Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 17
Ónæmisbæling í krabbameini
viðtaka eru viðtakar ýmissa cýtókína (t.d. IL-2 og
IL-4). Það er athyglisvert að T frumur einangrað-
ar úr æxlum hafa oft eldd þessa viðtaka og fram-
leiða lítið af cýtókínum. Möguleiki á hjálparboði
er því lítill eftir þessari leið. Ýmsir aðrir viðtakar
geta einnig starfað sem hjálparviðtakar in vitro en
lítið er vitað um mikilvægi þeirra in vivo.
Það er ljóst að aðferðir til að örva ónæmissvar T-
frumna gegn krabbameinsæxlum gætu verið hjálp-
legar í meðferð krabbameinssjúklinga. Verið er að
rannsaka ýmsar aðferðir til að ná því marki og hafa
sumar verið reyndar á dýrum og mönnum. Verður
aðeins drepið á nokkrar þeirra og er vísað til nánari
umfjöllunar í tilvitnunum (4-6). Skulu fyrstar
nefndar tilraunir þar sem eitilfrumur hafa verið
einangraðar úr ýmsum tegundum æxlisvefja, rækt-
aðar utan líkamans með hjálp cýtókína og síðan
skilað aftur inn í sjúklinginn. Þessar tilraunir gáfu
rnisjafna raun, einstaka sjúklingur féldc talsverðan
eða fullan bata en flestir svöruðu ekki meðferðinni.
I öðrum tilfellum hafa æxlisfrumur verið einangr-
aðar úr sjúklingum, gen sem skrá íyrir ýmis cýtókín
sett inn í þær og frumurnar aftur settar inn í sjúkl-
inginn. Þessar tilraunir eru enn á byrjunarstigi og
ekki unnt að dæma hver árangur þeirra getur orð-
ið. Að lokum skulu taldar tilraunir sem gerðar
voru í músum á vexti æxla sem B7 genið var flutt
inn í. Athyglisvert er að æxlisfrumum, sem
óbreyttar gátu vaxið óhindrað í músastofnum, var
hafnað þegar B7 genið hafði verið flutt inn í þær.
Þessar rannsóknir sýna mikilvægi þess að T frumur
fái viðeigandi hjálparboð ef þær eiga að verða virk-
ar gegn illkynja æxlisfrumum. Líklegt er að þessi
aðferð sé sértækari en framleiðsla cýtókína í æxlum
þar sem B7 hefur einungis áhrif á þær T frumur
sem komast í beina snertingu við æxlisfrumuna, en
ekki aðrar frumur líkamans.
Vitneskja um hvernig ónæmiskerfið svarar ill-
kynja æxlisvexti gæti leitt til bættrar meðferðar
krabbameinssjúklinga. Ef unnt væri að virkja
frumur ónæmiskerfisins til að ráðast gegn æxlinu
rnætti ætla að betri árangur næðist við hefðbundna
krabbameinsmeðferð þar sem ónæmiskerfmu yrði
ætlað að eyða þeim illkynja frumum sem enn lifðu
eftir skurð-, geisla- og/eða lyfjameðferð. Víst er að
mikilla framfara má vænta á þessu sviði á næstu
árum.
HELSTU HEIMILDIR:
1. North, R.J. & Bursuker, I. 1984. J. Exp. Med. 159,
1295-1311
2. Zier, K., Gansbacher, B, & Salvadori, S. 1996. Immunol.
Today 17, 39-45
3. O’Sullivan, C., & Lewis, C.E. 1994. J. Pathol. 172, 229-
23
4. Cai, Q., Rubin, J.T., & Lotze, M.T. 1995. Cancer Gene
Ther. 2, 125-136
5. Pardoll, D.M. 1995. Ann. Rev. Immunol. 13, 339-415
6. Baskar, S., Ostrand-Rosenber, S., Nabavi, N., Nadler,
L.M., Freeman, G.J. & Glimcher, L.H. 1993. Proc. Natl.
Acad. Sci. USA 90, 5687-5690
LÆKNANEMINN
15
1. tbl. 1996, 49. árg.