Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 23
Mynd 13. Lárétt snið (600 micron þykkt) gegnum mjaðmargrind karlkyns fósturs (haus-daus lengd 183mm).
Epoxíð. Litun: azur II-methylene blue ogbasiskt fuchsin. Mynd 14. Nœrmynd afhluta myndar 13. Til
vinstri sést helmingur afrectum, en milli þess og beina sjást œðar, taugar og bandvefsskipti í lausa vef
grindarinnar.
þannig meðhöndlaður að hann nýtist til frambúðar.
Plöstun er besta aðferðin sem nú þekkist til að ná þessu
markmiði og því var ákveðið að taka aðferðina upp hér.
Stefnt er að því að koma upp salni raunverulegra sýna,
sem þannig eru útbúin að nemendur geti á þeim séð
allt það, sem þeim er ætíað að þekkja og vita mn gerð
viðkomandi líffæris eða líkamshluta. Má til dæmis
nefna að með því að kryfja nokkur hjörtu (sjá mynd 3)
á mismunandi vegu, og plasta síðan sýmn, þá fæst
varanleg sýning á ölliun þeim atriðiun sem nemendum
er ætlað að kunna skil á. A sama hátt má útbúa
raðskoma (sjá mynd 6) eða raðkrufna (serial dissected)
líkamshluta (sjá mynd 4). Þekking á mamislíkama í
sneiðum hefur verulega þýðingu með tilliti til mikilla
framfara á seimú árrnn í sneiðmyndun (CT og MNR)
til sjúkdómsgreimnga. Raðkrufnir líkamshlutar,
krufnir frá yfirborði imi að beini, sýna nemandanum
hins vegar gerð mannslíkamans frá öðrum sjónarhól,
sjónarhól skurðlæknisins. Frá þessum tveimur
sjónarhonium tileinkar nemandinn sér heildstæða
þekkingu á stórsærri (macroscopiskri) gerð
mannslíkamans. Síðast en ekki síst skal þess getið að
liafi nemendur aðgang að safni plastaðra sýna, sem eru
vel og markvisst útbúin, geta þeir aflað sér þekkingar
í líffærafræði á mun fljótvirkari og auðveldari hátt en
uimt er með hefðbundnum krufmngum. Þetta er ekki
lítilvægt atriði þegar haft er í huga að stöðugt þarf að
aðlaga námsefni og nýtingu náms- og kennslutíma að
sífellt vaxandi þekkingu í öllum greinum læknisfræði.
Aðrar greinar læknisfræði en líffærafræði gætu
nýtt sér þessa aðferð svo sem meinafræði,
réttarlæknisfræði og geislalæknisfræði. Jafnvel
kliniskar greinar geta liaft af henni gagn og hefur hún
lítillega verið notuð í handlæknisfræði hér á landi. Þar
LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
21