Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 7
kalla má markþráð (target strand), telur gjarnan frá 50 til 1500 basapör. Ekki er nauðsynlegt að þekkja til fulls niðurröðun basa á markþræðinum. 1 fyrstu tvöfaldast lengri þráður en sá sem liggur milli upphafskirnanna en eftir annan hring tekur markþráðunum að fjölga mest og þeir verða fljótlega yfirgnæfandi. Fræðilega séð getur magn kirnisins sem liggur milli upphafskirnanna tvöfaldast í hvert sinn sem sveiflan eða hringurinn er endurtekinn. Þannig má milljónfalda magn markþráðarins í tilraunaglasi á nokkrum klukkustundum. Til verður safn kirna sem öll eru eins og gera má athuganir á, sem ókleift væri að gera á einstökum sameindum vegna smæðar þeirra. Rannsóknin sem lýst er hér að ofan virðist einföld. Hún er þó mun erfiðari í framkvæmd en lýsingin gefur til kynna og þær rannsóknaraðferðir sem nú eru að sanna hagnýti sitt eru um margt ólíkar upphaflegu tilraununum. Það var til dæmis mikil framför þegar svokallaður Taq-pólýmerasi fannst. Hann er unninn úr hitakærri bakteríu sem nefnist Thermus aquaticus. Hann er hitaþolinn og þolir það hitastg sem notað er viðkeðjufjölföldunina. Aðurvarnotastviðpólýmerasa sem brotnaði niður við bræðslumark kjarnasýranna og því þurfti að bæta hvata út í lausnina í hverjum hring, 30 til 50 sinnum fyrir hvert ferli. Einnig hefur þekking manna á því við hvaða aðstæður efnahvörfin eru skilvirkust aukist mjög. Upplýsingar um samsetningu litninga rnanna og dýra eykst hratt. Auðvelt er að afla smákima ef þekking er fyrir hendi á tveimur stuttum svæðum á litningnum, sem ekki liggja of langt frá hvoru öðru. Margar rannsóknarstofur ráða nú yfir tækjum (sequencer) sem framleiða sjálfvirkt hvaða smákirni sem vera skal eftir forskrift. Fræðilega séð má finna eina tiltekna erfða- efnissameind með aðferðinni, eins og nál í heystakki og margfalda milljónfalt. Þó næmið sé í raun minna er aðferðin því, eðli málsins samkvæmt, afar viðkvæm fyrir krossmengun. Því er nauðsynlegt að aðskilja einstaka hluta ferlisins og gæta þess að kirni, sem fjölfölduð hafa verið, komi ekki í þann hluta húsnæðisins sem notaður er við undirbúning sýna undir fjölföldun. Ferlið þarf að flæða í eina átt eftir því húsnæði sem notað er og aðferðin krefst því tiltölulega mikils og góðs húsnæðis. PCR og klínísk sýklafræði. í lok síðustu aldar, þegar örverufræðin og sýkla- fræðin urðu til, var lagður grunnur að mestu framförum læknavísindanna til þessa og hinum gífurlegu áhrifum, sem læknisfræði hefur haft á mannlegt samfélag á þessari öld. Fyrst eftir að samhengið ntilli sýkla og smitsj úkdóma kom í ljós, uppgötvuðust orsakir margra alvarlegra og mannskæðra sjúkdóma á tiltölulega stuttum tíma. Með fulltingi annarra vísindagreina, svo sem efna- lífefna- og ónæmisfræði, urðu miklar framfarir í greiningu, forvörnum og meðferð smitsjúkdóma. Þettatímabil byllingakenndraframfara í sýklafræði náði hámarki með tilkomu sýklalyfja um miðja öldina. Eftir tilkomu þeirra dró nokkuð úr fjölgun nýrra uppgötvana í sýklafræði, einkum bakteríufræði. Réði þar mestu um óhófleg bjartsýni á mátt sýklalyfjanna og það að frekari framfarir biðu nýrra uppgötvana í öðrum vísindagreinum. Þegar leið á öldina uppgötvuðust þó nokkur, áður óþekkt, orsakatengsl milli sjúkdóma og baktería. Sem dæmi frá síðustu áratugum má nefna orsakir niðurgangs svo sem Yersinia enterocolitica, Clostridium difficile og Campylobacterjejuni, orsakir kynsjúkdóma svo sem Chlamydia trachomatis, orsök Hermannaveiki og orsakatengslin milli Helicobacter pylori og maga- og skeifugarnarsára. Þrátt fyrir rniklar framfarir í sýklafræði á öldinni er grunnaðferðin sem notuð er til bakteríugreininga enn sú sama og notuð var fyrir síðustu aldamót. Hún byggist á því að einangra bakteríufrumu og færa henni ríkulegt æti og nýta sér þann eiginleika hennar að hún fjölgar sér með skiptingu. Við hverja skiptingu verða til tvær frumur sem fræðilega eru alveg eins. Þar sem kynslóðatími (generation time) algengra baktería er oft um 20 mínútur má ntilljónfalda bakteríufrumurnar á nokkrum klukkustundum með því að sjá til þess að æti sé nægilegt. Síðan má gera margskonar athuganir á bakteríusafninu sem ókleift væri að gera á einstökum frumum vegna smæðar þeirra. Óneitanlega minnir þessi lýsing á pólýmerasa fjölföldunina sem áður var lýst. I stað frumna er nú mögulegt að finna og fjölfalda tiltölulega litla búta af litningi bakteríanna. Það sem til þarf er vitneskja um basasamsetningu tveggja búta af DNA-þræðinunt sem liggja nær hvor öðrum en sem svarar 1500 til 2000 basapörum en skarast ekki. Ef sú vitneskja er LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.