Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 61
Átfrumur í slímhúðarþekju (Dendritic cell) taka við
ofnæmisvakanum (t.d. kattahár), brjóta hann niður,
melta og framreiða fyrir T- frumurnar. Átfrumurnar
losasfðanIL-1 semafturhveturThjálparfrumurtiI að
fjölga sér og sérhæfa sig í TH1 eða TH2 frumur. Þær
framleiða mismunandi cytókín og virðast gegna sitt
hvoru hlutverkinu. THl frumur framleiða IL-2 og
IFN-gamma og gegna hlutverki í síðbúnu ofnæmis-
svari (delayed type hypersensitivity -Gel & Coombs
typelV). TH2 frumur framleiða aftur á móti IL-4 og
IL-5 og gegna lykilhlutverki í ofnæmissvöruninni.
Báðar tegundinnar framleiða IL-3 og GM-CSF.
Mastfrumur framleiða svipuð cytókín og TH2
frumurnar, þ.e. IL-3, IL-4, IL-5 og GM-CSF, en þau
gegna öll stóru hlutverki í ofnæmissvöruninni: IL-3
ræsir mast frumur, IL-4 virkjar plasma frumur og
veldur skiptingu (isotype switch) úr IgG í IgE
(ofnæmismótefnið) og IL-3, GM-CSF og IL-5 kalla
á og ræsa eosinofíla. Með þessum flóknu
frumuefnaboðskiptum fáT- frumur, mastfrumur ofl.
frumur boð um að viðhalda bólgubreytingunum í
berkjuvegg. Þetta gera þær með losun efna eins og
IL-5, en það kallar á eosinofila, lengir líftíma þeirra
og virkjar þá. Við það losa eosínofílar skaðleg efni
(basic protein mediators) sem auka enn á bólguna,
valda skemmdum á yfirborðsþekju öndunarvegs, auka
auðreitni o.s. frv. Þannig viðhelst áðurnefndur
vítahringur. IastmaeruTHl frumureinnigræstar, en
það sést á aukningu á IL-2 viðtækjum, HLA-DR og
CD29 á yfirborði þeirra. Jákvæð fylgni er milli fjölda
IL-2 viðtækja á þessum frumum og aukinni auðreitni
í öndunarvegi.
Breytingar í öndunarvegi sem sjást við síðbúið
ofnæmissvar eru ekki einungis mikilvægar vegna
þeirra einkenna sem sjúklingurinn finnur fyrir, heldur
vegna þess að vefjabreytingar í þessum fasa eru
nákvæmlega eins og sést í krónískum astma. Þessar
breytingar hafa verið notaðar sem módel við
rannsóknir á meðferð og meinmyndun sjúkdómsins.
Vitað er að berkjuvíkkandi lyf eins og 82-agonistar
(t.d. salbutamol, terbutalin) verka vel á bráðu
svörunina, en hafa sáralítil áhrif á síðbúna svörun í
öndunarvegi. Bólgueyðandi lyf á borð við barkstera
(prednisone) og innúðasterar (t.d. beclometasone,
budesonide og fluticasone) og natríum kromoglykat
(lómúdal) hafa lítil eða engin áhrif á bráðu svörunina,
engóð áhrif áþásíðbúnu, sem lýsirsérsemberkjuteppa
og er mæld sem fall á FEV1 á blástursprófi.
Hlutverk taugakerfis og taugaboðefna
í bólgusvarinu (Mynd 5)
Lengi hefur verið talið að bæði sympatíska og
parasympatíska taugakerfið gegndu mikilvægu
hlutverkiíöndunarvegi.Sympatískataugakerfiðlosar
boðefni á borð við noradrenalín sem slakar á
vöðvatónus með virkjun alfa og beta viðtækja. I
lungunum er mun meira af beta en alfa viðtækjum. I
astma virðast 62 viðtæki mikilvægari en 61 viðtæki.
Örvun 62 viðtækja slakar á sléttum vöðvum í berkjum.
Einnig hindrar hún boðefnalosun mastfrumna eftir
áreiti ofnæmisvaka, minnkar kólínerg taugaboð og
losar surfaktant í lungnablöðrum. Parasympatíska
kerfið herðir á vöðva tónus með örvun á vagal/
kólínerg (acetylkólín) og múskarin viðtækjum. Þannig
var talið að neurologísk stjórnun á öndunarvegi fæli
í sér jafnvægi milli kólínerga og adrenerga
taugakerfisins.
Rannsóknir hafa Ieitt í ljós að taugastjórnun
öndunarvegar er mun fióknari en þetta. Tauganetið í
öndunarvegi líkisteinnahelsttauganetimeltingarvegs
þar þar svipuð taugaboðefni valda bólgubreytingum
í þessum líffærum. Öndunarvegur og meltingarvegur
eru runnin af sama fósturfræðilega líffæri (foregut).
Þessi tauganet eru hvorki adrenerg né kólínerg
(HANK) og kallast NANC (nonadrenergic,
noncholinergic system).
Annað fyrrnefndra H ANK-kerfa nefni st non-adren-
ergic inhibitory system og virðist hlutverk þess vera
að víkka út berkjur í öndunarvegi. Dæmi um boðefni
frá þessum taugaendum eru VIP, PHM og NO
(vasoactive intestinal peptide, peptide histidine
methione og nitric oxide).
Talsvert VIP taugboðefnum er í taugaendum í
öndunarvegi. I nýlegri rannsókn voru skoðaðar
lungnasneiðar sjúklinga sem dáið höfðu úr "status
asthmaticus" og voru sýnin borin saman við sneiðar
einstaklinga sem dóu af völdum annarra sjúkdóma.
Ekkert VIP fannst í taugaendum þeirra sjúklinga sem
dóu úr astma, en immunoreaktíft VIP fannst í
taugaendum 92% einstaklinga í samanburðarhóp.
Þetta berkjuvíkkandi taugaboðefni virðist því vanta
hjá astmasjúklingum.
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
55