Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Side 36

Læknaneminn - 01.04.1996, Side 36
Æðakölkun - er gátan leyst? þrengist skyndilega eða lokast alveg. (36) (Mynd 4) Við eðlilegar aðstæður í æðaveggnum lýtur storkukerfið stjórn, m.a. æðaþels. Ef æðaþelið starf- ar ekld eðlilega verður truflun á jafnvægi storku- kerfis og segaleysandi kerfis og stýring á vídd æða fer úr böndunum. Svörun æðarinnar við rofi verð- ur því óeðlilega öflug, stór blóðsegi myndast hratt og samdráttarkrampi verður í æðinni. Samfara þessu koma fram klínísk einkenni kransæðaáfalls. (36, 28) Mynd 4. Þar sem bandvefshettan er veikust fyrir eru mestar líkur á rofi í æðakölkunarskellunni. Blóðflögur og storkukerfið virkjast og í kjölfarið myndast blóðsegi. GI: gleypifrumur, T: T-eitiIfrumur, Sl: sléttar vöðvafrumur, Fr: froðufrumur, B: bandvefshetta. eitilfrumur framleiða meðal annars IFNy sem hamlar myndun kollagens. T-eitilfrumur virkja ein- nig froðufrumurnar til að framleiða ensím sem brjóta niður bandvef. Minnkuð framleiðsla og auk- ið niðurbrot á kollageni stuðla að staðbundinni þynningu á bandvefshettunni á axlarsvæðinu. (27) Þó að talsvert sé vitað um hvað gerir æðakölkun- arskellur viðkvæmar fyrir rofi þá er ekki ljóst hvað rekur endahnútinn og veldur rofi. Það er vitað að kransæðaáföll eru tíð að morgni, á veturna, á mánudögum, á köldum dögum og við andlegt og líkamlegt álag. Því hefur komið fram sú tilgáta að skyndileg hækkun blóðþrýstings eða aukning hjart- sláttartíðni og blóðflæðis, það er aukin sympatísk virkni, leiði til þess að skyndileg álagsaukning verð- ur í skellunni sem leiðir til rofs. (28) Þegar rof hefur orðið í skellunni komast blóð- flögur og storkuþættir í blóði í beina snertingu við storkuhvetjandi vefjaþætti sem virkja ytri leið storkukerfisins. I framhaldinu myndast þrombín sem hvetur myndun á fíbríni. Blóðflögur sem bindast við fíbrínnetið gefa frá sér storkuhvetjandi efni. I kjölfarið stækkar blóðseginn hratt og æðin NIÐURLAG Vanstarfsemi æðaþelsins er talin hafa úrslitaáhrif á meinmyndun æðakölkunar og tilkomu klínískra einkenna. Hækkun á kólesteróli og oxun á LDL tengist vanstarfsemi æðaþelsins þó að ekki sé alveg ljóst hvert orsakasambandið er. Sýnt hefur verið fram á að kólesteróllækkandi lyfjameðferð getur dregið úr eða lagfært vanstarfsemi æðaþelsins. Sam- fara því sem æðaþelið starfar óeðlilega verður lang- vinn bólga í æðaveggnum og truflun verður á stjórnun á vexti frumna. Eiginleikar æðaveggjarins breytast og hann verður viðkvæmari fyrir rofi. Rof á æðakölkunarskellu veldur skyndilegri flæðis- hindrun vegna myndunar blóðsega og æðakrampa og einkenni kransæðaáfalls fram koma. Meinmyndun æðakölkunar er flókið ferli þar sem margir ólíkir áhættuþættir fléttast saman. Að miklu leyti er óljóst hvenær í ferlinu og á hvern hátt hver áhættuþáttur fyrir sig kemur inn í ferlið. Það er því engan veginn búið að leysa gátuna um mein- myndun æðakölkunar þó að nokkur grunnferli, svo sem trufluð starfsemi æðaþels og hækkað kólester- ól séu nú skýrari. Frekari rannsóknir eiga án efa eft- ir að svara fleiri spurninum. Með betri skilningi á meinmyndun æðaköllcunar koma fram nýjir með- ferðarmöguleikar og læknar munu á áhrifaríkari hátt geta meðhöndlað æðakölkun og fylgikvilla hennar. ÞAKKIR Höfundur þakkar Guðmundi Þorgeirssyni kærlega fyrir aðstoð við gerð greinarinnar. LÆKNANEMINN 30 1. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.