Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 101

Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 101
Ályktun: Á rannsóknatímabilinu fengu um 1/3 sjúklinga sýklalyf, og í —1/3 tilvika voru þau gefin í varnarskyni. I meðferðarskyni voru cephalosporin langmest notuð en í varnarskyni cloxacillin. Um 51 % ávísana voru annaðhvort rangar eða ábótavant, hliðstætt svipuðum rannsóknum erlendis. TÍÐNI ILLKYNJA SJÚKDÓMA í METIIOTREXATE MEÐHÖNDLUÐUM RHEUMATOID ARTHRITIS SJÚKUNGUM Arnar Þór Guðmundsson'. Árni Jón Geirssoir, Kristján Steinsson2. 'LHÍ, 2Gigtardeild Lsp, göngudeild Lsp, Lœknasetrið. Inngangur: Frumudrepandi (cytotoxic) lyf eru nú notuð f æ ríkari mæli til þess að meðhöndla sjúkdóma sem ekki eru illkynja, sérstaklega autoimmune sjúkdóma eins og rheumatoid arthritis (iktsýki). Sannað er að þessi lyfhafa góð áhrifá sjúkdómsganginn í R.A., þó ekki sé vitað nákvæmlega hvernig þau verka. Eitt þessara cytotoxísku lyfja er Methotrexate (MTX) og hefur notkun á því farið vaxandi um allan heim síðustu árin, ekki síst á Islandi. Ymsar rannsóknir benda til að sum þessara lyfja geti tengst aukinni tíðni illkynja sjúkdóma, einkum lymphoma og hvítblæði. Mjög litlar upplýsingar liggja fyrir um þessi atriði hvað varðar MTX, en tilgangur þessarar rannsóknar er einmitt að kanna hvort tíðni illkynja sjúkdóma sé aukin í R.A.-sjúklingum sem hlotið hafa MTX-meðferð. Einnig er ætlunin að kanna tíðni allra annarra aukaverkana sem fylgt geta töku MTX. Rannsóknin er ekki komin á það stig að unnt sé að birta tölfræðilegar niðurstöður, en henni verður haldið áfram f sumar. Efniviður og aðferðir: Þetta er afturvirk (retrospective) cohort rannsókn sem nær aftur til ársins 1982. Sjúklingar voru fundnir með því að fá tölvuútskrift allra með greininguna R.A úr innlagnarskrám Lsp., allt til ársins 1982. Einnig eru hafðir með sjúklingar meðhöndlaðir á göngudeild Lsp. og á Læknasetrinu. Úr gögnumþessarasjúklinga ersíðan safnað upplýsingum um aldur, kyn, upphafsjúkdómseinkennaR.A.,greiningaraldurR.A.,klínísk einkenni og helstu rannsóknar-niðurstöður (blóðhagur, lifrarpróf, gigtarpróf, vefjaflokkun o. fl.). Itarlegum upplýsingum um lyfjameðferð við R.A. er safnað saman, þ.á.m. tegundir lyfja, stærð skammta og tímalengd meðferðar. Einnig eru aukaverkanir skráðar. Þá er einnig tekin saman reykingarsaga og ættarsaga um gigtarsjúkdóma og illkynja sjúkdóma. Fundið er út hverjir hafa verið á MTX og sérstök skrágerð yfir þá, ef þeir hafa verið á lyfinu í 4 vikur eða lengur, en eftir þann tíma teljum við þá útsetta (exposed) fyrir hugsanlegum illkynja aukaverkunum MTX. Listi yfir alla R.A. sjúklingana var borinn saman við Krabbameinsskrá Islands til þess að finna þá sjúklinga sem fengið höfðu krabbamein. Öllum sjúklingum með fyrri sögu um illkynja sjúkdóma allt að árinu 1982 er sleppt. Hættan á illkynja sjúkdómum verður metin með því að reikna út nýgengishlutfall (incidence rate) og SMR (standard morbidity rate) fyrir illkynja sjúkdóma og bera þessar tölur saman við samsvarandi tölur í almenna þýðinu og við R.A. sjúklinga sem ekki hafa tekið MTX. Niðurstöður: Heildarfjöldi sjúklinga í rannsókninni er um 770 og er söfnun upplýsinga úr gögnum þeirra ekki enn lokið. Samanburður við krabbameinsskrána leiddi í ljós 55 einstaklinga með 59 krabbamein, en þessar upplýsingar er ekki vænlegt að túlka nánar fyrr en allar upplýsingar um sjúklingana liggja fyrir. Umræður: Mjög laar hliðstæðar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis og ber niðurstöðum þeirra ekki saman. Á Islandi eru aðstæður góðar fyrir rannsókn af þessu tagi, því krabba- meinsskráning er mjög nákvæm og einnig hefur MTX verið notað lengurhérlendis viðR.Aen í flestum öðrum löndum.eðafráárinu 1982. Forkönnun bendir til að krabbamein geti verið tíðari í þessum hópi sjúklinga á Islandi en í almennu þýði. Til stendur að safna upplýsingum á ný eftir nokkur ár til þess að athuga langtímaáhrif MTX-meðferðar. AFDRIF SJÚKLINGA SEM HLJÓTA MJAÐMARBROT Bent Áee Rolandsen'. Brynjólfur Mogensen2. 1LHÍ, 2Bœklunarlækningadeild Bsp. Inngangur: Sjúklingar sem hljóta mjaðmarbrot eru lang- flestir aldraðir og margir orðnir mjög lasburða. Fyrir þessa sjúklinga getur mjaðmarbrotið orðið afdrifarfkt. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna afdrif sjúklinga sem hlutu mjaðmabrot árið 1990 og voru meðhöndlaðir á Bæklunar- lækningadeild Borgarspítalans. Efniviður: Skoðaðar voru sjúkraskýrslur allra sjúklinga sem hlutu mjaðmarbrot árið 1990 og voru meðhöndlaðir á Bæklunarlækningadeild Borgarspítalans. Kannaður var meðalaldur, brotgerð og aðgerðartegund, hvaðan sjúklingarnir komu og hve margir voru lifandi í mars 1994. Niðurstöður: Árið 1990komu65sjúklingarmeðmjaðmarbrot til meðferðar á Bæklunarlækningadeild Borgarspítalans. Meðalaldur sjúklinganna var74.8 ár (32-100). Brot á Iærleggshálsi hlutu31 (25konur,6karlar), lærhnútubrot 31 (20konur, 11 karlar) og brot neðan lærhnútu 3 (2 konur, 1 karl). Lærleggshálsbrotin voru negld með tveimur nöglum að ætti Hansons í 29 tilvikum en tvisvar sinnum var settur í hálfliður. Lær-hnútubrot og brot neðan lærhnútu voru öll negld með renniskrúfu og spöng utan eitt sem varfestmeðAO-spöng. Geraþurftinýjaaðgerðhjá lOsjúklingum meðlærleggshálsbrot. Hjá5 þurfti aðsetjai hálfliðvegnaógróanda eða beindreps í lærleggskolli og hjá 5 voru naglar teknir. Hjá tveimur sjúklingum sem hlutu lærhnútubrot var renniskrúfa og spöng tekin. 39 sjúklingur kom að heiman en 26 af ýmis konar öldrunarstofnunum. Sjúklingar sem komu að heiman voru að meðaltali 69,1 árs (32-90) en sjúklingar sem komu að stofnunum voru að meðaltali 83,4 ára (41-100). Af þeim 39 sjúklingum sem komu að heiman fóru 20 beint heim aftur, 7 fóru á endurhæfingadeild,4fóru áheimasjúkrahús, 3 lögðust inn áaðrar bráðadeildir eftir neglingu á mjöðminni og 5 útskrifidust á öldrunarstofnun. Af þeim 26 sjúklingum sem komu að stofnun fóru 2 á endurhæfingadeild en 24 útskrifaðust aftur á sömu stofnun og þeir komu frá. Meðallegutími sjúklinga á Bæklunar- lækningadeild var 10.5 (1-43) dagur en á endurhæfingadeild 53 (17-126) dagar. I mars 1994 voru 25 af 65 sjúklingum látnir, þar aflétust 16eða25%áfyrstaári. Afþeim20sjúklingumsemkomu að heiman og fóru beint heim aftur voru aðeins einn látinn við eftirlit i mars 1994. Engir sjúklingar sem þurfti að gera á nýja aðgerð á voru látnir við eftirlit í inars 1994. Ályktun: Sjúklingar sem hljóta mjaðmarbrot eru flestir orðnir aldraðir og oft lasburða. Þeir sem koma að heiman eru yngri og betur á sig komnir en þeir sem koma að stofnunum og farnast mun betur. Mjaðmabrotið er oft dropinn sem fyllir mælinn. LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.