Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Side 101

Læknaneminn - 01.04.1996, Side 101
Útlimaáverkar ii) Hvort brotið sé einfalt eða kurlað. iii) Hvort nægjanleg þekking og útbúnaður sé fyrir hendi á meðferðarstofnun. iv) Hvaða áhættuþætti sjúklingur hefur, s.s. geð- veiki, drykkjusýki, undirliggjandi sjúkdómar, kæruleysi o.s.frv. 3) Sé ljóst að ffytja þurfi hinn slasaða verður að sjá til þess að hann sé rétt undirbúinn til flutnings. i) Gætið þess vandlega að sá slasaði sé með nál og vökva ef með þarf. ii) Hyljið opinn áverka með dauðhreinsuðum umbúðum (eldci reyna að hreinsa upp áverk- ann, það á að gera á skurðstofu) og hefjið sýklalyfjameðferð (sefalósporín) strax. iii) Grófum skekkjum á útlim við brot á að gróf- rétta með varlegu en þéttingsföstu togi í lengd- arstefnu útlimsins. Fylgist vel með púlsum íjærmegin (distalt) við brotið bæði fyrir og eft- ir réttingu. Athugið að oftast þarf hvorki deyf- ingu né svæfingu til að grófrétta brot fyrstu mín- útur eftir áverka. Ef sjúklingur er meðvitundar- laus á einnig að notfæra sér það tækifæri til gróf- réttingar á illa tilfærðum brotum fyrir flutning. iv) Spelka ber brotin fyrir flutning hvort heldur sem grófréttingar hefur verið þörf eða ekki. Á víðavangi er einfaldast að notast við það sem handbært er t.d. fjalir eða girðingarstaura og festa þá með teygjubindum eða snærum. Þó eru oftast spelkur í aðvífandi sjúkra- eða lög- reglubifreiðum. Ef sjúklingur er sendur frá heilsugæslustöð er sjálfsagt að notast við vel bólstraðar gipsspelkur sem eru yfirleitt fljótar að þorna og falla betur að slasaða útlimnum. v) Varla þarf að taka fram að læknirinn á að fylgja þeirn slasaða á áfangastað og sjá til þess að honum líði bærilega á leiðinni. Betra er að gefa sér góðan tíma til undirbúnings áður en að flutningi kemur. Hafið hugfast að erfitt er að setja upp nál og vökva þegar í sjúkraflutnings- farartæki er komið. Ekki er verra að vera bú- inn að draga upp þau lyf sem hugsanlega þarf að nota á leiðinni (morfín, fenergan, sýkla- lyf...) áður en af stað er haldið. AVERKAR Á EFRI ÚTLIMI ÖXL Viðbeinsbrot Tiltölulega góðkynja áverki, algengast hjá börn- um og unglingum. Engu að síður ber að vera á verði vegna hugsanlegra plexusáverka. Aðgerða er sjaldnast þörf. Meðferð er gegn verkj- um (symptomatisk) með 8-tölu bindi eða fatla. Ekki hefur verið sannað að 8-tölu bindið stuðli að betri legu, gróanda eða minni verkjum. Þess vegna er engin frágangssök þó að hætta verði við slíka meðferð og fyrir alla muni ekki pína meðferðina upp á sjúldinga sem fá meiri verki þegar bindið er komið á sinn stað. Slíkum sjúklingum dugar oftast fatli í 7-10 daga. Hvetja ber sjúklingana til að byrja að hreyfa öxlina um leið og verkir leyfa. Acromio-clavicular-liðhlaup Tiltölulega algengur áverki eftir áverka á öxlina eða upp eftir lengdarási griplimsins. Algengast hjá yngri einstaklingum. Við skoðun sést bólga og eymsli yfir liðnum og jafnvel sýnilegt misgengi sem oft er túlkað sem brot við fyrstu skoðun. Áverkinn er flokkaður samkvæmt hliðrun við- beins í höfuðátt (cranialt) miðað við acromion samkvæmt röntgenmynd við álag á eftirfarandi hátt: 1) Tognun (distortion) í liðnum án hliðrunar. 2) Gliðnun (diastasi) í liðnum og minniháttar hliðrun í átt að höfði (cranialt). 3) Hliðrun meiri en hálf beinbreidd en ekki al- gert sambandsleysi beinanna. 4) Viðbein liggur allt ofan við acromion og hefur jafnvel stungist gegnum m. trapezius, og coracoacromial liðböndin eru alveg slitin. Meðferðin er engin önnur en hvíld. Um leið og verkir réna á að hefja hreyfiþjálfun á öxl. Við hugs- anleg síðari óþægindi á að vísa sjúklingi til bæklun- arlæknis til brottnáms (resectionar) á fjærenda við- beins. LÆKNANEMINN 91 1. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.