Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 10
HEILSUGÆSLA I BORG
Á VÍGLÍNU
EKKI BARA LÆKNISFRÆÐI
JÓHANNA LÁRUSDÓTTIR
Við söfnumst saman við brynvarða bílinn hennar
Patriciu eldsnemma ískaldan desembermorgun. Við
erum á förum til austurhluta Mostar í fyrrum
Júgóslavíu. Frá því að bardagar hófust á milli
múhameðstrúarmanna og Króata hefur víglína skipt
borginni í tvennt. Austurhlutinn er í höndum
múhameðstrúarmanna en vesturhlutinn í höndum
Króata. Flarðir bardagar geisa á milli þessara tveggja
borgarhluta. Fyrir stríð var einungis ein aðal
heilsugæslustöð í Austur-Mostar og nokkrar minni
stöðvar í nærliggjandi þorpum.
Við hittum spænsku friðargæslusveitina
(SPANBAT) við síðasta vegatálma Króata. Þeir sjá
um að vernda hjálparstarfsmenn og skipuleggja
daglegar ferðir inn á stríðssvæðin. í fararbroddi eru
skriðdrekar, síðan lest af minni brynvörðum bílum og
trukkum, skriðdrekarrekalestina. Leiðin sem erfarin
til austur-Mostar er vandfundin og liggur um svæði
sem eru þakin jarðsprengjum og sífelld hætta er á
skotárásum. Fljálparstarfsmenn eru í skotheldum
vestum og með hjálm. Þeir eru auðvelt skotmark fyrir
leyniskyttur Króata, en sá hluti leiðarinnar sem liggur
yfir fyrrum flugbraut er sérstaklega hættulegur. í
útjarði Mostar standa nokkur skítug börn á
vegabrúninni og veifa í von um að bílstjórarnir hendi
einhverju ætilegu til þeirra. Mörg börn hafa orðið
fyrir trukkum og látið lífið við þessa iðju í Bosníu.
Börnum í Mostar stafar auk þess mikil hætta af
leyniskyttum þegar þau eru utanhúss.
Höfundur er starfsmaður Alþjóða Heilbrigðis-
málastofnunarinnar í suðurhluta Bosníu
Hercegovinu frá desember 1992.
Lík af eldra manni liggur á götunni nálægt einum af
varnarveggjunum sem hafa verið byggðir fyrir
hliðargöturnar. Hann er svo nálægt varnarveggnum
að okkur er óskiljanlegt hvernig leyniskytturnar hafa
komið auga á hann. Seinna er okkur sagt að
leyniskytturnar hafi breytt um staðsetningu og nú sé
ómögulegt að vara sig á þeim.
Við skiptum liði. Við í heilbrigðishópnum byrjum
á því að fara á heilsugæslustöðina. Þar fer öll
starfsemin fram í kjallaranum. Gluggarnir eru þaktir
sandpokum og engin birta kemst inn. I Mostar er
ekkert rafmagn, engin kynding og ekkert rennandi
vatn. í myrkrinu og kuldanum liggjanokkrirsjúklingar
undir teppum. Þau eru að spara kertin. Fyrir utan er
stöðug skothríð og einstaka stærri sprengjur hrista
bygginguna.
Það er fyrirburi í hitakassanum, sem gengur fyrir
rafhlöðum. Okkur til mikilla vonbrigða virkar
hitakassinn ekki. Bamalæknirinn telur hann vera
hannaðan fyrir styttri ílutninga á fyrirburum þar sem
rafhlaðan endist bara í fjórar klukkustundir. Hann
hefur sennilega rétt fyrir sér. Við lofum að reyna að
koma með venjulegan rafgeimi úr bíl og vonum að
það nægi til að koma hitakassanum í gang.
Mikael kallar í talstöðina. Hann verður fyrir utan
bygginguna eftir tvær mínútur. Við kveðjum í snatri
og undirbúum okkur undir að hlaupa þessa tvo metra
frá byggingunni út í bíl. Spænskur friðargæsluliði var
nýlega skotinn til bana fyrir utan stöðina og þess
vegna er, eins og á svo mörgum öðrum stöðum í
Mostar, öruggara að hlaupa.
Við förum því næst á skrifstofu hernaðar-
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.