Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 61
Guðmuadur Jón Elíasson
Mannkynið er nú að hefja aðra öld í sambúð
sinni við röntgengeislann. Fyrsta röntgenmyndin
var tekin í desember 1895 þegar Wilhelm C.
Röntgen tók mynd af hendi konu sinnar. A þessum
100 árum hafa ótrúlegar framfarir orðið í mynd-
greiningu sjúkdóma. Enginn afl-timi líkamans er
lengur huiinn sjónum. Ekki er lengur aðeins til
myndgreining með röntgengeislum heldur hafa
nýjar rannsóknaraðferðir komið til og þróast óð-
fluga undanfarna áratugi. Eiinar nýju rannsóknar-
aðferðir byggjast ýmist á geislun, hljóð- eða rafseg-
ulbylgjum. Með öflugum tölvum er nú orðið
mögulegt að skapa myndir af öllum líffærum lík-
amans. Upplýsingarnar sem fengnar eru með
myndgreiningaraðferðunum eru geymdar á staf-
rænu formi og unnt er að vinna með þær á ótrúleg-
an hátt þar sem jafnt heilbrigð sem sjúk líffæri eru
skoðuð í ýmsum sniðum og í þrívídd. Tæknifram-
förum eru nánast engin takmörk sett. Ohugsandi
er því að sjá fyrir endann á þróun myndgreiningar.
Hið eina sem getur takmarkað frekari framfarir er
kostnaðurinn. Vissulega er tækjabúnaður og þró-
unarstarf dýrt. Miklu er þó fórnandi fyrir nákvæma
sjúkdómsgreiningu því að fyrsta skrefið í með-
höndlun og lækningu allra sjúkdóma er rétt grein-
ing. Hér á eftir verður fjallað lauslega um stöðu
læknisfræðilegrar myndgreiningar eins og hún er
best nú á dögum og hverjar ég tel framtíðarhorfur
vera. Færst er þar nokkuð mikið í fang og verður
einungis stiklað á stóru.
RÖNTGENMYNDGREINING
Röntgengreining er myndgreiningaraðferð sem
Guðmundur er sérfrœðingur í geislagreiningu
og starfar í Domus Medica
byggist á röntgengeislum, jónandi geislum. Ennþá
eru röntgenrannsóknir langalgengustu myndgrein-
ingaraðferðirnar. Röntgentæki nútímans eru orðin
mjög fullkomin í samanburði við fyrstu gerðir og
mögulegt er að geyma og skoða allar röntgenrann-
sóknir á stafrænu formi. Filmur, framköllun og
raunar öll „framleiðslustig“ hafa þróast gífurlega.
Allt auðveldar þetta læknum að komast nær réttri
greiningu.
Venjulegar röntgenrannsóknir hafa skipt sköpum
í læknisfræði þessarar aldar og hin hefðbundna
röntgenrannsókn á ennþá langa lífdaga fyrir hönd-
um. Röntgenmynd, t. d. af lungum og beinum,
mun halda velli um ókomna tíð enda er um ein-
falda og ódýra rannsókn að ræða. Ugglaust munu
þó venjulegar röntgenmyndir víkja fyrir nýrri tækni
á mörgum sviðum.
Tölvusneiðmyndatæknin (TS) hefur slitið barns-
skónum en er þó ennþá í stöðugri þróun. Aukinn
hraði og myndgæði verða með hverri nýrri kynslóð
tölvusneiðmyndatækja. TS rannsókir munu senn
gera kleift að taka fullkomnar kransæðamyndir sem
þá verður mögulegt að gera án kransæðaþræðingar.
Þrívíddargerð tölvusneiðmyndarannsókna er orðin
þannig að með því að sitja við tölvuskjá með gleði-
gand (joystick) í hendi má fara í ferðalag um lík-
amann þar sem akbrautin er t.d. lungnaberkjur,
slagæðar eða gallvegir. Þannig er mögulegt að skoða
nánast allan líkamann.
Skuggaefni sem notuð eru við röntgenrannsókn-
ir eru nú mun betri en áður fyrr, bæði hreinni og
hættuminni. Röntgenslagæðamyndatökur (ang-
iographia) hafa gert mögulegar viðgerðir á þrengd-
um æðum þar sem unnt er að staðsetja þrengingar
með mikilli nákvæmni sem skurðlæknir gerir síðan
LÆKNANEMINN
53
1. tbl. 1996, 49. árg.