Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 92

Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 92
Áhrif reykinga á frjósemi, meðgöngu og fóstur brigðisstarfsfólk getur nýtt sér til að stuðla að minni reykingum þungaðra kvenna. FRJÓSEMI OG HORMÓNABREYTINGAR Ahrif á fijésemi oggetnað Fjöldi rannsókna hefur sýnt að reykingar draga úr frjósemi (1). Frjósemi karla og kvenna er háð aldri, ýmsum sjúkdómum og eðlilegri starfsemi kynkirtla. Þegar tekið hefur verið tillit til slílcra at- riða er tíðni ófrjósemi, utanlegsþykkta og fósturláta engu að síður marktækt hærri hjá konum sem reykja (1). Ein stærsta athugun sem gerð hefur verið á sam- bandi frjósemi og reykinga var gerð í tengslum við faraldsfræðilega rannsókn á áhrifum reykinga á kynhormónajafnvægi rúmlega 50000 bandarískra kvenna (4). I þessum hópi var ófrjósemi 35% al- gengari hjá konum sem reyktu og hélst í hendur við hversu mikið var reykt. Sams konar niðurstöður fengust í athugun á 17032 breskum konum þar sem sýnt var fram á magnáhrif reykinga á þann tíma sem það tók konur að verða þungaðar. Allt að helmingsmunur var á þeim sem reyktu ekki og þeim sem reyktu >20 sígarettur á dag. Konur sem hættu að reykja voru jafn frjósamar og hinar sem aldrei höfðu reykt (5). I annarri athugun voru 4924 danskar þungaðar konur beðnar um upplýsingar um reykingar og þann tíma sem það hafði tekið þær að verða þungaðar (6). Það tók konur sem reyktu 27% lengri tíma að meðaltali að verða þungaðar en hinar. Utanlegsþykktir, fósturlát og fóstureyðingar voru áhættuþættir í athugun á 84 ófrjóum konum, sem bornar voru saman við 168 konur sem höfðu fætt, en reykingar stóðu upp úr með þrefalda hlutfallslega áhættu (RR = relative risk 3,0; CI 95% 1,3 - 6,8 (öryggisbil fyrir 95% athugana)) (7). Rannsóknir á reykingum og frjósemi karla eru færri og niðurstöður óvissar (1,8). Meðal 2198 þungaðra kvenna varð ekki aðgreint hvort lengri tími fram að getnaði hjá þeim sem reyktu var vegna áhrifa óbeinna reykinga á móður eða vegna minni frjósemi barnsföðurins (9). Getuleysi er algeng af- leiðing æðakölkunar sem eykst við reykingar en er einnig háð magni testósteróns sem lækkar í blóði karla sem reykja (1). Hormónabúskapur Reykingar hafa áhrif á hormónajafnvægi karla og kvenna (1). Hjá konum lækkar LH í sermi en vasó- pressín, prólaktín, katekólamín, andrógen og kortísól hækka. Auk þess eykst 2-hýdroxýltenging í lifrinni sem veldur lækkun á estrógeni og hækleun á andróstendíóni í sermi (Tafla 1). Afleiðingarnar geta verið óreglulegar blæðingar, tíðateppa og hárofvöxtur. Við 30-40 ára aldur voru 15% kvenna sem reyktu >20 sígarettur á dag með einkenni um hárofvöxt, miðað við 10% meðal þeirra sem ekki reyktu (4). Einnig koma tíðahvörf að jafnaði fyrr hjá konum sem reykja vegna truflana á hormóna- búskap (1,4). Truflanir á hormónaframleiðslu vegna reykinga valda einnig hraðari beingisnun og aukningu hjarta- og æðasjúkdóma. Tíðni þessara sjúkdóma eykst eftir tíðahvörf þegar verndandi áhrif estrógena dvína. Þegar reykingar bætast við lækka estrógenin fyrr og meira. Reykingar virðast trufla starfsemi skjaldkirtils. Þíócýaníð hamlar upptöku joðs í skjaldkirtlinum Tafla 1. Konur Karlar LH i FSH Estrógen i Andrógen Testósterón i Prólaktín i Vasópressín i i Katekólamín 4 Kortísól LÆKNANEMINN 82 1. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.