Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 48

Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 48
Lyfjameðferð gegn sýkingu af völdum alnæmisveiru - ný viðhorf við meðferð alnæmissýkingar en á síðustu misser- um hefur komið í Ijós að próteasahamlar eru öflug lyf í baráttunni við þennan sjúkdóm. I náinni framtíð má búast við að innfærahamlar (integrase inhibitors) verði reyndir í klínískum rannsóknum. (Mynd 2) sýnir þessa þrjá hvata alnæmisveirunnar þar sem lyf geta hindrað vöxt og viðgang hennar í mannslíkamanum. BAKRITAHAMLAR Bakritahamlar eru kjarnasýrulíki (nucleoside analoges). Þeir trufla DNA fjölföldun úr RNA veirunnar sem er nauðsynlegt þrep á leið erfðaefn- isins inn í kjarna sýktra fruma. Zidovudin (AZT) var fyrsta lyfið í þessum floklci sem sýnt var fram á að hefði virkni gegn sýkingu af völdum alnæmis- veiru (16). Frekari rannsóknir sýndu fram á virkni lyfsins á sjúklinga sem höfðu T hjálparfrumumagn (CD4) undir 500/ míkról í sermi (17). Ekki var sýnt fram á að lyfið gerði þeim sjúklingum gagn sem höfðu fleiri hjálparfrumur en 500/míkról (18,19). Raunar benti önnur slík rannsókn frá þessum tíma til þess að þeim farnaðist betur en ella ef zidovudin meðferð hæfist þegar CD4 frumur voru að meðaltali 650/míkról (20), þ.e.a.s. snemma í sýkingu. Á undanförnum árum hafa bæst við fleiri bakritahamlar sem hægt hefur verið að nota í stað eða með zidovudini með nokkrum árangri þegar áhrif zidovudins hafa dvínað vegna ónæmis veirunnar gegn lyfinu. Þessi lyf eru ddi (didanosin) (21) og ddC (zalcitabin) (22,23). Á síðasta ári bættust enn aðrir bakritahamlar við þau lyf sem íyrir hendi eru en það er d4T (stavudin) (24) og 3TC (lamivudin) (25-27). Þau lyf hamla fjölgun veirunnar meir en áður hafði þekkst ef þau eru gefin með zidovudini, didanosini eða zalcitabini. Enn ein gerð bakritahamla, sem ekki eru kjarna- sýrulíki, hefur reynst vænleg til meðferðar á sýk- ingu af völdum veirunnar. Nefna má tvo þeirra, nevirapin (1) og delavirdin (28). Mynd 3. Bygging aspartýl próteasa alnæm- isveirunnar sem er dímer á hjörum sainsettur af 99 amínósýrum. Sýndur er verkunarmáti próte- asahamla sem er peptíðlíki. Próteasahamlinn verkar með beinum hætti án efnaumbeytingar á virkt sæti hvatans og er virknin því háð magni hamlans í sermi og vefjum. PRÓTEASAHAMLAR Próteasi alnæmisveirunnar er nauðsynlegur hvati við samsetningu veirunnar um og við losun henn- ar frá sýktri frumu (29). Á undanförnum árum hef- ur verið unnið að gerð hamla sem hafa áhrif á próteasa alnæmisveirunnar en hann samsvarar asp- artýl próteösum í örverum. Við þróun þessa lyfja- flokks hefur verið stuðst við notkun tölvustýrðra líkana af þrívíddarbyggingu veirupróteasa og efna- samsetninga sem gætu truflað hinn virka stað LÆKNANEMINN 42 1. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.