Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Qupperneq 84

Læknaneminn - 01.04.1996, Qupperneq 84
Eftirvirkni sýklalyfja Margrét Valdimarsdóttir INNGANGUR Gullöld sýklalyfjanna er á enda! Aður íyrr virtist alltaf hafa verið hægt að finna ný og öflugari sýkla- lyf þegar bakteríur mynduðu sýklalyfjaónæmi. Nú horfir málið öðruvísi við og því beinist athyglin í sí- auknum mæli að betri notkun lyfjanna sem þegar eru fyrir hendi. Við val og skömmtun sýklalyfja eru notaðar ýmsar aðferðir. Gerð eru næmis- og serum- þynningarpróf og lágmarksheftistyrkur (MIC) og drápsstyrkur (MBC) lyfsins ákvarðaðir. Ef til vill mun mæling á eftirvirkni sýklalyfja einnig nýtast við stýringu sýklalyfjagjafar. Þannig var að árið 1944 tók írskur vísindamaður að nafni Bigger eftir því að stafyló- og streptó- kokkabakteríur í tilraunaglasi sem fengið höfðu stuttvarandi meðhöndlun með pensillíni fjölguðu sér ekki strax eftir að lyfið var fjarlægt (1). Það virt- ist sem áhrif pensillínsins héldu áfram þó að það væri horfið úr ætinu. Þessi „framlengdu" áhrif hafa verið nefnd eftirvirkni eða eftirverkun sýklalyfja (postantibiotic effect, PAE). Nokkrum árum síðar sannreyndu aðrir tilvist eftirvirkni pensillíns gegn stafyló- og streptókokkum bæði í lífverum (in vivó) og í tilraunaglösum {in vitro) (2). Frá 1970 hafa æ fleiri sýklar og sýklalyf verið rannsökuð með tilliti til þessa. Þegar veruleg eftirvirkni er til staðar, bendir margt til að skammta megi sýklalyfið sjaldnar en nú er gert. Með færri skömmtum dregur úr kostn- aði auk þess sem ýmsar aukaverkanir af völdum lyfjanna minnka, svo sem eituráhrif á nýru (16). Sem stendur eru notaðir sömu skammtar og skammtabil þegar lyf eru gefin í samsetningum og þegar þau eru gefin ein sér. Ef lyfin hafa eftirvirkni má hugsanlega ná sama árangri við samsetta lyfja- meðferð með minni skömmtum og lengri skammtabilum en notuð eru í dag. Margrét er lœknir á Landspítalanum SKILGREINING Eftirvirkni sýklalyfja er skilgreind sem framhald lyfjaáhrifa eftir að lyf er horfið frá sýkingarstað (3). Með öðrum orðum þá fjölga bakteríurnar sér ekki strax þó að sýklalyfið sé fjarlægt. Á mynd 1 er sýnd einfölduð mynd af því hvernig eftirvirkni sést in vitro. Á lárétta ásnum er tími og á þeim lóðrétta fjöldi baktería, en línurnar tákna vaxtarferla bakter- íustofns í tilraunaglasi. Hluti bakteríanna er með- höndlaður með sýklalyfi. Eftir tiltekinn tíma er lyf- ið fjarlægt. Bakteríulausnin er síðan höfð í hita- skáp. Nú má búast við að báðir hópar bakteríanna vaxi með sama hraða þar sem ekki er sýklalyf í ætinu hvorugs hópsins. En meðhöndluðu bakter- íurnar taka ekki við sér strax heldur líður ákveðinn tími þar til þær fara að fjölga sér eðlilega. Tíminn sem líður kallast eftirvirkni sýklalyfsins (gegn þess- ari ákveðnu bakteríu.) Þegar eftirvirkni er metin með líftalningu (sjá síðar) má nota eftirfarandi jöfnu til að reikna eftir- virkni: PAE = T — C (jafna 1), þar sem PAE er eft- irvirkni, T er tíminn sem það tekur sýkilinn sem féldc sýklalyfjameðferð að vaxa um 1 log CFU/ml (eða fjölga sér tífalt), en C tíminn sem tók viðmið- unarsýkil að vaxa jafn mikið. LÆKNANEMINN 74 1. tbl. 1996, 49. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.