Læknaneminn - 01.10.1993, Page 70
GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
í viðtali við Læknanemann
ER HE/LBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ þitt óskaráðuneyti og
hver eru þíti helstu inarkinið sem heilbrigðisráðherra?
Já, að mörgu leyti er þetta mitt óskaráðuneyti,
þegar ráðherraskiptin urðu var ég í raun mjög ánægður
með það hvemig mál skipuðust. Ég gerði mér hinsvegar
grein fyrir því að þetta væri ekki auðveldasta ráðuneytið
við þær aðstæður sem nú eru. Hitt er annað mál að í
starfi mínu sem bæjarstjóri hef ég komið nærri mörgum
af þeim málum sem við fáumst við hér. Pað er heldur
ekkert launungarmál að ég held að mörg þau verkefni
sem undir þetta ráðuneyti falla eigi heima hjá
sveitarfélögunuin. Þá er ég fyrst og fremst að vísa til
heilsugæslunnar og öldrunarþjónustu í sinni víðustu
mynd. Pað er mín reynsla að þiuuiig verði þjónustan
best og mannlegust. Ég held líka að það væri
fjárhagslega hagkvæmara.
Ég gæti nú haldið langa ræðu um það sem ég vil
gera í þessu ráðuneyti, en það sem er kannski
mikilvægast í mínum huga er að fólk geri sér grein
fyrir því að heilsan er auðvitað það mikilvægasta sem
við eigum og hún er fyrst og fremst á ábyrgð okkar
sjálfra. Ekki á ábyrgð heilbrigðisráðherra, lækna,
hjúkrunarfræðinga eða annarra
heilbrigðisstarfsmamia. Ef heilsan brestur þá getur
fólk notið þjónustu heilbrigðis- og tryggingakerfisins
án þess að þurfa að neita sér um liana vegna
fjárhagslegrar eða félagslegrar stöðu. Þarna er sú
staða sem ég vildi sjá í nútíð og lengri framtíð. Ég held
að hverju öðru sem memi kunna að halda fram, þá
búum við þrátt fyrir allt við eitt öflugasta
heilbrigðiskerfi sem til er í veröldinui.
Viðtal: Halldóra Jónsdóttir lœknanetni við læknadeild
Háskóla Islands.
Myndir: Hrólfur Brynjarsson lœknanetni við
lœknadeild Háskóla Islands.
Hversu mikill hluti ríkisútgjalda fer í heilbrigðiskerfið
hér á landi?
í heilbrigðis- og tryggingakerfið fara 47 milljarðar
sem eru 40% af útgjöldum ríkisins?
Finnst þér þetta vera eðlilegur hluti ríkisútgjalda?
Innan tryggingakerfisins eni útgjöld sem ekki
teljast til heilbrigðismála með beinuin hætú. Þar eru
lífeyristryggingar veigamikill hluti og ýmsir aðrir
þættir. Ég held að út af fyrir sig sé þetta ekkert
óeðlilcgur hluti hcildarútgjalda til þessa stóra
málaflokks. Þama er verið að ala önn fyrir öldruðum
og öryrkjum og verið að tryggja rétta og góða þjónustu
á sviði heilbrigðismála. Vandinn hefur ekki verið sá
að lækka hlutfallið, heldur að stemma stigu við
aukningunni, því hlutfallið hefur farið vaxandi. Það
vandamál er ekki bara bundið við Island heldur er það
til staðar í öllum þeim löndum sem við berum okkur
saman við.
Finnst þér að öll mál tryggingakerfisins, eins og
örorkubœtur og ellilífeyrir, eigi að falla undir
heilbrigðisþjónustu, eða ætti að aðskilja þessi kerfi?
Þau eru að lduta úl aðskilin en að öðru leyti ekki,
við höfum jú sjúkratryggingar innan trygginga-
kerfisins sem eru sannarlega heilbrigðismál. Þær em
endurgreiðsla á þeim gjöldum sem sjúklingar greiða
til dæmis fyrir aðgerðir á læknastofum utan
sjúkrastofnanna og amiað slíkt. Það er erfitt að marka
nákvæmlega hvað em bein heilbrigðismál. Það er t.d.
alltaf álitamál hvernig á að skilgreina öldnm. Er það
sjúkleiki eða veikindi, eða er það eðlilegur þáttur
lífsins.
Telur þú að það sé bruðlað í heilbrigðisþjónustunni?
Ég held að margt þar megi gera með ódýrari hætú.
Það er vissulega ekkert undarlegt í ljósi þeirrar öni
64
LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.