Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 30

Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 30
Arnar Geirsson Um helming allra dauðsfalla á Vesturlöndum er hægt að rekja til hjarta og æðasjúkdóma. Æðakölk- un og afleiðingar hennar skipa stóran hluta af þess- um sjúkdómum. Hugmyndir manna um mein- myndun æðakölkunar hafa breyst mikið undanfar- ið og nýlegar rannsóknir getið af sér nýjar tilgátur. Æðakölkun er afleiðing flókins samspils blóðþátta, truflaðs blóðflæðis og truflunar á gerð æðaveggja. Vanstarfsemi æðaþelsins ásamt langvinnri bólgu er grunnurinn í meinmyndunarferlinu. Meðfylgjandi er virkjun æðaþelsfrumna og samsöfnun bólgu- frumna, aukið gegndræpi æðaþels, fjölgun á slétt- um vöðvafrumum og aukið utanfrumuefni, hrörn- un með uppsöfnun á lípíðum og blóðsegamyndun þar sem samsöfnun verður á blóðflögum og fíbríni. Því hefur lengi verið haldið fram að þrengslin sem fyrirferð æðakölkunar veldur í æðum sé aðal- ástæðan fyrir einkennum frá hjarta. Nýlegar hug- myndir snúast um vanstarfsemi æðaþelsins og breyttri svörun æðaveggjarins við áreiti. Sérstaklega beinist athyglin að rofl í æðakölkunarskellunni sem veldur myndun á blóðsega og í framhaldi flæðis- truflun, sem skýrt getur hraðversnandi einkenni sem sjást við hvikula hjartaöng og hjartadrep. VANSTARFSEMI ÆÐAÞELSINS Æðaþelið skynjar breytingar á samsetningu og flæði blóðs og svarar þeim breytingum með því að losa efni sem stjórna vídd æða, vexti og þroska frumna í æðaveggnum, hamla virkjun blóðflagna, viðhalda jafnvæginu milli storkukerfis og sega- leysandi kerfis og stýra uppsöfnun bólgufrumna í Arnar er lœknanemi við Háskóla Islands. Æðakölkun - er gátan leyst? æðaveggnum. (1,2) Almenn truflun á þessum þátt- um er kölluð vanstarfsemi æðaþelsins og er talin vera miðlægur þáttur í meinmyndun æðakölkunar. (3, 4, 5) Vanstarfsemi æðaþelsins sést noldtru áður en vefrænar breytingar og klínísk einkenni koma fram. (6) Vanstarfsemi æðaþelsins hefur verið tengd við hækkun á kólesteróli þar sem orsakatengsl eru talin vera við oxað LDL. Sýnt hefur verið fram á að kólesteróllækkandi lyfjameðferð getur komið á eðlilegri æðaþelsvirkni á ný. (7, 8) (Tafla 1). Hægt er að leggja mat á vanstarfsemi æðaþelsins með því að fylgjast með því hvernig æðar svara efn- um eða áreitum sem valda annað hvort samdrætti eða slökun æða. Areiðanlegasta aðferðin er inndæl- ing á acetýlkólíni og fylgst er með svörun æðarinn- ar með æðamyndatöku. Eðlileg svörun æða við acetýikólíni er útvíklcun þar sem NO, sem æðaþel- ið losar, veldur slökun á sléttum vöðvafrumum. Sléttar vöðvafrumur svara acetýlkólíni beint með samdrætti en áhrif NO frá æðaþelinu eru sterkari þannig að heildaráhrifm eru slökun. Ef æðaþelið starfar ekki eðlilega eða er ekki til staðar veldur acetýlkólín samdrætti. (9) Til að komast hjá hjarta- þræðingu hafa ýmsar aðrar aðferðir verið þróaðar Tafla 1. Afleiðingar vanstarfsemi æðaþelsins Trufluð scjórnun á vídd æða Aukin samloðun blóðflagna Breytt jafnvægi storku- og segaleysandi kerfis Aukin viðloðun hvítra blóðfrumna Minnkuð framleiðsla vaxtarhemjandi efna Aukin framleiðsla vaxtarhvetjandi efna Uppsöfnun á lípíðum í æðaveggnum LÆKNANEMINN 24 1. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.