Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 104

Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 104
NOTKUN RÓANDl UYFJA OG SVEFNLYFJA í EGILSSTAÐALÆKNISHÉRAÐI Geir Karlsson'. Jóhann Agúst Sigurðsson'-2, Stefán Þórarinsson3, Gunnsteinn Stefánsson2, Guðmundur Sverrisson2 og Sigríður Dóra Magnúsdóttir'. 'LHI, 2Heilsugœslustöðin Sólvangi, Hafnarfirði, -'Heilsuga’sluslöðin Egilsstöðum. Inngangur: Róandi lyf og svefnlyf hafa verið mikið notuð hér á landi sfðustu áratuginna. Avísanir lækna á þessi lyf hafa oft á tíðum verið til umræðu í fjölmiðlum vegna hættu á ávana- og/eða misnotkun. Tilgangur þessarar rannsóknar var að afla faraldsfræðilegra upplýsinga um notkun róandi lyfja og svefnlyfja. Aðferðir: Rannsóknasvæðið miðaðist við Egilsstaða- læknishérað (íbúafjöldi var að meðaltali 3.029) og náði yfir 8 ára tímabil, 1986-1993. Öll samskipti íbúa svæðisins við heilsugæslustöðina hafa verið tölvuskráð með kerfisbundnum hætti frá 1976. Fengin var nafnalisti yfir alla einstaklinga, sem fengið höfðu róandi lyf (N05B) eða svefnlyf (N05C) á þessum tíma, alls 577 einstaklinga. Farið var í sjúkraskrár þeirra og notkun lyfjanna skráð, einnig upplýsingar um hvenær lyfjanotkun hófst, sjkdómsgreiningar auk upplýsinga um afdrif sjúklinganna. Þetta er því framvirk rannsókn í heild sinni, þ.e. tölvuskráningin, en sjúkraskrárkönnunin afturvirk. Reiknað var út algengi, nýgengi og magn í skilgreindum dagskömmtum (DDD/1000 íbúa/dag). Inngangur: Róandi lyfogsvefnlyfhafaveriðmikiðnotuðhér á landi síðustu áratuginna. Avísanir lækna á þessi lyf hafa oft á tíðum verið til umræðu í fjölmiðlum vegna hættu á ávana- og/eða misnotkun. Tilgangur þessarar rannsóknar var að afla faraldsfræðilegra upplýsinga um notkun róandi lyfja og svefnlyfja. Aðferðir: Rannsóknasvæðið miðaðist við Egilsstaðalæknis- hérað (íbúafjöldi var að meðaltali 3.029) og náði yfir 8 ára tímabil, 1986-1993. Öll samskipti íbúa svæðisins við heilsugæslustöðina hafa verið tölvuskráð með kerfisbundnum hætti frá 1976. Fengin var nafnalisti yfir alla einstaklinga, sem fengið höfðu róandi lyf (N05B) eða svefnlyf (N05C) á þessum tíma, alls 577 einstaklinga. Farið var í sjúkraskrár þeirra og notkun lyfjanna skráð, einnig upplýsingar um hvenær lyfjanotkun hófst, sjkdómsgreiningar auk upplýsinga um afdrif sjúklinganna. Þetta er því framvirk rannsókn íheild sinni, þ.e. tölvuskráningin, en sjúkraskrárkönnunin afturvirk. Reiknað var út algengi, nýgengi og magn í skilgreindum dagskömmtum (DDD/1000 íbúa/dag). I öðrum áfanga rannsóknarinnar var sendur spurningalisti til ákveðins aldursflokkaðs úrtaks, þar sem aflað var frekari upplýsinga um viðhorf og þekkingu notendanna á þessum lyfjum og kvíða og svefnvandamálum almennt. Niðurstöður: Rannsóknin spannaði alls 24.229 mannár, með að meðaltali 1.054 lyfjafærslum á ári. Algengi róandi lyfja fyrir bæði kyn varað meðaltali 57,8/1000 fbúa. Lílil breyting var á milli ára, en þó lítilsháttar lækkun (p = 0,30 fyrir karla og p = 0,08 fyrir konur). Lækkun varum 20% yfirheildina (p<0,05; Ahættuhlutfall (RR) 0,80)). Algengi svefnlyfjanotkunar var 34,3/1000 íbúa. Notkunin jókst á tímabilinu, einkum hjá körlum (p < 0,001; RR 1.62 árið 1993 miðað við árið 1986). Engin marktæk breyting varð milli ára hjá konum (p=0,30). Nýgengi fyrir róandi lyf var að meðaltali 12,0/1000 karla og 24,7/1000 konur (alls 18,1/1000 fbúa). Nýgengi fyrir svefnlyf var 8,2/1000 karia og 14,6/1000 konur (alls 11,2/1000 íbúa). Notkun róandi lyfja var að meðaltali 10,0 DDD/1000 karla/dag, og 15,8 DDD/1000 konur/dag (alls 12,8 DDD/1000 íbúa/dag). Notkun svefnlyfa var að meðaltali 13,6 DDD/1000 karla/dag og 24,8 DDD/1000 konur/dag (alls 18,9 DDD/1000 íbúa/dag). Nokkrar sveiflur eru milli ára, sérstaklega hvað varðar svefnlyfin, en jafnast að mestu út þegar á heildina er litið. Notkunin eykst með aldri og eru konur í meirihluta, hlutfallið karlar : konur u.þ.b 1:2, að fjölda, en 1:1,5 að magni til. Tuttugu prósent einstaklinga nota um 75% af magni allra lyfjanna. Notkunarmynstið var svipað á bæði róandi lyfjum og svefnlyfjum. Flestir notuðu þau tilfallandi, eða í einstaka stuttum tímabilum (45-53%), en 25% notuðu þau daglega. Upphaflegar ástæður notkunarinnar voru í flestum tilfellum geðkvillar (neurosis = 66%), en líkamlegir sjúkdómar í öðru sæti (16%). Samantckt og ályktanir: Rannsókn þessi flokkast sem klínisk faraldsfræði þar sem skráð eru öll vandamál, sem fólk á ákveðnu svæði leitar með til læknis. Skráningin er hluti af daglegum vinnubrögðumstöðvarinnar. Matágæðumskráningarinnarbendir tvímælalaust til þess að gögnin séu áreiðanleg. Styrkur rannsóknarinnar felst einnig í því að hún tekur til allra íbúa afmarkaðs svæðis og nær yfir mörg ár. Það er forsenda þess að hægt sé að meta nýgengi. Svo umfangsmikil athugun sem þessi hefur ekki verið gerð hér á landi áður. Notkun róandi lyfja og svefnlyfja í Egilsstaðalæknishéraði er stöðug og frekar lítil samanborin við önnur svæði á landinu og landið í heild. Þó hefur körlum sem nota svefnlyf fjölgað talsvert, en heildarnotkun þeirra ekki. Notkunin vex með aldri, og eru konur þar í miklum meirihluta. Langflestir notalyfin í litlu magni og/eða í stuttan tíma, en lítill hluti eru langtímanotendur og nota þeir mestan hluta heildarmagnsins. Kerfisbundin og tölvuvædd skráning á samskiptum sem þessum gerir heilbrigðisstarfsfólki meðal annars kleyft að meta gæði þjónustunnar svo og álag og kostnað vegna einstakra sjúkdóma eða úrlausna. LÍKAMSEINKENNI SJÚKLINGA SEM GREINST HAFA MEÐ GALLSTEINA Á BORGARSPÍTALA. Geir Thorsteinsson'. Asgeir Böðvarsson2, Gunnar Sigurðsson2, Helgi Sigvaldason3. 'LHI. 2Lyflœkningadeild Bsp og Rannsóknarstöð Hjartaverndar, yVerkfrœðislofa Helga Sigvaldasonar. Inngangur: Þrátt fyrir hátt algengi gallsteina og sjúkdóma tengdum þeim er meingerð þessa sjúkdóms ekki fullþekkt. Vissir áhættuþættir eru þó kunnir og aðrir grunaðir. Tilgangurinn með þessari rannsókn er að meta hvort sumir af líklegum áhættuþáttum séuraunverulegirogeigi viðáíslandi. HóprannsóknHjartaverndar hefur yfir að ráða upplýsingum um líkamseinkenni fólks sem tengjast áhættuþáttum gallsteina. Það gefur okkur tækifæri á að skoða hvort ákveðin líkamseinkenni eða áhættuþættir séu til staðar hjá þessum einstaklingum áður en gallsteinar greinast. Síðan verða þessar upplýsingar bornar saman við aldursstaðlað meðaltal hópsjúklinga hjartaverndar. Þannig er hægt að meta hvort ákveðnir áhættuþættir eða ákveðin líkamseinkenni séu algengari hjá verðandi gallsteinasjúklingum en öðrum. Eingöngu eru athugaðir áhætluþættir vegna kólesteról gallsteina. Hver áhættuþáttanna vegur þyngst á metunum ? Eru einhver séríslensk 94 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.