Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 40
Utanbastsígerð (epidural abscess) af völdum Streptococcus milleri hnakkastífni. Skoðun, þar með talin skoðun á skurðsári, var eðlileg. Fengnar voru almennar blóð- rannsóknir sem sýndu 8500 hvít blóðkorn (HBK) í ml, blóðrauði (hemoglobin) 127 g/L og sökk 40 mm/klst. Lungnamynd og þvagrannsókn leiddu ekkert óeðlilegt í ljós. Talið var líklegast að sjúkl- ingurinn hefði veirusýkingu. Til öryggis voru blóð- ræktanir teknar og sjúklingi gefin verkjalyf og vökvi í æð. Næsta morgun var sjúklingur heldur hressari og borðaði morgunverð þótt enn örlaði á flökur- leika. Endurteknar blóðrannsóknir sýndu hækk- andi HBK (u.þ.b. 15000 HBK/ml) og vinstri hneigð. Þegar líða tók á daginn versnaði líðan sjúk- lingsins. Hiti jókst í 39,6°C, hann kastaði nokkrum sinnum upp og höfuðverkur varð óbæri- legur. Um kvöldið var hringt frá sýklarannsókna- deild og sagt að í blóði sjúklingsins væru að ræktast gram jákvæðir kokkar sem einna helst líktust streptococcus tegund. Við skoðun um kvöldið leit sjúklingurinn mjög veikindalega út. Hann var með háan hita, hraðan hjartslátt en eðlilegan blóðþrýsting. Hann var hnakkastífur. Engin brottfallseinkenni frá tauga- kerfi voru greinanleg utan lömun í N. peroneus vinstra megin sem var þekkt frá því að hann fór í framangreinda aðgerð. Skurðsárið var vel gróið og þar var engan roða að sjá. Greina mátti þrota um- hverfis sárið en að mati skurðlæknisins leit það eðli- lega út miðað við nýlega skurðaðgerð. Itarleg lík- amsskoðun leiddi ekkert annað óeðlilegt í ljós. I skyndi var gerð mænuástunga og var farið inn í næsta bil fyrir ofan skurðsár (L2). Við stungu inn í Taflal. Mænuvökvarannsóknir Dagsetning 08.12.95. 12.12.95. 29.12.95 Hvít blóðkorn 53400 3465 34 Kleyfkjarna frumur 92% 89% 6% Einkjarna frumur 8% 11% 94% Rauð blóðkorn 2300 440 0 Prótein (mg/L) 7084 3951 633 Glúkósi (mmól/D i 0.1 2.6 2.6 Laktat (mmól/L) 16.80 6.40 1.70 Grams litun Gram ják. kokkar Gram ják. kokkar engir sýldar Ræktun S. milleri S. milleri neikvæð mænugöngin kom undanrennulitaður vökvi út úr nálinni. Tekin voru sýni í fjögur glös. Sjúklingur fékk strax keftriaxón 2g í æð. Niðurstöður mænu- vökvarannsókna eru sýndar í töflu 1. Gramslitun á mænuvökvanum sýndi gram jákvæða kokka sem ýmist röðuðu sér í keðjur eða klasa. Var helst talið að um streptococcus væri að ræða en ekki þótti fært að útiloka staphylococcus sýkingu. Þess vegna var sjúklingi einnig gefið vankómýcin lg í æð (þetta var einnig gert með það í huga að keftríaxón myndi ekki verja gegn Streptococcus faecalis). I ljósi þess að sjúkdómssaga þessa manns virtist tengjast framangreindri aðgerð og vegna versnandi verkja í bakinu þótti rétt að meta svæðið umhverf- Mynd 1. Tölvusneiðmynd af L3-L4 liðbili sem sýnir ígerð í 1) skurðsári og 2) epidural bili. is skurðsárið þrátt fyrir að húðin liti vel út. Því var gerð tölvusneiðmynd af baki sjúklings og sneitt í gegnum bil L3 og 4 (sjá mynd 1). Þar reyndust vera breytingar sem líktust ígerð er virtist teygja sig frá vöðva og inn um liðbilið vinstra megin í aðlægan epiduralvef. Sjúklingur var umsvifalaust færður í aðgerð þar sem í ljós kom stór ígerð á fyrrgreindu svæði. Greinilegt að epiduralbilið var fullt af greftri. Þegar að komið var niður á dura mater sást á henni var rifa sem úr vall undanrennulitaður mænuvökvi. Svæðið var skolað ríkulega með saltvatnslausn blandaðri gentamísini og vankómýsini. Sárinu var LÆKNANEMINN 34 1. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.