Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 115
LÍFSHORFUR OG TÖF Á GREININGU
KRABBAMEINA í HÆGRI HLUTA RISTILS
Á LANDSPÍTALA 1980-1992.
Sieríður Másdóttir'.
Tómas Guðbjartsson2, Tómas Jónsson2,
Jónas Magnússon'-2.
'LHI, 2Handlœknisdeild Lsp.
Inngangur: Ristilkrabbamein er meðal algengustu
krabbameina. Nýgengi þess hefur farið vaxandi, aðallega hægri
ristilkrabbameins.Æxli í hægri hluta ristils gefa óljós einkenni og
seint. Veldurþaðofttöfágreiningu. Áhrifþessarartafaráhorfur
sjúklinganna eru umdeild. Ti lgangur rannsóknarinnar var að kanna
einkenni sjúklinga með hægri ristilkrabbamein, tafir á greiningu,
stigun og lífshorfur.
Efniviðurogaðferðir: ÁLandspítalagreindustátímabilinu 1.
jan. 1980-31.des. 1992 106sjúklingarmeðhægriristilkrabbamein
(æxli til og með miltisbugðu ristils). Upplýsingar fengust úr
krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands og sjúkraskrám.
Karlar voru 55 og konur 51, meðalaldur 71 ár (bil 19-96 ár). 98
sjúklingar fóru í ristilbrottnám og var skurðdauði (<30 dagar)
5,1%. Skráð voru einkenni, tímalengd einkenna og blóðrauði við
komu. Sjúklingarnir voru stigaðir samkvæmt stigunarkerfi Dukes
og lífshorfur reiknaðar með líftöflum Kaplan-Meier.
Niðurstöður: Af 106sjúklingumgreindust I04vegnaeinkenna
þar sem blóðleysi (59%), kviðverkir (58%), tregar/lausar hægðir
(37%) og blóð í hægðum (28%) voru algengust. 37% sjúklinga
höfðu haft einkenni lengur en 3 mánuði fyrir greiningu en 7%
greindust innan viku. Meðalgildi blóðrauða við greiningu var 111
g/L(Sfv: 23,8). Tólf sjúklingar voruástigi A,36áBog31ástigi
C. Útbreiddan sjúkdóm (stig “D”) höfðu 27 sjúklingar og voru
meinvörp í lifur og lungum algengust. Fimm ára lífshorfur
sjúklinganna voru 39%, 60% á stigi A, 61 % á stigi B og 40% á stigi
C. Enginn sjúklingur með fjarmeinvörp lifði eitt ár frá greiningu.
Stigun og fimm ára lífshorfur sjúklinga með blóðrauða <110 g/L
og >110 g/L við greiningu voru sambærilegar (41%). Ekki var
heldur marktækur munur á fimm ára lífshorfum sjúklinga með
einkenni lengur en (32%) eða skemur en 3 mánuði (39%) fyrir
greiningu og stigun hópanna var sambærileg.
Umræða: Einkenni og stigun hægri ristilkrabbameins er
sambærileg við nágrannalönd nema hvað sjúklingar á stigi A eru
héróvenjufáir. Lífshorfureru svipaðarog erlendis fyriröll Dukes-
stig en á stigi A eru þær lakari. Tímalengd einkenna fyrir greiningu
er sambærileg við erlendar rannsóknir og ljóst er að oft verður
veruleg töf á greiningu. Aukinni töf á greiningu virðist þó ekki
fylgja hærri stigun eða verri lífshorfur.
NOTAGILDI FRUMURANNSÓKNAR MEÐ
BURSTATÆKNI VIÐ BERKJUSPEGLUN.
ATHUGUN Á 203 RANNSÓKNUM.
Sipurður Maenason'.
Steinn Jónsson2 og Sigurður Björnsson2.
'LHI, 2Lyflækningadeild Lkt og Bsp, 3Lyflœkningadeild Lkt.
Inngangur: Berkjuspeglun er mikilvæg aðferð við greiningu
margvíslegra lungnasjúkdóma. Við grun um illkynja sjúkdóma
eru venjulega tekin sýni til frumurannsóknar og/eða vefja-
rannsóknar. í þessari rannsókn var sjónum beint að greiningu
lungnakrabbameins og annarra illkynja sjúkdóma í lungum og
einkum skoðað gildi frumurannsóknar með burstatækni.
Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru gögn i 87 sjúklinga, 98
karia og 89 kvenna, sem höfðu verið berkjuspeglaðir á
Landakotsspítala á árunum 1986-93. I öllum þessum speglunum
var tekið sýni til frumurannsóknar.
Niðurstöður: Frumusýni og vefjasýni. Tekin voru frumusýni
við205 berkjuspeglanir, hjá 187 sjúklingum, þar af reyndust 99%
hæf til greiningar. Frumurannsókn var jákvæð eða grunsamleg
um illkynja vöxt hjá 19 sjúklingum af 66 með illkynja æxli.
Vefjasýni var einnig tekið hjá 107 sjúklingum; 61 sýni
endobronchialt, 54 transbronchialt og í 4 tilfellum hvorttveggja.
97.5% sýnanna reyndust hæf til greiningar. Vefjasýni var jákvætt
eðagrunsamlegtumillkynjavöxthjá42sjúklingum. Lokagreining.
Sextíu og sex sjúklingar greindust með illkynja sjúkdóm f lungum,
þar af 60 með prímer lungnakrabbamein: 27 kirtilmyndandi
krabbamein (adeno-carcinoma), 12 flöguþekjukrabbamein, 10
smáfrumukrabbamein, óillaþroskuðæxli, 1 stórfrumukrabbamein
og 1 carcinoid æxli. Þá greindust þrír með önnur prímer illkynja
æxli í lungum, og 3 með meinvörp. Frumurannsókn og
vefjarannsókn greindu báðar illkynja vöxt hjá 16 sjúklingum. Þar
af gáfu þær sömu vefjagreiningu hjá 9. Hjá 63 sjúklingum gáfu
frumu- og vefjarannsóknin báðar neikvætt s var, en þar af greindust
13 síðar með illkynja sjúkdóm í lungum; 10 við aðgerð , 1 með
opinni bíopsíu, 1 með mediastinoscopiu og 1 með fínnálarástungu.
Samanburðurfrumu- ogvefjarannsóknar. Hjá 107 sjúklingum
var báðum rannsóknaraðferðunum beitt, en í þeim hópi greindust
55 með illkynja æxli í lungum, þar af 49 með prímer
lungnakrabbamein. Af öllum illkynja æxlum í lungum í þessum
hópi var frumusýnið jákvætt hjá 35% og vefjasýnið hjá 71%.
Sameiginlegt næmi frumu- og vefjarannsóknar var 80%., þ.e. þau
tilvik þar sem a.m.k. annað sýnið varjákvætt. Þrír sjúklingar sem
höfðu neikvætt vefjasýni greindust með lungnakrabbamein fyrir
tilstilli frumusýnis, en 27 sjúklingar með neikvætt frumusýni
höfðu jákvætt vefjasýni.
Umræður: Vefjarannsókn var hér mun næmari rannsóknar-
aðferð en frumurannsókn, en aðferðirnar bættu hver aðra upp. Sé
miðað við aðrar rannsóknir, var næmi frumurannsóknar hjá okkur
ílægri kantinum, en næmi vefjasýnis ámótaog gerist annarsstaðar.
Greiningarárangur af frumurannsókn ákvarðast af töku sýnis,
meðferð þess og loks rannsókn frumumeinafræðings; en ekki er
unnt að greina á milli þessara þátta í rannsókninni. Rannsóknir á
næmi aðferðarinnar hafa einkum beinst að sýnatökunni. Sýnt
hefur verið fram á að bæta má greiningarárangurinn með töku
fleiri gerða af sýnum til frumurannsóknar í ákveðnum tilvikum,
t.a.m. þegar vafi léki á gæðum vefjasýnis. Ein rannsókn sýndi
fram á 5% aukið næmi frumurannsóknar, við að taka sýni með
kateter-aspírati samtímis burstasýni.
Kirtilmyndandi æxli voru langstærsti vefjaflokkur lungna-
krabbameina sem greindust, eða 45%, en flöguþekjukrabbamein
voru 20%, sem kemur heim við þá þróun að kirtilmyndandi æxli
eru orðin algengust lungnakrabbameina hér á landi.
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
105