Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 96
Útskúfun"
Jón Páll Halldórsson
þetta enn í augum margra "hommasjúkdómur" og
fordómar ríkjandi.
I þessu sambandi gætu læknar tekið meiri og opnari
þátt í umræðunni og upplýst almenning og ekki síður
fólk í heilbrigðisstéttinni um nauðsyn þess að sýna
umburðarlyndi og skilning þegar alnæmi er
annarsvegar.
Hvernig breytist Iíílð, andlega og félagslega?
Hvernig gengur að lifa með alnæmi?
Aðeins eitt er öruggt, þú verður aldrei sá sami og þú
varst. Eg var mjög lánssamur, þvíum sama leiti og ég
greinist voru læknar og fleiri aðilar að hugleiða stofnun
fyrsta "jákvœða hópsins" hér á landi. Þetta var
sjálfstyrktarhópur fyrir einstaklinga sem hafa greinsl
HIV -jákvæðir. Skrefin á fyrsta fundinn voru erfið,
en sem betur fer var sambýlismaður minn með mér.
Þessir fundir áttu eftir að reynast mér ómetanlegur
stuðningur, hættan á að maður einangrist er alltaf
mikil.
Fyrstu árin þagði ég almennt um að ég væri HIV -
jákvæður, sagði engum frá því nema bróður mínum.
Mér fannst ég öðruvísi en aðrir eitthvað "óhreinn
Umræðan var þannig, og ekki var hinn opinberi
hræðsluáróður betri "Fólk deyr af völdum alnæmis",
huggulegt fyrir okkur HIV -jákvæða. Best að þegja
yfir þessu hugsaði maður. Þrátt fyrir þetta veit ég í
dag að það voru mistök að þegja. Það var ekki nóg að
hitta aðra HIV -jákvæða og ræða málin einu sinni í
viku, það var líf utan jákvæða hópsins. Ég var
breyttur, hugsaði öðruvísi en ég þorði ekki að segja
neinum í kringum mig hvernig mér leið. Ég var
ótrúlega sveiflukenndur þessi ár, sveiflaðist frá einni
tilfinningu í aðra á fáeinum sekúndum. Var í fýlu, sár
og reiður eða glaður og ekki ósjaldan átti ég voðalega
bágt. Ég flúði líka meira í áfengisvímu um helgar og
ekki skánaði neitt við það. Ég vissi auðvitað að áfengi
og alnæmi eiga ekki samleið.
Loksins í ágúst 1993 var ég alveg kominn út í horn
með allt. Mér fannst ég vera eins og í fangelsi. Ég
varð að segja frá því að ég væri HIV -jákvæður. Eftir
86
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.