Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 57
Mynd 3. Greinarhöfundur og viðfangsefnið.
fyrstu 20 rottur. Ég viðurkenni fúslega að ég var
svolítið smeyk við þær í fyrstu, en smám saman
vandist ég þeim. Þær voru hreint ekki svo slæmar.
Einnig fékk ég nánari lýsingar á verkefni mínu. Mér
hafði ekki misheyrst. Verkefnið fjallaði um groom-
ing sem þýðir "að þrífa sig". Mér var falið það
verkefni að finna þann viðtaka sem framkallar
þvottaathöfnhjárottumfyrirtilstillialfa-MSH. Næstu
3 mánuðina vann ég með u.þ.b. 200 rottur. Ég lék við
þær, lét þær synda, lagði rör inn í heilahólf þeirra og
horfði á þær þvo sér. Sérhver tilraun fólst í því að ég
gaf þeim blöndu af peptíðum intra ventriculert og
horfði síðan á þær í heila klukkustund. A fimmtán
sekúndna fresti skráði ég hvort að þær voru að þvo sér
eða ekki. Enn þann dag í dag sé ég þær þvo sér þegar
ég loka augunum. Þetta var mjög áhugaverð og
lærdómsríkrannsókn, en svolítið leiðigjöm til lengdar.
Þetta gekk allt mjög vel og okkur tókst að finna
þennan viðtaka með hjálp antagonista og
frumurannsókna.
Leiðbeinandi minn, Jan Brakkee, er með elskulegri
mönnum sem ég hef kynnst. Hann kenndi mér alll
sem sneri að verkefninu og var alltaf til taks ef ég
þurfti á honum að halda. Hann var gleðimaður mikill
og það var ekki ósjaldan að við fengum okkur bjór að
vinnudegi loknum. Samstarfsfólk mitt var einnig til
fyrirmyndar. Þau gerðu alit til þess að koma í veg
fyrir að mér leiddist. Reyndar kom upp smá vandamál
þegarviðkynntumst. Það varnafniðmitt. HvorkiJan
Brakkee né neinn hinna gátu borið það fram. Ég
sagði þeim að ég væri kölluð Gugga af vinum og
vandamönnum. Ég hefði betur sleppt því. Jan greip
nafnið strax og dreif sig í að skrifa það niður, COEKA.
Það var svo sem alll í lagi að skrifa það öðruvísi, en
framburðurinn var verri. Égvarkölluð "Kúka". Ég
reyndi að leiðrétta þetta, en það gekk ekki. Kúka var
það. Mér til heiðurs var staðurinn sem ég vann mest
á endurnefndur og hlaut nafnið "the Coeka corner".
Ég vona bara að enginn íslendingur slysist þarna inn.
Almennt varég mjög ánægðíHollandi. Ég heillaðist
af land og þjóð á fáeinum dögum. Ég hafði aldrei tíma
til þess að láta mér leiðast. Fyrir skemmtanafíkla eins
og mig var þetta algjör paradís. Á hverju kvöldi var
eitthvað um að vera. Krárnar voru allar opnar til
klukkan 3 á nóttunni, alla daga vikunnar. Nokkrir
skemmtistaðir voru fullir af fólki allt fram til klukkan
6 á morgnana á hverjum degi. Stúdentarnir kunnu vel
að meta þessa þjónustu og nýttu sér hana til fulls.
Fyrir mig var þetta nokkuð erfitt, þar sem ég þurfti að
mæta upp á rannsóknarstofu klukkan hálf níu alla
daga. En ég lét það nú ekki aftra mér. Stundum var
ég nokkuð þreytt, en þetta tókst allt saman. Ég velti
því oft fyrir mér hvernig sumir höfðu orku til þess að
læra. Margirvirtust veraífullri vinnu við að skemmta
sér og voru rétt að skríða á fætur u.þ.b. sem ég Iauk
vinnudegi mínum.
Margir skiptinemar voru í Utrecht og flestir voru á
vegum Erasmus. Þarna voru aðeins fáeinir
læknanemar og félag skiptinema í læknisfræði
(UMEF), var ekki eins virkt og ég bjóst við. Dagskráin
var lítilfjörleg og lítið bar á meðlimum þess. Við
bittumst einu sinni í viku og fengum okkur kvöldmat
saman, þar með er dagskráin upptalin. Fyrir mig var
þetta ekkert stórmál þar sem ég var alltaf að kynnast
nýju fólki og hafði alltaf meira en nóg að gera. Ég
skemmti mér hreint út sagt konunglega. Þegar svo bar
við að ég hafði ekkert að gera, þá stökk ég bara upp í
næstu lest og heimsótti aðra staði og jafnvel
nærliggjandi lönd. Mánuðurinir þrír sem ég dvaldi
þarna voru bæði lærdómsríkir og skemmtilegir. Ég
mæli eindregið með Hollandi, og þá sérstaklega
Utrecht, fyrir þá sem hafa áhuga á að gera
rannsóknarverkefni sitt erlendis. Þetta er einstakt
tækifæri sem að ekki má láta renna úr greipum sér.
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
51