Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 91
Ragnhildur Magnúsdóttir, Reynir Tómas Geirsson og Soffia G. Jónasdóttir
Áhrif reykinga
á frjósemi, meðgöngu
og fóstur
SAMANTEKT
Reykingar hafa víðtæk óæskileg áhrif á allan æxl-
unarferilinn. Neikvæð áhrif reykinga eru þekkt frá
getnaði til grafar. Konur sem reykja verða fyrir
óheppilegum breytingum á hormónastarfsemi,
ófrjósemi er þrisvar sinnum algengari, hætta á fóst-
urlátum og utanlegsþykkt eykst umtalsvert og ár-
angur tæknifrjóvgana er mun verri hjá konum sem
reykja. Reykingar á meðgöngu eru hættulegar
fóstrinu. Fylgjuvefur starfar verr og víðtæk áhrif
verða á hjarta- og æðakerfi fósturs. Burðarmáls-
dauði er 20-40% tíðari ef reykt er á meðgöngu.
Léttburafæðingar eru mun algengari hjá þeim sem
reykja. Að meðaltali verður vaxtarskerðing sem
nemur 200g hjá nýburunum og sú skerðing verður
að miklu leyti í mikilvægustu líffærum barnsins.
Fyrirburafæðingar, fyrirsæt fylgja, fylgjulos og
blæðing á meðgöngu og ótímabært belgjarof eru
einnig mun algengari. Lífslíkur óborinna barna
reykingakvenna eru því almennt verri en þegar
móðir reykir ekki. Óbeinar reykingar hafa áhrif í
sömu átt.
Reykingavarnir ættu að vera forgangsverkefni í
mæðravernd því um fjórðungur íslenskra kvenna
sem verða barnshafandi reykja. Aðgerðir til að fá
konur til að draga úr eða hætta reykingum á með-
Ragnhildur stundar sérnám í fœðinga- og kvensjúkdómajrieði í
Noregi. Reynir er prófessor á Kvennadeild Landspítalans. Soffta er
deildarUknir á Barnaspítala Hringsins.
Fyrirspurnir og bréfaskrifiir:
Reynir T. Geirsson Kvennadeild Landspítalans, 101 Reykjavík.
göngu duga skammt ef þær eru ekki vel skipulagð-
ar og settar í samhengi við aðra þætti mæðravernd-
ar.
Lykilorð: Smoking, reproduction, fecundity, in-
fertility, pregnancy, pregnancy complications, fet-
us, smoking cessation
INNGANGUR
Almenningi og heilbrigðisstarfsfólki eru kunn
ýmis skaðleg áhrif reykinga á fóstur og barn, svo
sem minni fæðingarþyngd og tíðari öndunarfæra-
sýkingar barna frá heimilum þar sem reykt er. En
reykingar hafa margvísleg önnur óæskileg áhrif á
allan æxlunarferilinn og á vöxt og síðari þroska
barna (1). Þessi áhrif eru flest ekki eru eins vel
þekkt þó að mikilvægi þeirra sé engu minna.
Um 20-30% íslenskra kvenna reykja á með-
göngu og af þeim breytir þriðjungur eldvi reykinga-
venjum sínum þrátt fyrir að brýnt sé fyrir þeim að
reykingar hafi skaðleg áhrif á fóstrið (2). Óvíst er
hve vel upplýsingar um skaðsemi reykinga komast
til skila eða hvort konur gera sér almennt grein fyr-
ir því hvaða önnur áhrif reykingar hafa á æxlunar-
ferilinn (3), til dæmis að reykingar draga úr frjó-
semi, auka hættu á fósturlátum og nýburadauða og
hafa slæm áhrif á heilsufar barna eftir fæðingu.
Um árabil hefur verið rekinn áróður gegn reyk-
ingum hér á landi, m.a. á vegum Krabbameinsfé-
lagsins, Tóbaksvarnarnefndar og Landlæknisemb-
ættisins. I þessarri grein er leitast við að veita yfiriit
yfir þá þekkingu sem til er um áhrif reykinga á frjó-
semi, meðgöngu og fóstur. Bent á leiðir sem heil-
LÆKNANEMINN
81
1. tbl. 1996, 49. árg.