Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1994, Qupperneq 57

Læknaneminn - 01.10.1994, Qupperneq 57
Mynd 3. Greinarhöfundur og viðfangsefnið. fyrstu 20 rottur. Ég viðurkenni fúslega að ég var svolítið smeyk við þær í fyrstu, en smám saman vandist ég þeim. Þær voru hreint ekki svo slæmar. Einnig fékk ég nánari lýsingar á verkefni mínu. Mér hafði ekki misheyrst. Verkefnið fjallaði um groom- ing sem þýðir "að þrífa sig". Mér var falið það verkefni að finna þann viðtaka sem framkallar þvottaathöfnhjárottumfyrirtilstillialfa-MSH. Næstu 3 mánuðina vann ég með u.þ.b. 200 rottur. Ég lék við þær, lét þær synda, lagði rör inn í heilahólf þeirra og horfði á þær þvo sér. Sérhver tilraun fólst í því að ég gaf þeim blöndu af peptíðum intra ventriculert og horfði síðan á þær í heila klukkustund. A fimmtán sekúndna fresti skráði ég hvort að þær voru að þvo sér eða ekki. Enn þann dag í dag sé ég þær þvo sér þegar ég loka augunum. Þetta var mjög áhugaverð og lærdómsríkrannsókn, en svolítið leiðigjöm til lengdar. Þetta gekk allt mjög vel og okkur tókst að finna þennan viðtaka með hjálp antagonista og frumurannsókna. Leiðbeinandi minn, Jan Brakkee, er með elskulegri mönnum sem ég hef kynnst. Hann kenndi mér alll sem sneri að verkefninu og var alltaf til taks ef ég þurfti á honum að halda. Hann var gleðimaður mikill og það var ekki ósjaldan að við fengum okkur bjór að vinnudegi loknum. Samstarfsfólk mitt var einnig til fyrirmyndar. Þau gerðu alit til þess að koma í veg fyrir að mér leiddist. Reyndar kom upp smá vandamál þegarviðkynntumst. Það varnafniðmitt. HvorkiJan Brakkee né neinn hinna gátu borið það fram. Ég sagði þeim að ég væri kölluð Gugga af vinum og vandamönnum. Ég hefði betur sleppt því. Jan greip nafnið strax og dreif sig í að skrifa það niður, COEKA. Það var svo sem alll í lagi að skrifa það öðruvísi, en framburðurinn var verri. Égvarkölluð "Kúka". Ég reyndi að leiðrétta þetta, en það gekk ekki. Kúka var það. Mér til heiðurs var staðurinn sem ég vann mest á endurnefndur og hlaut nafnið "the Coeka corner". Ég vona bara að enginn íslendingur slysist þarna inn. Almennt varég mjög ánægðíHollandi. Ég heillaðist af land og þjóð á fáeinum dögum. Ég hafði aldrei tíma til þess að láta mér leiðast. Fyrir skemmtanafíkla eins og mig var þetta algjör paradís. Á hverju kvöldi var eitthvað um að vera. Krárnar voru allar opnar til klukkan 3 á nóttunni, alla daga vikunnar. Nokkrir skemmtistaðir voru fullir af fólki allt fram til klukkan 6 á morgnana á hverjum degi. Stúdentarnir kunnu vel að meta þessa þjónustu og nýttu sér hana til fulls. Fyrir mig var þetta nokkuð erfitt, þar sem ég þurfti að mæta upp á rannsóknarstofu klukkan hálf níu alla daga. En ég lét það nú ekki aftra mér. Stundum var ég nokkuð þreytt, en þetta tókst allt saman. Ég velti því oft fyrir mér hvernig sumir höfðu orku til þess að læra. Margirvirtust veraífullri vinnu við að skemmta sér og voru rétt að skríða á fætur u.þ.b. sem ég Iauk vinnudegi mínum. Margir skiptinemar voru í Utrecht og flestir voru á vegum Erasmus. Þarna voru aðeins fáeinir læknanemar og félag skiptinema í læknisfræði (UMEF), var ekki eins virkt og ég bjóst við. Dagskráin var lítilfjörleg og lítið bar á meðlimum þess. Við bittumst einu sinni í viku og fengum okkur kvöldmat saman, þar með er dagskráin upptalin. Fyrir mig var þetta ekkert stórmál þar sem ég var alltaf að kynnast nýju fólki og hafði alltaf meira en nóg að gera. Ég skemmti mér hreint út sagt konunglega. Þegar svo bar við að ég hafði ekkert að gera, þá stökk ég bara upp í næstu lest og heimsótti aðra staði og jafnvel nærliggjandi lönd. Mánuðurinir þrír sem ég dvaldi þarna voru bæði lærdómsríkir og skemmtilegir. Ég mæli eindregið með Hollandi, og þá sérstaklega Utrecht, fyrir þá sem hafa áhuga á að gera rannsóknarverkefni sitt erlendis. Þetta er einstakt tækifæri sem að ekki má láta renna úr greipum sér. LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.