Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 33

Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 33
Æðakölkun - er gátan leyst? Mynd 2. Fyrsta skreFið í meinmyndun æðakölkunar verður þegar oxað LDL safnast fyrir í virkjuðum gleypifrumum sem kallast þá froðufrumur. M: einkyrningar, GI: gleypifrumur, ox: oxandi efni, Fr: froðufrumur, Æ: æðaþel, E: innri þan- himna, Sl: sléttar vöðvafrumur. próteina sem tengist viðtökum á yfirborði frumna. Gleypifrumur hafa viðtaka bæði fyrir venjulegt LDL og oxað LDL en eftir tengingu við viðtakann er lípópróteinið tekið upp. Upptaka á venjulegu LDL lýtur strangri stjórn og er háð styrk þess í frumunni. Upptaka á oxuðu LDL fer í gegnum annars konar viðtaka. Þeirri upptöku er minna stýrt og því verður mikil upphleðsla á oxuðu LDL í gleypifrumum. Kólesterólið safnast fyrir í bólum inni í gleypifrumunum og í framhaldi umbreytist gleypifruman í froðufrumu. (25, 26) (Mynd2). Froðufruman er vefjafræðilegt einkenni æðakölk- unarskellu. Tilkoma hennar ásamt vanstarfsemi æðaþelsins veldur truflun á eðlilegri stýringu á vexti og þroska frumna í æðaveggnum. Froðufrumur framleiða ýmis cýtókín sem örva þetta ferli en framleiðsla æðaþels á hamlandi efnum truflast. Sléttar vöðvafrumur fjölga sér og færast inn í æða- vegginn rétt undir æðaþelinu. T-eitilfrumur færast einnig inn í æðavegginn sem stuðlar að og viðheld- ur krónískri bólgu í æðaveggnum. Cýtókín sem koma að þessu ferli eru m.a. PDGF, TNFoc, HLGF, TGFp, IFNyogIL-1. (27) (Mynd3). Æðakölkunarskellan skiptist í tvo hluta, kjarna Mynd 3. T-eitilfrumur seyta cýtókínum sem hafa áhrif á sléttar vöðvafrumur, æðaþelsfrumur, gleypi- frumur og froðufrumur og viðhalda langvinnri bólgu í æðakölkunarskellunni. T: T-eitilfrumur, E: innri þanhimna, Sl: sléttar vöðvafrumur, M: einkyrningar, G: gleypifrumur. sem er gerður úr mjúkum lípíðvef og bandvefs- hettu sem er gerð úr kollagenríkum bandvef. Kjarninn inniheldur kólesteról, kólesterólestera og jafnvel kólesterólkristalla auk froðufrumna og kals- íums. Drep getur myndast í miðju kjarnans. Band- vefshettan sem umlykur kjarnann er samsett úr mismörgum sléttum vöðvafrumum, froðufrumum, eitilfrumum og utanfrumuefnum, svo sem kolla- geni I og III, elastíni og próteóglýkönum, í mis- munandi samsetningum. Mörkin á heilbrigðum innlagi og æðakölkunarskellu kallast axlarsvæði. (28) Æðakölkunarskellan þroskast og breytist ef áreiti áhættuþáttanna er viðhaldið. Þegar hún stækkar vex fyrirferð hennar fyrst út í miðhjúp og úthjúp en fer ekki að skaga inn í æðaholið fyrr en hún hefur náð vissri stærð og þroska. Æðarkölkunarskellan getur stækkað af ýmsum ástæðum. Nýjar gleypi- frumur úr blóði fara inn í innlagið á axlarsvæðinu. Frumuskipting og stækkun gleypifrumna og sléttra vöðvafruma. Ríkulegt utanfrumuefni sem sléttar vöðvafrumur framleiða safnast fyrir. Uppsöfnun á kólesteróli sem kemur að mestu leyti frá LDL úr sermi en að einhverjum hluta frá deyjandi froðu- frumum. Smáblæðingar verða í kjarnanum. (27) LÆKNANEMINN 27 1. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.