Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 43
Utanbastsígerð (epidural abscess) af völdum Streptococcus milleri
sjá klár merki beinsýkingar. Hafin var meðferð með
penisillíni (12g í æð daglega) og gentamícini til
samverkunar (synergy). Blóðrannsóknir voru
óbreyttar (sökk og C-reactive protein) en talið var
að verkir orsökuðust af því að sjúklingur hafi reynt
of snemma á bakið.
Aður fyrr var mænumynd með skuggaefni
(mýelógrafía) talin kjörrannsókn við greiningu
SEA. Tilkoma fullkomnari röntgentækja, tölvu-
sneiðmynda og segulómunar hefur valdið gjörbylt-
ingu við greiningu sjúkdómsins. Þegar verið er að
meta sjúkling sem SEA er á lista yfir mismuna-
greiningar ætti að gera segulómun af hrygg eða
tölvusneiðmynda viðkomandi svæði þegar því
verður við komið (5). Mestu skiptir að læknar hafi
þennan sjúkdóm ætíð sem mismunagreiningu í
þannig tilfellum. Það er í raun ekki erfitt að greina
sjúkdóminn en þrautin þyngri að muna eftir hon-
um.
Það vakti athygli þeirra sem komu að þessu sjúk-
dómstilfelli hversu lítil staðbundin einkenni voru
þrátt fyrir mikla staðbundna ígerð. Þetta skýrðist
að öllum líkum af rofinu á dura mater sem kom
fram í aðgerðinni en slíkt er sjaldgæf en vel þekkt
aukaverkun aðgerðarinnar sem sjúklingurinn
gekkst undir. Þrýstingur sem vanalega byggist upp
í ígerðum, og er orsakavaldur þeirra einkenna og
skemmda sem vart verður í SEA, náði sér ekki á
strik vegna þess að honum hefur létt inn í mænu-
göngin að mestu. Tilfellið undirstrikar hins vegar
nauðsyn þess að kanna til hlítar alla mögulega sýk-
ingarstaði, einkum og sér í lagi skurðsár hjá sjúk-
lingum með hita eftir skurðaðgerðir.
HEIMILDIR
1. Ann S. Baker, Robert G. Ojemann, Morton N. Swartz, Ed-
ward P. Richardson, Jr.: Spinal epidural abscess. New Eng-
land Journal ofMedicine 1975;293:463-468.
2. Robert Danner, Barry Hartmann. Update of spinal epi-
dural abscess: 35 cases and review of the literature. Reviews
of Infectious Diseases 1987;9:265-274.
3. Michael Gelfand, Bijan Bakhtian, Bryan Simmons. Spinal
sepsis due to Streptococcus millerí; Two cases and review. Revi-
ews of Infectious Diseases 1991;13:559-563.
4. Charles Stratton. Streptococcus intermedius group. I Mandell,
Douglas & Bennett (eds.) Principles and Practice of Infecti-
ous Diseases 4. útgáfa. 1994 (bls 1861-1865).
5. John Greenlee. Epidural abscess. I Mandell, Douglas &
Bennett (eds.) Principles and Practice of Infectious Diseases
4. útgáfa. 1994 (bls. 903-907).
6. David Pegues, Daniel Carr, Cyrus Hopkins. Infectious com-
plications associated with temporary epidural catheters. Clin-
ical Infectious Diseases 1994;19:970-972.
7. Heusner, A. Price.; Nontuberculous spinal epidural infect-
ions. The New England Medical Journal of Medicine
1948;239:845-853.
LÆKNANEMINN
37
1. tbl. 1996, 49. árg.