Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1994, Qupperneq 17

Læknaneminn - 01.10.1994, Qupperneq 17
Það sem kemur Reiter's sjúkdómnum af stað er sýking sem er annað hvort kynsjúkdómur eða iðrasýking af völdum baktería. Þetta áreiti hrindir af stað reaktivum liðbólgum og fleiri einkennum sem þróast síðan óháð upphaflegu sýkingunni. Sé um kynsjúkdóm að ræða er chlamydia- eða ureaplasma- sýking orsakavaldurinn. Lekandi veldurekki Reiter's sjúkdómi. Sé um iðrasýkingu að ræða er orsaka- valdurinn salmonella, shigella, yersinia eða campylobacter. Sjúkdómurinn er mun algengari hjá karlmönnum og þá oftast ungum karlmönnum. Einkennin byrja oftast með urethritis, cystitis, prostatitis eða niðurgangi. Umdeilt er hvort bakteríudrepandi meðferð hafi áhrif á sjúkdómsganginn. Dæmigerð þrenna Reiter's sjúkdóms er: 1) urethritis, 2) conjunctivitis og 3) arthritis. Liðbólgur koma 2-6 vikum eftir sýkinguna í einn eða fáa liði, koma oft brátt, eru ósamhverfar og aðallega í neðri útlimum. Bólgur í spjaldliðum og hryggjarliðum eru dæmigerð einkenni í upphafi sjúkdómsins. Fyrsta kastið gengur yfir á vikum eða mánuðum en margir fá endurtekin köst. Liðbólgurnar geta Ieitt til aflögunar og eyðileggingar á liðunum og eru alvarlegri tilfellin svo til alltaf hjá sjúklingum með HLA-B27. Fjöldi einkenna eru utan liða s.s. tenosynovitis sem er algeng sérstaklega í hásin. Conjunctivitis kemur snemma í sjúkdómsganginum hjá þriðjungi sjúklinganna, er oftast vægur og í báðum augum. Keratoderma blenorrhagia eru dæmigerð húðútbrot, 2-3 mm brúnn blettur, macula sem verður papula og loks pustula (sjá mynd). Algengir staðir eru iljar, undir nöglum og í hársverði. Sár í munnslímhúð geta komið og eru sársaukalaus. Lithimnubólga (iritis) og einkenni frá hjarta og æðakerfi eins og aortitis sjást einnig. Einkenni frá taugakerfi eru sjaldgæf. Sj úklingar með iðrasýkingu geta líka fengið urethritis og prostatitis án þess að sýking sé til staðar í þessum li'ffærum. Við rannsókn er sökkhækkun í samræmi við bólguvirkni sjúkdómsins, sjúklingarnir eru RF neikvæðirogflestireru HLA-B27jákvæðir. Iliðvökva úr bólgnum lið sést mismikið af hvítum blóðkornum eftir því hversu svæsin bólgan er. Sykurmagnið í liðvökvanum ræðst einnig af bólgusvöruninni. Nauðsynlegt er að meðhöndla undanfarandi sýkingu sem allra fyrst hvort sem um er að ræða þvagrásar- bólgu eða iðrakveisu. Það er ekki sannað að sýklalyfjameðferð breyti sjúkdómsganginum en mótefnavakinn hverfur með sýklalyfjameðferðinni. Oft er nóg að meðhöndla liðbólgurnar með bólgueyðandi gigtarlyfjum og sjúkdómurinn fjarar út á um sex mánuðum. Einkenni geta þó komið aftur í köstum án undanfarandi sýkingar. Oft þarf að beita sterainnspýtingum í bólgna liði og ef sjúkdómurinn veldur langvinnum liðbólgum sem gerist stundum, þá þarf að beita ónæmisbælandi meðferð. Þau lyf sem mest eru notuð í slíkum tilvikum eru sulfasalazinum og methotrexatum. Verði sjúkdómurinn langvinnur þá getur hann hagað sér eins og iktsýki og valdið miklum liðskemmdum í útlimum og í hrygg. Kærar þakkir fær Arni Jón Geirsson sérfræðingur fyrir að lesa yfir og lagfæra. HEIMILDIR 1. Sjúkraskrá. 2. Currey H.L.F., Essentials of Rheumatology, 1988, bls.71-85. 3. Wilson, Braunwald ofl., Harrison's Principles of Internal Medicine, 1991, bls. 1453-1455. 4. Wilson, Braunwald ofl., Harrison's Principles of Internal Medicine, 1991, Mynd A2-20 . LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.