Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 69

Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 69
mestu í að gera grín að mér, held ég. Að minnsta kosti var ég oft spurður hvaða meðferð sjúklingamir ættu að fá. Og svo var mikið hlegið og ég var alltaf syfjaðri og syfjaðri. A fæðingardeildinni sá ég tvo keisaraskurði. Þeir sögðu mér að 50-60% allra fæðinga væru keisaraskurðir og þessi tala hækkaði eftir því sem fólk væri ríkara, allt upp undir 90%! Enga skýringu fékk ég á þessu og sá sem sagði mér þetta var jafn hneykslaður og ég. Það merkilegasta sem ég sá fannst mér samt vera aðgerð á tæplega tveggja ára gömlu bami sem var með intracerebral abcess en einnig vom þar aðgerðir á sjúklingum með hinn illræmda Chagas’ diease sem voru mjög áhugaverðar. Það er nú svo að í Brasilíu þurfa þeir sem sjá um stúdentaskipti tæpast að skipuleggja “sósíal prógram”. Það er innbyggt í þjóðlífið. Það eina sem þurfti að gera var sem sagt að mæta á staðinn. það var kannski eins gott fyrir mig að það var svona, því ég var eini skiptineminn þama nær allan tímann, eða þangað til hollensk stelpa kom, rétt áður en ég fór. Júní er tími Skrifari oröinn sterill og á leið á skurðstofuna. grillveisla og júníhátíða. Læknanemamir héldu eina svona veislu á spítalanum en ég missti af henni á ótrúlegan Iiátt. Þetta kvöld lenti ég sem sé óvart í bamaafmæli fimm ára gutta uppi í einhverju sveitaþorpi. Já - það var lítið hægt að spá í hvað biði manns næst. Þama stóð líka yfir alþjóðlegt leikhúsfestival, margir leikhópar frá mörgum löndum. Þar vom ma Odin Teater frá Danmörku. Ég fór á nokkrar sýningar og þær vom svo ótrúlega magnaðar að ég veit eiginlega ekki hvað mér finnst um íslenskt leikhús núna. Ég ferðaðist um helgar þama í kring á eigin vegum. Fór til Sáo Paulo, Iguazu-fossanna og fleiri staða. Eiina helgina fór ég upp í sveit ásamt fleirum. Það var meiriháttar sveitabær í eigu Mohnari-fjölskyldunnar. Þar grilluðum við. Svo fómm við að veiða. Ég stóð allan daginn og kepptist við að veiða fiska sem vom uþb. 5 cm á lengd, þeir lengstu. Um kvöldið fómrn við heim og steiktum veiðina og átum. Eftir matinn tók ég eftir því að gerð hafði verið tilraun til þess að éta mig. Samantalið vora það um 160 bit, sennilega flugnabit, sem ég hafði á fótunum. Ekki vildi beUir til en svo að sýking kom í og mátti ég fá penicillin- sprautu á spítalanum. Ég varð þar með fyrsti skiptinemínn þarna til að hafa svo alvarlegt heilsufarslegt vandamál að meðhöndla þyrfti á spítalanum. Þegar fóturinn hafði jafnað sig, fór ég að hugsa mér til hreyfings. Kvaddi Londrina og tók “dauðalestina” þvert yfir Brasilíu og inn í Bólivíu. Ég ferðaðist svo um Perú og Bóhvíu í rúman mánuð. Ég kom við í Rio de Janeiro á leiðinni heim og stoppaði tvær nætur. Þar tók að sjálfsögðu á móti mér læknanema fkvk), kunningi Brunos. Hún var að fara á IFMSA-þing, svo hún hringdi í vini sína og frændfólk og bað það að snúast með mig um borgina. Svo lét hún mig bara hafa lykilinn að íbúðinni og sagði bless. Þetta finnst mér sýna vel hvað fólkið þama er opið og vinalegt. Mér er til efs að þetta hefði gerst ef ég hefði verið útlendur skiptinemi á Islandi. Brasilíubúar em reyndar svo opnir og viljugir að tala um sín hjartans mál að ég fékk oft að heyra það að samkvæmt kömtunum væm um 65% brasilískra karia og um 45% kvenna tvíkynhneigð. Ég neita því ekki að eftir það læddist örlítill ótti í hugann aftanverðan um að etv. hefði það verið myndin af mér sem olli þessum æsingi í vegabréfaskoðuninni, en ekki skjaldarmerkið. Heimferðin gekk áfallalaust fyrir sig. 0 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.