Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 44
Þorsteinn Gunnarsson og Hróðmar Helgason
SJÚKRATILFELLI
Átta ára drengur, haltur með
verki í hægri fæti
Saga
Atta ára gamall drengur leitaði á haustmánuðum
1993 til Barnadeildar Landspítalans því síðan um
vorið hafði hann verið slappur, með svima og hafði
matarlyst farið minnkandi. Hann hafði sofið mik-
ið á daginn, verið eftirbátur jafnaldra sinna í leik og
oft fengið höfuðverk framan til í höfði sem lét und-
an parasetamóli. Þessu fylgdu hvorki uppköst né
ógleði. U.þ.b. tveimur mánuðum fyrir komu bar
nokkuð á blóðnösum úr annarri nösinni en þær
voru nú hættar. Hann hafði ekki verið marbletta-
gjarn. Þremur vikum fyrir innlögn hafði hann
kvartað undan verk í neðanverðum hægri lærlegg.
Þessir verkir höfðu ágerst og voru svo til viðvarandi
og versnuðu ekki við áreynslu. Einnig hafði hann
verki í hægri upphandlegg. Ekki hafði borið á efri
öndunarfæraeinkennum og eklcert var óeðlilegt við
hægðir eða þvag. Engin húðútbrot eða verkir í lið-
um.
Síðustu fjóra daga hafði hann verið sérlega slapp-
ur með 37,5-38,3 stiga hita og leitaði móðir með
hann á heilsugæslustöð þar sem tekin var röntgen-
mynd af lærlegg og var hún eðlileg. I kjölfar þessa
var sjúklingi vísað á Landspítalann.
Fyrra beilsufar
Hraustur og aldrei legið á sjúkrahúsi.
Þorsteinn er deildarlœknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Hróðmar
er sérfrxðingur í hjartasjiíkdómum barna og starfar á
Barnaspítala Hringsins.
Skoðmi við komu
Fremur veikindalegur ásýndum, vegur 24,3 kg en
var 21 kg fyrir tveimur árum. Ekki móður, húðlit-
ur eðlilegur.
Höfuð og háls: Ekkert athugavert fyrir utan eitla-
stækkun undir vinstra kjálkabarði.
Brióstkassi: Symmetrískur og lyftist jafnt við önd-
un. Lungnahlustun hrein og öndunartíðni 15-
20/mín.
Hiarta og æðakerfi: Blóðþrýstingur 110/80, púls
reglulegur 85 slög/mín. Við hjartahlustun heyrist
S1 og S2, engin óhljóð eða aukahljóð.
Kviður: Mjúkur og eymslalaus. Finnst fyrir hörð-
um streng í neðri hægri fjórðungi kviðar. Engar
þreifanlegar líffærastækkanir og garnahljóð til stað-
ar.
Bak: Ekki bankeymsli yfir hryggjartindum eða nýr-
um.
Kvnfæri: Eðlileg á að líta.
Taugaskoðun: Skyn er eðlilegt, taugaviðbrögð jöfn
og kraftar sömuleiðis. Samhæfmgarpróf eru einnig
eðlileg en þegar hann gengur stingur hann greini-
lega við.
Utlimir: Allar hreyfingar eðlilegar og sársaukalaus-
ar. Væg eymsli við þreifingu á hægra læri og kálfa.
Engin áverkamerki sjáanleg.
Rannsóknir
Tekin voru blóðsýni og sýndu þau Hb 102 g/1,
sökk 76 mm/klst (85 í nýlegu sýni frá heilsugæslu-
stöð), CRP 50 mg/1 og hvít blóðkorn 9,0 xl 0E9/1.
Deilitalning, MCV, blóðflögur, elektrólýtar og
kreatínin var innan eðlilegra marka. Veirurann-
LÆKNANEMINN
38
1. tbl. 1996, 49. árg.