Læknaneminn

Tölublað

Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 104

Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 104
Útlimaáverkar röntgenmynd verður að endurmeta meðferðina oftast með aðgerð í huga. Aðrar ábendingar fyrir aðgerð eru: 1) Skábrot í fjærenda upphandleggjar með lömun í n. radialis. 2) Ef ekki tekst að fá við- unandi brotlegu (öxulskekkja) þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 3) Opin brot með eða án æðaáverka. Einnig er rétt að benda á að upphandleggsbrot hjá alkóhólistum hafa yfirleitt slæmar horfur. Hins- vegar er vonlaust að reyna að skera slík brot fyrr en viðkomandi er „kominn á þurrt“. OLNBOGI Supracondylar upphandleggsbrot Algengt barnabrot. Kemur eftir fall á útréttan arm. Skipt í 2 flokka eftir því í hvaða legu olnbog- inn er við áverkann: Extensionsbrot. þar sem fjær- hlutinn er hliðraður aftur á við (dorsalt). í þeim hópi eru u.þ.b. 95% af supracondylar brotum (Mynd 10). Flexionsbrot, þegar fjærhlutinn hliðr- ast framávið (ventralt) (Mynd 11). I báðum tilvik- um er veruleg hætta á áverka á a. brachialis og n. medianus í olnbogabótinni. Hér er því um að ræða áverka sem verður að greina og meðhöndla strax. Setjið bráðabirgðaspelku á útliminn í þeirri legu sem hann er í til að hindra frekari hreyfingu á brot- inu og hugsanlega meiri tilfærslu. I öllum tilfellum verður að meta og fylgjast náið með ástandi æða og tauga bæði fyrir og eftir meðferð. Sjúklinginn á skilyrðislaust að flytja á næsta sjúkrahús án tafar og brotið á að setja eins fljótt og unnt er, ekki hanga alltof fast í einhverjum húsreglum um föstur í til- tekinn tíma fyrir aðgerð. Allar tafir á réttingu leiða til aukinnar bólgu með hættu á tauga- og æða- skemmdum og torvelda lokaða réttingu. Meðferðin er lokuð/opin rétting og ytri festing með teygjuplástri eða gipsi. Eingöngu læknar með reynslu af brotameðferð eiga að sjá um þetta. í þeim fáu tilfellum þegar um brot án tilfærslu er að ræða getur komið til greina að meðhöndlunin fari fram í héraði. Leggið þá gipsspelku frá hnúum uppyfir olnboga sem á að vera í a.m.k. 90° beygju (flexion). Engu að síður verður að fylgjast náið með ástandi æða og tauga fyrsta sólarhringinn. Condylhrot hjá börnum Radial humerus epicondylbrot eru lúmsk. Við minnstu tilfærslu á brotinu er talsverð hætta á vaxt- artruflunum eða svikaliði (pseudoarthrosis). Því er tilhneiging til að festa öll slík brot með aðgerð. Eingöngu vanir brotaskurðlæknar sem hafa greiðan aðgang að skurðstofum geta leyft sér að reyna óblóðuga meðferð á ótilfærðum brotum. Um leið og brotið byrjar að hreyfast á skilyrðislaust að festa það. Ulnar humerus epicondylbrot eru oft samfara liðhlaupi í olnboga og er viss hætta á að beinflísin lendi inni í liðnum. Ef tilfærslan er minni en 3 mm má meðhöndla með gipsi frá hnúum uppfyrir olnboga (með olnbogann í 90°) í u.þ.b. 3 vikur. Við meiri tilfærslu á að festa brotið í aðgerð. Liðhlaup í olnbogalið „Pulled-elbow“ er algengur áverki hjá börnum milli 1 og 6 ára. Orsökin er tog (foreldris eða systk- inis) í útréttan handlegg. Vegna lögunar caput radii getur það klemmst í lig. annulare cubiti og við það festist handleggurinn í léttri beygju og próna- tion. Allar tilraunir til að hreyfa arminn eru sárs- aukafullar og börnin nota ekki handlegginn. Greiningin er venjulega einföld og fæst við skoðun. Barnið er eklci þjáð og leikur sér án þess þó að nota arminn. Dæmigerð lega er á handleggnum. Eng- in bólga eða mar á olnboganum. Allar tilraunir til að hreyfa handlegginn enda með öskrum. Meðferðin er einföld og þarfnast hvorki svæfing- ar né verkjalyfja. Setjið barnið f kjöltu foreldris. Grípið þéttingsfast um úlnlið barnsins með annarri LÆKNANEMINN 94 1. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-940X
Tungumál:
Árgangar:
70
Fjöldi tölublaða/hefta:
146
Skráðar greinar:
25
Gefið út:
1940-í dag
Myndað til:
2022
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Læknisfræði : Læknisneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.1996)
https://timarit.is/issue/433354

Tengja á þessa síðu: 94
https://timarit.is/page/7967310

Tengja á þessa grein: Breytingaskeið og hormónameðferð.
https://timarit.is/gegnir/991005013379706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.1996)

Aðgerðir: