Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 26
Stofnfrumur úr naflastrengsblóði. Til hvers?
í öðru lagi er mögulegt að nýburar gangi með
ógreindan erfðasjúkdóm sem myndi sjálfkrafa úti-
loka viðkomandi einstakling sem beinmergsgjafa á
fullorðinsárum (49).
I þriðja lagi benda rannsóknir til að 25% barna
með alvarlegan ónæmisbrest (Severe Combined
Immunodeficiency Disease; SCID) hafi blöndu
(chimerism) eigin eitilfrumna og eitilfrumna móð-
urinnar (50). Til að ganga úr skugga um hvort
þetta eigi sér stað í heilbrigðum ungabörnum hafa
polymerase chain reaction (PCR) greiningar á
MHC antigenum móður í NSB verið gerðar. Þær
hafa yfirleitt alltaf sýnt að mengun er ekki til stað-
ar. Þar sem mengun hefur fundist er hún svo lítil að
álitamál er hvort hún hafi nokkra þýðingu við
myndun GVHD (51).
I fjórða lagi geti minna ónæmissvar í NSB verið
ókostur í ígræðslum hvítblæðisjúklinga. Við ósam-
gena ígræðslu beinmergs í hvítblæðisjúldinga hefur
komið í ljós að minnkaðar líkur er á að sjúkdómur-
inn taki sig upp að nýju þegar einhver GVHD er til
staðar. Igræddar frumur hafi því einhver GVH
áhrif en jafnframt virkni gegn hvítblæði (graft-vers-
us-leukemia, GVL). Þar sem allt bendir til að NSB
valdi minni GVH áhrifum geti GVL virkni einnig
verið minnkuð (42).
BANKAR FYRIR NSB
Eftir að ljóst varð að mögulegt væri að geyma
stofnfrumur úr NSB frosnar og halda nánast sömu
líftölu hvítfrumna eftir þíðingu kviknuðu hug-
myndir um stofnun NSB banka. I þeim er mögu-
legt að geyma NSB sem hægt væri að grípa til ef
eigandi þess fengi síðar á lífsleiðinni illkynja sjúk-
dóm þar sem beinmergsígræðsla gæti komið að
gagni. Geymsla ósamgena NSB er hins vegar enn
betri kostur því hægt er að safna miklu magni NSB
með ólíka MHC gerð og grípa strax til þess ef á
þarf að halda. I miklum meirihluta ósamgena
ígræðslna er beinmergur notaður en afar erfitt og
tímafrekt getur reynst að finna hentugan gjafa (26).
Fyrsti NSB bankinn var stofnaður í New York
árið 1992 við New York Blood Center undir stjórn
Dr. Pablo Rubinstein (49). Strax í upphafi voru all-
ar einingar safnaðs NSB settar í rækt til að meta
fjölda kólóníumyndandi frumna sem er mælikvarði
á fjölda stofnfrumna (mynd 3), frumurnar í NSB
taldar og aðferðir við söfnun blóðsins slcráðar. Á
þennan hátt var hægt að ákvarða fjölda og gerð
(rauðar, hvítar) kólónía og finna fylgni milli safn-
aðs rúmmáls, fjölda hvítfrumna, fæðingar og ann-
arra þátta. Eðlileg vinnsla á NSB felst í einangrun
hvítfrumna, sýklagreiningu á plasma (bakteríur,
veirur), MHC greiningu á heilblóðssýni og taln-
ingu kólóníumyndandi frumna. Lítið brot af lif-
andi eitilfrumum og sterílu plasma er einnig fryst
til samanburðar síðar. NSB er blandað dimethyl
sulfoxide (DMSO), sem varnar ískristallamyndun,
og síðan fryst með stigvaxandi kulda í sérstökum
frystum og geymt í fljótandi köfnunarefni (52).
Árið 1995 hafði 4300 einingum af NSB verið
safnað við New York Blood Center og þær fullunn-
ar. Banldnn hefur séð fyrir vef til 34 ígræðslna á 11
stöðum og hefur árangur af þeim verið misjafn.
Sem dæmi má nefna voru 23 ígræðslur vegna ým-
issa tegunda hvítblæðis og varð mergtaka í 11 til-
vikum (49).
Bönkum fyrir NSB hefur síðan verið komið upp
á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum og Evrópu.
I Blóðbankanum hefur NSB verið notað til að
staðla aðferðir sem nauðsynlegar eru að hafa til taks
við stofnfrumuígræðslur. Þar er um að ræða söfnun
og einangrun einkjarna hvítfrumna, CD34 mæl-
ingar með flæðisjárgreiningu (í samvinnu við
Rannsólcnarstofu í ónæmisfræði) og kólóníurækt-
anir fyrir og eftir frystingu í fljótandi köfnunarefni
(sjá mynd 3). Niðurstöður þessarar vinnu verða
kynntar á öðrum vettvangi.
FRAMTÍÐIN
Stofnfrumur úr NSB hafa komið mikið við sögu
í rannsóknum í genalækningum. Sú hugmynd að
flytja heilbrigt gen inn í blóðmyndandi stofnfrumur
sem meðferð við arfgengum blóðsjúkdómi er at-
LÆKNANEMINN
20
1. tbl. 1996, 49. árg.