Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 73
skiptingu, því að þetta getur verið
umtalsverður kostnaður fyrir hvem
einstakling. Það er að vísu ákveðið
þak á þessum kostnaði, því að hver
einstaklingur fær afsláttárkort eftir
að hafa greitt 12 þúsund krónur og
lífeyrisþegar eftir þrjú þúsund
krónur samtals. Ymsir hafa samt
sem áður þurft að greiða
umtalsverðar upphæðir og vegna
þess var gefin út reglugerð í sumar
þar sem var óskað eftir umsóknum
frá fólki sem taldi sig hafa orðið
fyrir óhóflegum útgjöldum vegna
læknis- og lyfjakostnaðar. Það
komu einar 500 umsóknir sem nú
er verið að fara yfir og á næstu
vikum verður tekið á því hvemig
þær verða afgreiddar. Þegar fólk
er farið að greiða tugi þúsunda á
hverju ári, þá er vilji til að skoða
þeirra tilvik. Varðandi ferliverkin,
þá eru skilin oft töluvert óljós, á
milli þeirra sem eru á spítala
endurgjaldslaust og hinna sem
njóta þjónustu spítala og eru
jafnvel næturlangt, en þurfa að
greiða hlutdeildarkostnað.
Hefiir verið mótuð langtíma stefiia
í heilbrigðismálum hér á landi?
Ég held að það hafi nú verið
verk allra forvera minna að marka
heilstæða stefni í heilbrigðismálum
og hún liggur fyrir. Ég hef einnig
í hyggju að ganga í það verk.
Heilbrigðismál em náttúrulega ekki
málaflokkur sem stendur kyrr,
heldur breytist með breyttu
samfélagi. Hann breytist eins og
hér hefur gerst á allra síðustu
missemm þegar hamar í dalnum í
efnahagslífinu, hann breytist þegar
atvinnuleysi eykst og með breyttri
aldurssamsetningu þjóðarinnar.
Heilbrigðis- og tryggingamál hljóta
því alltaf að vera í endurmati, þó að
ákveðin grundvallaratriði séu
ævinlega til staðar. Ég vil sjá það
LÆKNANEMJNN 2 1993 46. árg.
67