Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 54

Læknaneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 54
Skólaheilsugæsla. Áður fyrr lögðu hjúkrunarfræðingar og læknar í skólmn megin áherslu á líkamlega hreysti nemenda. Gerð var árleg kembileit að duldum þvagfærasýkingum, hálsbólgum (eða stórum hálskirtlum), ilsigi, lús o.s.frv. Nú er meira farið eftir fyrmefndum skilmerkjum og því hefur eftirht með líkamlegu ástandi breyst. Flestir líkamlegir gallar uppgötvast í ungbameftirliti. Það er því ekki líklegt að fleiri finnist í skólaheilsugæslunni. Hins vegar hafa komið til nýrri áherslur, svo sem vamir eða meðferð við einelti, vanhirðu og félagslegri einangrun (23). Æskilegt er að heilbrigðisstéttir vinni í nánu samstarfi við kennara, sálfræðinga og foreldrafélög að þessum vandamálum. Þeir þættir sem einkum ógna líkamlegri heilsu skólabama og unglinga em slys, reykingar, áfengi og önnur fíkniefni, kynsjúkdómar og smitsjúkdómar. Af þessum sökum er fræðsla mikilvægust auk bólusetninga gegn smitsjúkdómum. Slys í skólum em algeng. Til þess að beita markvissum forvömum er nauðsynlegt að atliuga hversu algeng þau em í hverjum skóla og skoða hvort hægt sé að greina ákveðnar slysagildrur eða þætti sem leiða til slysa (mynd 7). í Hafnarfirði em um 16 þúsund íbúar, þar af u.þ.b. 2700 nemendur í gmnnskóla. Á skólaárinu 1987-88 var gerð könnun á slysum í skólum bæjarins (24). Niðurstöðurnar sýndu tíðni skólaslysa eftir aldri og kyni og hvar slysin urðu. Slysatíðnin reyndist vera um 10 slys/100 nemendur. Tíðni slysa/100 nemendur óx stöðugt frá sex ára til tólf ára aldurs en lækkaði aðeins eftir það. Slysatíðnin var mun meiri hjá strákum en stelpum. Svo virðist sem að hlutfallsleg tíðni slysa (fjöldi slysa/hundrað nemendur) sé í réttu hlutfalli við fjölda nemenda í skólum. Af því má draga þá ályktun að ef of margir nemendur em samankomnir skapist meiri órói innan hópsins sem leiðir til átaka eða annars háttemis sem valdið getur slysum. Helstu slysstaðir í skólum virðast vera leikfimissalirnir og skólalóðin. Með nákvæmari athugun á orsökum slysanna var hægt að greina vissar slysagildrur og fækka þeim. Má þar m.a. nefna breytta íþróttakennslu í leikfimisal, betri aðstöðu á skólalóð s.s. að gæta þess að fylla í holur í malbiki á skólalóðinni, bera sand eða salt á skólalóðina á vetuma þegar hált er, skrúfa föst mörkin sem notuð em í knattleikjum þannig að þau detti ekki ef bömin fara að klifra þar, vandaðri skíðaútbúnað í skíðaferðum, nákvæmari fyrirmæli til kennara um að fara ekki með bömin í skíðaferð í hvemig veðri sem er eða hleypa Slys í skólum 1987 1988 1989 1990 Mynd 7. Tíðni skólaslysa í Hafnarfirði fyrir og eftir fyrirbyggjandi aðgerðir. óvönum á skíði í mjög þungu færi o.s.frv. Tannvernd sem beint er að hópum byrjar fyrst í mæðraverndinni, en síðan er lögð mikil áhersla á þessa tegund heilsuverndar í ungbarnavernd og í skólum. Við mat á tannheilsu er oft notað hugtakið tamistuðull, en það er meðaltal skemmdra, tapaðra eða fylltra (Destroyed, Missed, Filled) fullorðins- (T) eða bamatanna (t). Samkvæmt rannsókn (25) sem gerð var í Hafnarfirði árið 1985 var tannheilsu skólabama mjög ábótavant (sjá mynd 8). Átak var gert í því að auka fræðslu um tannvemd og að koma á flúorskolun í skólum bæjarins eins og í flestum skólum landsins. Sveitarfélögin tóku að sér að borga kostnað þessa forvarnastarfs. Bömin fá nú reglulega flúorskolun tvisvar í mánuði (skolað er með um 10 ml af 0,9 mg/ ml Natrium fluroid lausn í um tvær mínútur og lausninni er skilað aftur í glasið. Könnun á taimheilsu var síðan endurtekin 1989, eftir fimm ára forvamarstarf (mynd 8). í ljós kom að tannlieilsa skólabama hafði batnað vemlega á þessum áram. Borið saman við hin Norðurlöndin var tamivemd á íslandi um 10 ámm á eftir þróuninni þar (25). Gosdrykkjaþamb nemenda og fullorðinna er hins vegar orðið mikið áhyggjuefni. Sala á gosdrykkjum og sælgæti hefur farið stöðugt vaxandi hin síðari ár (26) eins og sjá má á mynd 9. Tannskemmdir vegna sykurneyslu í formi sælgætis og gosdrykkja era vel þekktar. Hins vegar hefur minna verið talað um áhrif koltvísýringsins í gosdrykkjum, eu vitað er að hann lækkar sýrastig í munnltolinu, sem aftur stuðlar að því að glerungurinn leysist upp. Sykurskert eða “Diet” gos er því ekkert betra hvað tamiskemmdir varðar að þessu leyti. 52 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.