Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 88
hershöfðinginn Perikles, sagnfræðingarnirHerodotos
og Þukydides, Aristofanes og Sofokles og mynd-
höggvarinn frægi Feidias, sem er talinn frægastur
allra myndhöggvara fornaldar. Allir þessir menn
hlutu heimsfrægð. Rit Hippokratesar eru með bestu
heimildum um skoðanir hans og kenningar, en sá
gallinn er á að enn vita menn ekki til hlýtar hvað var
frá hans hendi eða lækna sem rituðu undir hans nafni.
Víst er að rit þau sem nefnd eru Corpus Hippokraticum
eru öll frá 5. öld og fyrri hluta 4. aldar f. Kr. Einnig er
vitað að læknar í Alexandríu í Egyptalandi þekktu rit
Hippokratesar um 3oo árum f.Kr. Rit þau sem kennd
eru við Hippokrates fjalla um hina ólíkustu hluti.
Hippokrates lagði stund á læknislist í heimkynnum
sínum í Kos. Það væri of mikið sagt að, að hann hafi
grundvallað læknislistina, eins og við þekkjum hana
nú. Hitt mun sönnu nær, að fyrir áhrif hans tók grísk
læknislist svo stórfelldum framförum, að þær hafa
aldrei meiri verið. A þessari læknislist stendur öll
læknislist síðari tíma, allt fram á vora daga.
Valdimar Steffensen læknir á Akureyri, faðir próf.
Jóns Steffensens, ritaði bók um Hippokrates. Kom
hún út á Akureyri 1946. Flest af því sem hér er sagt
um Hippokrates er tekið úr þeirri bók.
HEIMILDIR
Valdimar Steffensen. Hippokrates, faðir
læknislistarinnar. Bókaútgáfan Norðri h/f Akureyri
1946
Grimberg. Verdinshistorien, bindi 1. Politikens Forlag
1959.
Lois N. Magner A History og Medicine. Marcel
Dekker, New York 1992
FORUM
I NATTURUNNI
Spillum henniekki með sígarettu-
stubbum eða flöskubrotum.
ATV?
78
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.