Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 9
Vökvameðferð í útbláæðar
Tafla 2.
N æringarlausnir
Lausn Osmól pH Na K C1 Ca Mg P acetat aminos kcal glúc magn
Vamin glucosa 1350 5.2 50 20 50 2.5 1.5 70.2 200 100 1000
Vamin 14 með el 1145 5.6 100 50 100 5 8 - - 85 - - 1000
Vamin 18 1130 5.6 - - - - - - - 114 - - 1000
Vaminolact 510 5.2 - - - - - - - 65.3 240 1000
Kabimix basal 890 5.6 100 50 100 5 4 17 30 70.2 2050 200 2540
Kabimix 1800 770 5.6 80 60 80 5 5 28 - 57 1800 150 2580
Kabimix 2500 1330 5.6 80 60 80 5 5 28 - 85 2500 300 2580
Vitrimix 1130 5.2 38 15 38 1.9 1.1 - - 53 1000 75 1000
sjúklinga en sykurvatnslausnirnar 10% og 30%
ásamt næringarblöndunum sem sýndar eru í Töflu
2 eru ætlaðar til næringar.
Natríumklóríð 0,9% (saltvatn) er aðallega notað
til íblöndunar lyfja en sú vatnslausn er ekki heppi-
leg til vökvunar nema í sérstökum tilfellum vegna
þess að hún inniheldur meira salt, einkum klóríð,
en er í utanfrumu (extracellular) völcva. Flestar
lausnir sem notaðar eru til vökvunar eru einhvers
konar saltvatnslausnir. Saltinnihald þeirra er í svip-
uðu hlutfalli og er í utanfrumuvökva en þó minna
(t.d. Ringer-Asetat). I sumum vökvunarlausnum er
ennþá minna af söltum en í Ringer-Asetati en í stað
þess lítilsháttar sykur (t.d. Natríumglúkósa 2,5%).
Allar eiga þær það sameiginlegt að vera ísóosmólar.
I Töflu 2 eru sýndar lausnir sem notaðar eru til
næringar eða í næringarblöndur. Þær eru flestar yfir
1000 mOsm/1 en þó eru næringarblöndurnar
Kabimix basal og Kabimix 1800 þannig að hægt er
að gefa þær í útbláæð.
Tafla 2 sýnir einnig hve mikið er af amínósýrum,
sykri og hitaeiningum í næringarlausnunum auk
helstu salta.
Næringarlausnir má eklci gefa hratt í æð. Þær eru
gefnar með jöfnum hraða, oftast á 18-24 klst.
Við meðferð með innrennslislausnum skal því
alltaf gera greinarmun á því hvort verið er að völcva
sjúklinginn eða næra hann.
GERÐ 0G VAL BLÁÆÐALEGGJA
Æðaleggir, sem venjulega eru þræddir í útbláæð-
ar, eru hannaðir með stálnál innan í teflonlegg. Sú
tegund er leggur yfir nál. I daglegu tali eru þetta
einfaldlega kallaðar „nálar“ hvorn hluta æðaleggjar-
ins sem átt er við.
Þessir leggir (nálar) eru einnig til af lengri gerð
sem hægt er að þræða í miðlæga bláæð. Yfirleitt er
þó notuð svolcölluð Seldinger aðferð þegar leggir
eru þræddir í miðbláæð. Þá er fyrst stungið í æðina.
Síðan er mjúlcur stálvír, leiðari, þræddur um nálina.
Nálin er nú dregin út en leiðarinn skilinn eftir. Því
næst er leggurinn þræddur yfir leiðarann inn í æð-
ina. Eftir það er stálvírinn tekinn. Verður þá legg-
urinn eftir í æðinni.
Algengasta tegund útbláæðaleggja á Islandi er
svokölluð Venflon® nál.
Til eru 7 gerðir af þessari nál, mismunandi gróf-
ar og mismunandi langar (Mynd 1).
Áttunda og minnsta gerðin af þessum nálum ber
nafnið Neoflon® og er frábrugðin Venflon® nálun-
um að því leyti að hún hefur eklci sérstakan
sprautuinngang að ofan (sjá Mynd 1). Nálarnar eru
aðgreindar með litum og eru frá 0,6 mm (Neof-
lon®) upp í 2 mm í ytra þvermál, eða 24 G upp í
14 G.
G er skammstöfun fyrir Gauge, sem er annar al-
gengur mælilcvarði á grófleika nála. Vegna lita-
merkinga nálanna eru þær í daglegu tali kallaðar
eftir lit sínum t.d. ljósgul (Neoflon®), blá, bleik,
græn, hvít (áður gul), grá og brún (Venflon®).
Neoflon® er minnst og eins og nafnið bendir til er
hún mest notuð fyrir smábörn. Hún er 0,6 mm í
þvermál (24G) og 19 mm löng. Þessa nál er að
LÆKNANEMINN
7
1. tbl. 1996, 49. árg.