Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 33
Æðakölkun - er gátan leyst?
Mynd 2. Fyrsta skreFið í meinmyndun
æðakölkunar verður þegar oxað LDL safnast
fyrir í virkjuðum gleypifrumum sem kallast þá
froðufrumur.
M: einkyrningar, GI: gleypifrumur, ox: oxandi
efni, Fr: froðufrumur, Æ: æðaþel, E: innri þan-
himna, Sl: sléttar vöðvafrumur.
próteina sem tengist viðtökum á yfirborði frumna.
Gleypifrumur hafa viðtaka bæði fyrir venjulegt
LDL og oxað LDL en eftir tengingu við viðtakann
er lípópróteinið tekið upp. Upptaka á venjulegu
LDL lýtur strangri stjórn og er háð styrk þess í
frumunni. Upptaka á oxuðu LDL fer í gegnum
annars konar viðtaka. Þeirri upptöku er minna
stýrt og því verður mikil upphleðsla á oxuðu LDL
í gleypifrumum. Kólesterólið safnast fyrir í bólum
inni í gleypifrumunum og í framhaldi umbreytist
gleypifruman í froðufrumu. (25, 26) (Mynd2).
Froðufruman er vefjafræðilegt einkenni æðakölk-
unarskellu. Tilkoma hennar ásamt vanstarfsemi
æðaþelsins veldur truflun á eðlilegri stýringu á vexti
og þroska frumna í æðaveggnum. Froðufrumur
framleiða ýmis cýtókín sem örva þetta ferli en
framleiðsla æðaþels á hamlandi efnum truflast.
Sléttar vöðvafrumur fjölga sér og færast inn í æða-
vegginn rétt undir æðaþelinu. T-eitilfrumur færast
einnig inn í æðavegginn sem stuðlar að og viðheld-
ur krónískri bólgu í æðaveggnum. Cýtókín sem
koma að þessu ferli eru m.a. PDGF, TNFoc, HLGF,
TGFp, IFNyogIL-1. (27) (Mynd3).
Æðakölkunarskellan skiptist í tvo hluta, kjarna
Mynd 3. T-eitilfrumur seyta cýtókínum sem hafa
áhrif á sléttar vöðvafrumur, æðaþelsfrumur, gleypi-
frumur og froðufrumur og viðhalda langvinnri
bólgu í æðakölkunarskellunni. T: T-eitilfrumur,
E: innri þanhimna, Sl: sléttar vöðvafrumur,
M: einkyrningar, G: gleypifrumur.
sem er gerður úr mjúkum lípíðvef og bandvefs-
hettu sem er gerð úr kollagenríkum bandvef.
Kjarninn inniheldur kólesteról, kólesterólestera og
jafnvel kólesterólkristalla auk froðufrumna og kals-
íums. Drep getur myndast í miðju kjarnans. Band-
vefshettan sem umlykur kjarnann er samsett úr
mismörgum sléttum vöðvafrumum, froðufrumum,
eitilfrumum og utanfrumuefnum, svo sem kolla-
geni I og III, elastíni og próteóglýkönum, í mis-
munandi samsetningum. Mörkin á heilbrigðum
innlagi og æðakölkunarskellu kallast axlarsvæði. (28)
Æðakölkunarskellan þroskast og breytist ef áreiti
áhættuþáttanna er viðhaldið. Þegar hún stækkar
vex fyrirferð hennar fyrst út í miðhjúp og úthjúp en
fer ekki að skaga inn í æðaholið fyrr en hún hefur
náð vissri stærð og þroska. Æðarkölkunarskellan
getur stækkað af ýmsum ástæðum. Nýjar gleypi-
frumur úr blóði fara inn í innlagið á axlarsvæðinu.
Frumuskipting og stækkun gleypifrumna og sléttra
vöðvafruma. Ríkulegt utanfrumuefni sem sléttar
vöðvafrumur framleiða safnast fyrir. Uppsöfnun á
kólesteróli sem kemur að mestu leyti frá LDL úr
sermi en að einhverjum hluta frá deyjandi froðu-
frumum. Smáblæðingar verða í kjarnanum. (27)
LÆKNANEMINN
27
1. tbl. 1996, 49. árg.