Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 48

Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 48
eða eins og þekktur stjómmálamaður frá Kanada, Lewis að nafni orðaði það: “The rich got the loans and the poor got the debts.” Á sama hátt gerir skuldasöfnun einstaklinga þá stöðugt háðari öðrum og getur ógnað andlegri heilsu þeirra og sjálfstæði. Stríð. Á þessari öld hafa tugir milljóna manna látið lífið vegna stríða og jafnmargir orðið fyrir andlegum og 1 íkamlegum áföllum vegna þeirra. Stríð er ekki lengur einangrað við þau landsvæði þar sem bardagar fara fram heldur hefur það áhrif á alla jarðarbúa. Má þar nefna áhrif árásarvopna á gufuhvolfið og öll þau vandamál sem gífurlegur fólksflótti leiðir af sér. Þannig er talið að eyðilegging og bruni á olíulindmn í Kuwait við Persaílóa árið 1991 hafi verið eitt mesta mengunarslys fyrir gufuhvolfið sem mn getur af mannavöldum (340 milljónir gallona =1,3 milljarður lítra). Kjarnorka. Til þess að tryggja nægilega rafmagnsframleiðslu hafa kjamorkuver verið byggð um allan heim. Mörg þeirra era talin vanbúin og öryggiskröfur í lágmarki. Sérstaklega á þetta við um fjölmörg kjamorkuver í austantjaldslöndunum. Skemmst er að minnast kjamorkuslyss á Tliree Miles Island í Bandaríkjunum árið 1979 þegar flytja varð um 200 þúsund íbúa í burtu af svæðinu um stundarsakir og slyssins í Tsjemobyl í Sovétríkjunum árið 1986. Þar dóu tugir manna og tæplega 100 þúsund manns vora flutt af svæðinu. Eins og gefur að skilja hafa íslendingar mestar áhyggjur af kjamorkumengmi í hafinu Það er því mikið áhyggjuefni að rússneski kjamorkukafbánirinn Konsomaletes sökk undan ströndum Noregs 1989. Nýjustu rannsóknir benda til þess að ekki muni líða margir áratugir þar til kjamaofn bátsins brestur en þá getur geislun frá honiun orðið a.m.k. eins mikil eins og frá Tsjernobyl slysinu. I borginni Murmansk í fyrrum Sovétríkjunum var miðstöð kjamorkuflota Rússa. Þar era nú tugir hálfsokkinna kjamorkuknúinna skipsflaka, sem nauðsynlegt veiður að eyða á viðmiandi hátt áður en frekari kjamorkumengun mun eiga sér stað. Efnaiðnaður. Efnaiðnaður ýmiss konar hefm oft valdið skaða og sjúkdómum enda þótt í mörgum tilvikum sé erfitt að sanna slíkt þar eð iðulega eru gerðar tilraunir til þess að hylma yfir efnaslys. Skordýraeitrið DDT vakti bjartar vonir í fyrstu, en strax á fimmta áratugnum hafði ofnotkun þess leitt til röskunar á lífríkinu. í bókinni “Raddir vorsins þagna” sem út kom í íslenskri þýðingu árið 1965 (7) var vakin athygli á þessari misnotkun efmsins og bent á að réttara væri að nefna það “lífeitur” í stað skordýraeiturs. Á áranum 1953-61 sködduðust mörg þúsund manns vegna Minamata sjúkdómsins vegna þess að ólífrænu kvikasilfri var í mörg ár skolað út í Minamata flóa í Japan. Bakteríur umbreyttu því í methyl kvikasilfur. Á þann hátt varð það fituleysanlegt og gat safnast fyrir í taugakerfi manna og dýra og leitt til varanlegs skaða. Árið 1984 lak banvænt efnasamband út úr efnaverksmiðju í Bhopal á Indlandi sem leiddi til dauða meira en 2500 manns og mörg þúsund slösuðust. Það þurfti að flytja rúinlega 200 þúsund manns af svæðinu. Árið 1986 brann efnaverksmiðja í Basel í Sviss. Við það láku eiturefni út í Rín og gjöreyddu lífi í ánni. Hér að framan hefur aðeins verið minnst á eiturefnaslys sem hafa valdið bráðum dauða. Mun algengara er að ýmis efni sleppi út í náttúrana sem geta valdið skaða síðar meir líkt og í Minamata sjúkdómnum. Geysilegur skaði hefur orðið vegna olíumengunar á síðustu áratugum á lífríki á vissum svæðum á jörðinni. Þessi skaðlegu áluif munu eflaust eiga eftir að koma niður á manninum. Ekkert lát virðist vera á olíumengumnm og má þar minna á strand olíuskipsins Exxon Valdez 1989 við strendur Alaska, olíumengunarinnar í Kuwait 1991-1992 og mengun sjávar vegna stranda þriggja olíuskipa í janúar 1993 þ.e. við Hjaltlandsstrendur, Eistland og Súmötra, en þar fórst eitt stærsta tankskip sem smíðað hefur verið og flutti um 200 þúsund tomi af olíu. Osonhjúpurinn. Á undanförnum árum hefur mönnum orðið tíðrætt um þymúngu ósonlagsins. Oson (03) vemdar okkur gegn útfjólubláum geislum sólarljóssins. Þetta er þunnur lofthjúpur í um 15-50 km hæð frá yfirborði jarðar. Þykkt hjúpsins er um 35 km, en ef hann væri við yfirborð jarðar við eina loftþyngd væri þykkt hans aðeins nokkrir millimetrar. Talið er að klórflúorkolefnistegundir (CFC) eigi mestan þátt í að þymia ósonlagið, Enda þótt þessi efm séu notuð sem úðaefiú fyrir ýmis lyf era þau mest notuð til þenslu á plastefnum og í frystitæki. Sem dæmi má nefna að það era mörg tonn af freonefnuin í frystitækjum hvers frystitogara. Talið er að tíðni sortuæxla (melanoma) fari nú vaxandi vegna þynningar ósonlagsins. Allt þetta hefur gerst aðeins á síðustu áratugum og því er þessi aukning óvenju mikil miðað við þrómúna á jörðinni í milljónir ára. I Bandaríkjunum fær um hálf milljón manna sortuæxli árlega en talið er að þessi tala muni 46 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.