðnittg til að byggja upp gott starfá
sviði þeirra?
Já, það held ég. Ekki alls fyrir löngu þá var hér
einmitt alþjóðleg ráðstefna, þar sem þessir þættir
vógu þungt og okkar hluUir í því rannsóknarstarfi
varð til vegna þess að við eigum mikið af hæfu fólki og
tæki og tól til að afla þessara upplýsinga með ömggum
og fljótvirkum hætti. Þannig að ég sé framtíð í því.
Að lokutn, hvað gerir fteilbrigðisráðherra til að viðhalda
eigin heilbrigði?
Ja, ég spila handbolta og körfubolta svona tvisvar
til þrisvar í viku, ætli það sé ekki það helsta sem ég
geri til að viðhalda heilbrigðinu. Svo halda bömin mín
ínér við efnið og kalla á frekari lireyfingu, auka mér
heilbrigði til líkama og sálar. Q