Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 53
kynhegðun íslendinga og hvort heilsusvemd í fonni
frekíiri fræðslu skili árangri.
HI. HEILSUVERND INNAN BÆJAR-
OG SVEITARFÉLAGA
Vatn, skólp og sorp. Bæjarkjarnar fóru ekki að
myndast hér á landi fyrr en upp úr síðustu aldamótum.
Landlæknir og héraðslæknar (nú heilsugæslulæknar)
voru brautryðjendur í heilsuverndarmálum í þessum
fyrstu þéttbýliskjörnum landsins. Þeir voru ötulir
hvatamenn þess að komið yrði á fót vatnsveitu og því
að sveitarstjómarmenn sinntu sorp- og skólpmálum
bæjanna. Með nýjum lögum um hollusmvemd hafa
heilbrigðisfulltrúar tekið að sér þetta efúrlit og segja
má að hlutur lækna sé nú orðinn hverfandi lítill í
þessum málaflokkum miðað við það sem áður var.
Heilsugæslulæknar eiga sæú í heilbrigðisnefndum og
taka þannig virkan þátt í skipulagi heilbrigðisefúrlits
á vegum sveitarfélaga.
Eitt aðalverkefm bæjar- og sveitarstjóma er enn
sem fyrr að sjá bæjarbúum fyrir fersku og ómenguðu
vatni, og losun á sorpi. Sorpmál hafa í raunimú verið
í ólestri og það er ekki fyrr en nú á síðustu tímum að
farið er að flokka soip og eyða hættulegum efnum og
eiturefnum á viðunandi hátt.
Iþróttalíf, útivera og tómstundir. Skipulag
bæjarkjarna er einnig mikilvægt hvað varðar
heilsuvemd. Má þar nefna hönnun göngustíga og
hjófabrauta til þess að fækka slysum. Öflugt
tómstundastarf fyrir börn og unglinga stuðlar
tvímælalaust að mannvernd. Bygging íþróttahalla,
sundlauga og hönnun skokkbrauta em allt þætúr sem
skipta verulegu máli til að viðhalda heilsu og koma í
veg fyrir sjúkdóma. Heitu pottamir í sundlaugum á
Islandi hafa t.d. verið ‘Télagsmiðstöðvar” þar sem fólk
hitúst á morgnana fyrir vinnu eða að loknmn vinnudegi.
Slíkar samkomur hafa jafnvel komið í staðimi fyrir
kráarlíf eins og stiuidað er í Breúandi með úlheyrandi
bjórþambi.
Atvinna. Eitt af aðalverkefnum bæjar- og
sveitarstjóma er að sjá úl þess að í bænum sé öflugt
atvinnulíf og atvimiuleysi í lágmarki. Undanfarin ár
höfum við borið gæfu úl þess að halda atvinnuleysi
undir 1% þegar það hefur verið um 4-5% í hinum
Norðurlöndunum. Því núður hafa þessar tölur breyst
á síðasúiðnum tveimur ámm þegar atvinnuieysið hér
á landi hefur aukist í 4-5% og á sumum stöðum mun
meira, en sambærilegar tölur á Norðurlöndunum hafa
einnig hækkað í 10-20% (eins og í Finnlandi).
Rannsóknir sýna að langvarandi atvinnuleysi leiðir úl
aukins kvíða og þverrandi sjálfstrausts. Einnig fjölgar
afbrotum og öðrum félagslegum vandamálum.
Geðlæknirinn Caplan (21) hefur sérstaklega bent á
ábyrgð forystumanna bæjar- og sveitarfélaga á að
stuðla að fyrsta stigs heilsuvemd varðandi andlega
vellíðan eða geðvemd.
IV. HEILSUVERND Á HÓPUM, f SKÓLUM
OG Á ÖÐRUM VINNlSrÖÐUM
í skólum og á öðrum vinnustöðum er bæði auðvelt
og nauðsynlegt að stunda heilsuvemd. Ilver
vimiustaður (s.s. skólar, verksmiðjur, bankar, heimili
o.s.frv.) liefur sína áhættuþætti. Viðfangsefni
heilsuvemdar er því framar öðm að aúiuga hugsanlega
skaðvalda, koma þeim á framfæri og leitast við að
breyta til betri vegar.
Skilmerki kembileitar
Ef stunda á heilsuvernd hjá ákveðnum hópum
þarf að gera það á markvissan hátt. Til þess að auðvelda
slíkar aðgerðir varðandi heilsuvemd hafa verið samin
skilmerki (criteria) sem æskilegt er að hægt sé að
uppfylla að mestu eða öllu leyú ef rétúæta á slíkt starf.
Til em margar tegundir slíkra skilmerkja (12), sem
em þó svipaðar í gmndvallaratriðum. I heilsugæslunni
hefur verið stuðst við ábendingar Frame og Carlson
(22) sem em eftirfarandi:
1. Sjukdómurim (eða ástandid) sem leitað er að verður
að hafa umtalsverð áhrifá lífsgœði og lífslengd.
2. Það verður að vera til viðunandi meðferð við
sjúkdótnnum.
3. Sjúkdómurinn verður að hafa huliðstíma ( “latent”
eða “asymptomaticperiod”). Greining og meðferð
á þessum tíma verður að fœkka sjúkdómum og
lœkka dánartíðni.
4. Það að uppgötva sjúkdóminn á huliðstíma verður
að vera betra (hvað varðar lífsgœði og lífslengd)
en að biða með meðferð þar til einkenni koma í Ijós.
5. Rannsóknaraðferðin sem notuð er til þess að
uppgötva sjúkdóminn á huliðstíma, verður að vera
einföld, örugg, ódýr og þjáningarlítil fyrir
sjúklinginn.
6. Tíðni þessa ástands eða sjúkdóms verður að vera
það há að hún réttlæti kostnað kembileitar.
LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
51