Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 95
Áhrif reykinga á frjósemi, meðgöngu og fóstur
þrýsting og meðgöngueitrun en konur sem ekki
reykja (36) en ástæða þess er ekki þekkt. Skaðleg
áhrif reykinga á fóstrið sjálft, ásamt hærri tíðni
blæðinga fyrir fæðingu, vega hins vegar mun
þyngra en aðeins minni líkur á meðgönguháþrýst-
ingi (37).
Ahrifvið lok meðgöngu og burðarmálsdauði
Börn sem verða fyrir reykmengun í móðurkviði
eru verr undir fæðinguna búin þar sem þau eru
næmari fyrir súrefnisskorti og hafa takmarkaðri
næringarforða. Þau lenda fremur í fósturstreitu
(37), fá oftar lægri Apgareinkun og merki um
blóðsýringu (acidosis) (38). Ef móðir hættir að
reykja 48 tímum fyrir fæðingu hefur verið sýnt að
8% aukning verður á súrefnisframboði til fósturs
(39).
Fyrirburafæðing er tvöfalt algengari hjá reykinga-
konum (1,37, 40), m.a. vegna hærri tíðni fylgjuloss
(OR 1.4 - 1.7) (41,42,43), fyrirsætrar fylgju ( OR
1.3 - 2.3) (44,45), tvöfalt hærri tíðni blæðinga á
meðgöngu (37), ótímabærs belgjarofs (OR 2.1)
(46) og ofgnóttar legvatns (polyhydramnios) (RR
1.8) (47).
Burðarmálsdauði (dáin börn fyrir fæðingu og á
fyrstu lífsviku) er algengari atburður hjá konum
sem reykja, fyrst og fremst vegna neikvæðra áhrifa
á fósturvöxt sama hver fæðingarþyngd barnsins er,
en af þeim börnum sem deyja eru allt að 85% létt-
burar (48,49,50). Hætta á fósturdauða í lok með-
göngu er 1.4 að meðaltali (RR) ef konan reykir og
tvöfaldast eftir 35 ára aldur (50). I nýlegum rann-
sóknum sem tóku til nær 700000 kvenna var hætta
á nýburadauða 20-50% meiri ef móðirin reykti
(50,51). Ef engar konur reyktu í meðgöngu myndi
tíðni burðarmáls- og nýburadauða lækka um 10%
(1).
FÆÐINGARÞYNGD
1 vestrænum þjóðfélögum eru reykingar algeng-
asti áunni áhættuþátturinn sem orsakar fæðingu
léttbura (börn með fæðingarþyngd <2500g) (52),
einkum hjá konum sem komnar eru fram undir og
yfir þrítugt við barneign (53), sennilega vegna sam-
verkandi áhrifa annarra áhættuþátta sem þá verða
algengari. Um 18% léttburafæðinga tengjast eklú
öðru en reykingum og áhættan er tvisvar til þrisvar
sinnum meiri en hjá þeim konum sem ekki reykja
(37,53,54). Ef kona hefur alið léttbura er líklegra
en ella að það geti gerst aftur og ef hún reykir líka
fimmfaldast áhættan (RR 5.5) (54).
Að meðaltali eru börn reykingakvenna um 200 g
léttari við fæðingu (1,37,55,53), þegar aðrir
áhættuþættir hafa verið teknir með í reikninginn.
Ef kona hættir að reykja fyrir miðja meðgöngu þá
má að mestu koma í veg fyrir þennan mun (52,56)
þó að það hafi ekki sannast í öllum rannsóknum
(57). Þyngdarmunurinn eykst með auknum reyk-
ingum (53,56,57,58,59) og getur munað 100
grömmum að meðaltali milli þeirra sem reykja lít-
ið eða >15 sígarettur á dag (57). Ef reyktar eru
„léttar“ sígarettur er munurinn minni (59). Með
hækkandi aldri mæðra sem reykja eykst þyngdar-
munurinn umtalsvert (53, 60,61,62,63, 64). Sam-
antekt á 347650 fæðingum í Bandaríkjunum sýndi
að hættan á léttburafæðingu jókst úr 1,43 (RR) hjá
mæðrum á unglingsaldri í 2,63 hjá mæðrum eldri
en 40 ára (61) en í álíka stórri sænskri rannsókn var
hlutfallsleg áhætta 1,9 undir 20 ára aldri miðað við
3,4 hjá konum yfir 40 ára (62). Aðrir hafa lýst
fimmfaldri áhættuaukningu eftir 35 ára aldur (63).
Áhrifin verða enn neikvæðari ef reykingar tengjast
áfengisnotkun (65) eða ef konan er grönn og þyng-
ist lítið í meðgöngunni (54,64). Mælingar á
kótíníni og níkótíni í blóði, legvatni og hári hjá
nýburum og mæðrum þeirra og kótíníni í fóstur-
hægðum, hafa sýnt að þessi efni finnast þar bæði
við beinar og óbeinar reykingar (1,66,67). Áhrif
óbeinna reykinga eru einnig skammtaháð og lækka
fæðingarþyngd að meðaltali um 55 - 120 grömm
(1,68).
Vaxtarskerðingin sem fóstrið verður fyrir tekur til
flestallra líffæra þess, m.a. beina, vöðva og innri líf-
færa en síður til fituvefs (55), sem m.a. kemur fram
í ómmælingum á höfuðmáli (biparietal diameter)
og ummáli búks (55,69). Orsaka vaxtarskerðingar-
LÆKNANEMINN
85
1. tbl. 1996, 49. árg.