Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 67

Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 67
CAFE DO BRASIL Olafur Ingimarsson HJUU!! - VAR HLJÓÐIÐ sem heyrðist í dömunni á Ferðaskrifstofu Stúdenta um leið og hún beitti mjög aktífri inspiratio. Astæðan fyrir henni var einföld: Hún var að uppgötva að hún var ekki eins góður starfsmaður og hún hafði etv. haldið. Þessi litla uppgötvun leiddi til þess að fcrðaáætlunin mín féll skyndilega í sama flokk og fjárlögin. Hún stóðst ckki. Ég fékk þó í staðinn að njóta gestrisni þeirra ferðaskrifstofufrauka í nokkrar klukkustundir. Þær voru afar elskulegar og buðu mér kaffi sem ég er viss mn að hefði verið gott - ef það hefði ekki klárast rétt áður en ég kom. Það var hins vegar nóg af bæklingum til að skoða svo ég undi mér að sjálfsögðu vel þama. Að lokum varð ég þó því miður að kveðja þennan yndislega stað til þess að taka lífeðlisfræðiprófið. Huggunin þessum hanni gegn var sú að ég var með nýja áætlun í vasanum og meira að segja brasilískar rútuáætlanir. Nú þurfti bara að faxa út til Brasil þessar breytingar. Eftir millilendingar á Bretlandi, Spáni, Danmörku og Þýskalandi, eins og áædunin kvað á um, klauf 747- 400 þota Lufthansa flugfélagsins mistrið yfir Evrópu og tók stefnu í vestur. Ellefu tímum síðar lenti hún við Sáo Paulo, sem er um 11 milljón manna bær. Ég ímynda mér að sú tilfinning, sem brasilíska vegabréfastimplarann heltók, sé eitthvað svipuð þeirri sem prófessor Margrét finnur fyrir þegar hún finnur nýjan veirustofn. Að minnsta kosti hljóp hann upp til handa og fóta þegar hann sá vegabréfið mitt, og sýndi það öllum félögum sínum sem allir göptu af undrun og aðdáun. Ég var viss um að þessu ylli hið stflhreina og vandaða íslenska vegabréf með glæsilegu skjaldarmerkinu á öllum síðum. Jæja - eftir dágóða stund var mér þó hleypt í gegn og þá komst ég að því að enginn stóð með nafnið mitt á spjaldi til að taka á Höfundur er læknanemi við læknadeild Háskóla Islands. móti mér þama kl 5:30. Furðulegt. Ég var umburðarlyndur og minntist þess að í faxinu hafði ég sagst ætla að taka sjö-rútuna til Londrina, þar sem spítalinn er. Þá var bara að finna BSB. Svo skenuntilega vildi til að á öllum upplýsingaborðum sem ég sá var talað sama tungumálið - en því miður var það líka eina tungumálið sem var talað þar, nefnilega portúgalska. Eftir miklar og góðar táknmálstilraunir tókst mér að hafa upp á einum enskumælandi starfsmanni. Þegar ég bar upp erindi mitt brosti hann góðlátlega og spurði hvort ég ætlaði virkilega að fara að finna rútustöðina eins og ég liti út, með bakpokann og töskuna. Hló síðan dátt. Mér gramdist þessi hótfyndni en ég hafði ekki talað við hann lengi þegar mig fór að langa til að prófa iimimlandsflug í Brasilíu (they are waiting for to rob you outside, the gangsters!). Eftir mikið hugarstríð vann varkámin og þá hófst aftur baráttan við að gera sig skiljanlegan við að kaupa miða. Eftir nokkuð þóf og hratt hitnandi hamsa, heyrði ég allt í einu: “Hello, can I help you?” Var þar kominn Thomas nokkur Flansen, þýskur náungi, búscttur í Londrina og því á sömu leið og ég. Þar sem hann var ágædega málfær á portúgölsku varð þama strax Ólafsering (sbr. acetýlering) og bað ég hann um að hringja í númerið góða sem var, ásamt með nafninu Bruno Molinari, það eina sem ég hafði til að ná kynnun brasilískra læknanema. Þessi “operation telephone” rann hins vegar út í sandinn á einfaldan hátt: það svaraði ekki. ‘Þetta er skrýdð” sagði Thomas, “konan er venjulega heima”. Við komumst að þeirri niðurstöðu að hún hlyti að hafa farið í búðir. Með það flugum við til Lxmdrina. Á flugvellinum þar reyndum við aftur, en með svipuðum ;irangn. ‘Þetta er óskiljanlegt. Konan ætti að vera komin heim núna” sagði Thomas, og það rami upp fyrir honum að hann sæti uppi með mig. Auðvitað LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.