Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 33
Mynd 1. Andlitsmynd á þriðja degi dæmigerðs kasts (sjá texta).
rauðbrún yfir henni (16). Oftast kemur hún á undan
andlitstaugarlömuninni (3,6). Bólgan sést oftast á efri
vör en síður á kinn, neðri vör, nefi, augnlokum og
gómum. Einnig getur bólgan komið á munnslímhúð,
glottis, harða góminn, slímhúð undir tungu, tannhold,
tungu, hendur, brjóstkassa og rasskinnar (14,16,28).
Hún hefur tilhneigingu til að koma með mjög
mismunandi millibili. Oft líða vikur á milli en stundum
ár. I byrjun stendur kastið yfirleitt stutt, 1-2 daga og
aldrei lengur en viku. Bólgan hverfur oftast í fyrstu á
milli kastanna en getur á endanum orðið varanleg
(3,16,26,28).
Andlitstaugarlömunin er neðri hreyfitauga-
kjarnalömun(lowermotorneuron)ognæróþekkjanleg
frá Bell's lömun. Hún getur komiðoftar en einu sinni
og verið öðru eða báðum megin, einungis í hluta
taugar eða í henni allri. (6,10,26). I skráðum tilfellum
hefur lömun komið fram hjá 30-90% sjúklinga. I
einstaka tilfellum hefur lömunin komið nokkrum
árum á undan bólgunni í vörinni. Oftast fylgjast þó
lömunin og bólgan í andliti að og lagast af sjálfu sér
en einstaka sinnum stendur lömunin ein eftir (6,26).
Auk sjöundu heilataugar getur komið fram lömun í
öðrum heilataugum og hefur því verið lýst í I.,II.,III.,
V., VIII., IX. og XII. heilataug (16).
Þriðja einkennið í MRH er lingua plicata eða gróf
tunga með djúpum rákum. Þetta er sjaldgæfasta
einkennið og finnst í 30-77% tilfella en einnig í 0,5-
5% heilbrigðra einstaklinga (6,14,26).
I rannsókn sem gerð var á MRH sjúklingum árið
1972 kom fram að 90% fengu andlitstaugariömun
einhvem tíma á sjúkdómsferlinu, 86% fengu bólgu
og 77% fengu lingua plicata (1). I annarri rannsókn á
36 sjúklingum kom í ljós að öll skilmerki heilkennisins
voru til staðar í 25% tilfella. Allir sjúklingarnirfengu
bólgu í andlitið og hjá 47% var hún ástæða þess að
þeir leituðu læknis. Andlitslömun kom einungis fram
hjá 47% sjúklinganna og lingua plicata hjá 50% (7).
Árið 1959 lýstu Klaus og Brunsting tilfellum þar
sem einungis tvö einkenni af þremur voru til staðar. Á
síðustu 10-15 árum hefur tilfellum verið lýst þar sem
aðeins eitt einkenni kom fram. Oftast var þá um að
ræða Meischer's granulomatous cheilitis.
(2,16,26,28). Greining varþá staðfest með vefjasýni
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
31