Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 103
Útlimaáverkar
Mynd 6 Mynd 7
fada í u.þ.b. 2 vikur og
byrja hreyfiþjálfun eins
og verkir leyfa upp frá
því. Hjá börnum er
veruleg öxulskekkja í
brotinu ásættanleg (allt
að 60°).
2) Einangruð brot í
tuberculum majus
(Mynd 5). Oftast er
engin tilfærsla á broti og því einungis þörf á hvíld
eins og að ofan greinir. Ráðlegt þykir þó að fylgjast
með brotlegu á röntgenmynd eftir u.þ.b. 10 daga.
Hafa ber hugfast að sin m. supraspinatus festist á
tuberculum majus og hefur tilhneigingu að draga
beinbitann upp undir acromion. Ef þetta greinist
verður að festa brotið með aðgerð.
3) Hliðruð tveggja hluta (fragmenta) brot. Lið-
hausinn er annar hlutinn, afgangurinn af skaftinu
hinn. Oft veruleg hliðrun, snúnings- og öxul-
skeklcja (Mynd 6). Ekki er óalgengt að vöðvi sé
innklemmdur milli brotenda. Ef ekki er snertiflöt-
ur milli brotendanna eða veruleg öxulskekkja verð-
ur að setja brotið í svæfingu, annað hvort opið eða
lokað.
4) Hliðruð þriggja hluta brot, þar sem til viðbót-
ar 3 er um að ræða brot með losi á tuberculum
majus (Mynd 7). Sést oft hjá háöldruðum einstakl-
ingum. Hér er blóðrásin í liðhausinn í meiri hættu
og árangur af meðferð óvissari, hvort sem skorið er
eða ekki. Við slík brot er réttast að hafa samband
við beinbrotaskurðlækni.
5) Hliðruð fjögurra hluta brot, ef bæði tubercul-
um major og minor eru brotnir af, ásamt broti
gegnum collum chirurgicum (Mynd 8). Sjaldgæf
brot. Hér er hægt að reikna með því að liðhausinn
(caput) sé án blóðrásar og horfur því slæmar. I slík-
um tilfellum getur komið til greina að setja í gervi-
lið strax. Þannig brot á að meðhöndla í samvinnu
við bæklunarlækni.
6) Hliðruð fjögurra hluta brot með liðhlaupi.
Þessi brot verður að skera strax þar sem liðhausinn
liggur gjarnan á æðum og taugum. Arangur með-
ferðar er oft lélegur, því er freistandi að setja inn
gervilið ef ástand sjúklings leyfir.
Brot á skafthluta upphandleggjar
(diaphysis humeri)
Þessi brot er oftast hægt að meðhöndla án að-
gerðar. Oft er hægt að leiðrétta verulegar skekkjur
einfaldlega með því að toga í handlegg og leggja U-
spelku, byrja innan á upphandlegg í holhönd,
leggja spelkuna undir olnboga, utan á upphandlegg
og upp á öxl ofanverða (Mynd 9). Eftir 2-3 vikur
má svo setja gipshólk frá olnboga upp að öxl.
Skipta verður á hólkum á 2-3 vikna fresti þar sem
vöðvarýrnun og minnkandi
bólga gera að verkum að ummál
upphandleggjar minnkar ört.
Munið að athuga legu með
röntgenmynd eftir hverja gips-
un. Venjulega er farið að setjast
að brotinu eftir 6-8 vikur og
finnst það með því að þreifa var-
lega á brotinu og kanna hreyf-
anleikann í því. Ef eklci er farið
að setjast að brotinu eftir 6-8
vikur samkvæmt skoðun eða
LÆKNANEMINN
93
1. tbl. 1996, 49. árg.