Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 48
Lyfjameðferð gegn sýkingu af völdum alnæmisveiru - ný viðhorf
við meðferð alnæmissýkingar en á síðustu misser-
um hefur komið í Ijós að próteasahamlar eru öflug
lyf í baráttunni við þennan sjúkdóm. I náinni
framtíð má búast við að innfærahamlar (integrase
inhibitors) verði reyndir í klínískum rannsóknum.
(Mynd 2) sýnir þessa þrjá hvata alnæmisveirunnar
þar sem lyf geta hindrað vöxt og viðgang hennar í
mannslíkamanum.
BAKRITAHAMLAR
Bakritahamlar eru kjarnasýrulíki (nucleoside
analoges). Þeir trufla DNA fjölföldun úr RNA
veirunnar sem er nauðsynlegt þrep á leið erfðaefn-
isins inn í kjarna sýktra fruma. Zidovudin (AZT)
var fyrsta lyfið í þessum floklci sem sýnt var fram á
að hefði virkni gegn sýkingu af völdum alnæmis-
veiru (16). Frekari rannsóknir sýndu fram á virkni
lyfsins á sjúklinga sem höfðu T hjálparfrumumagn
(CD4) undir 500/ míkról í sermi (17). Ekki var
sýnt fram á að lyfið gerði þeim sjúklingum gagn
sem höfðu fleiri hjálparfrumur en 500/míkról
(18,19). Raunar benti önnur slík rannsókn frá
þessum tíma til þess að þeim farnaðist betur en ella
ef zidovudin meðferð hæfist þegar CD4 frumur
voru að meðaltali 650/míkról (20), þ.e.a.s.
snemma í sýkingu. Á undanförnum árum hafa
bæst við fleiri bakritahamlar sem hægt hefur verið
að nota í stað eða með zidovudini með nokkrum
árangri þegar áhrif zidovudins hafa dvínað vegna
ónæmis veirunnar gegn lyfinu. Þessi lyf eru ddi
(didanosin) (21) og ddC (zalcitabin) (22,23). Á
síðasta ári bættust enn aðrir bakritahamlar við þau
lyf sem íyrir hendi eru en það er d4T (stavudin)
(24) og 3TC (lamivudin) (25-27). Þau lyf hamla
fjölgun veirunnar meir en áður hafði þekkst ef þau
eru gefin með zidovudini, didanosini eða
zalcitabini.
Enn ein gerð bakritahamla, sem ekki eru kjarna-
sýrulíki, hefur reynst vænleg til meðferðar á sýk-
ingu af völdum veirunnar. Nefna má tvo þeirra,
nevirapin (1) og delavirdin (28).
Mynd 3. Bygging aspartýl próteasa alnæm-
isveirunnar sem er dímer á hjörum sainsettur af
99 amínósýrum. Sýndur er verkunarmáti próte-
asahamla sem er peptíðlíki. Próteasahamlinn
verkar með beinum hætti án efnaumbeytingar á
virkt sæti hvatans og er virknin því háð magni
hamlans í sermi og vefjum.
PRÓTEASAHAMLAR
Próteasi alnæmisveirunnar er nauðsynlegur hvati
við samsetningu veirunnar um og við losun henn-
ar frá sýktri frumu (29). Á undanförnum árum hef-
ur verið unnið að gerð hamla sem hafa áhrif á
próteasa alnæmisveirunnar en hann samsvarar asp-
artýl próteösum í örverum. Við þróun þessa lyfja-
flokks hefur verið stuðst við notkun tölvustýrðra
líkana af þrívíddarbyggingu veirupróteasa og efna-
samsetninga sem gætu truflað hinn virka stað
LÆKNANEMINN
42
1. tbl. 1996, 49. árg.