Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Side 91

Læknaneminn - 01.04.1996, Side 91
Ragnhildur Magnúsdóttir, Reynir Tómas Geirsson og Soffia G. Jónasdóttir Áhrif reykinga á frjósemi, meðgöngu og fóstur SAMANTEKT Reykingar hafa víðtæk óæskileg áhrif á allan æxl- unarferilinn. Neikvæð áhrif reykinga eru þekkt frá getnaði til grafar. Konur sem reykja verða fyrir óheppilegum breytingum á hormónastarfsemi, ófrjósemi er þrisvar sinnum algengari, hætta á fóst- urlátum og utanlegsþykkt eykst umtalsvert og ár- angur tæknifrjóvgana er mun verri hjá konum sem reykja. Reykingar á meðgöngu eru hættulegar fóstrinu. Fylgjuvefur starfar verr og víðtæk áhrif verða á hjarta- og æðakerfi fósturs. Burðarmáls- dauði er 20-40% tíðari ef reykt er á meðgöngu. Léttburafæðingar eru mun algengari hjá þeim sem reykja. Að meðaltali verður vaxtarskerðing sem nemur 200g hjá nýburunum og sú skerðing verður að miklu leyti í mikilvægustu líffærum barnsins. Fyrirburafæðingar, fyrirsæt fylgja, fylgjulos og blæðing á meðgöngu og ótímabært belgjarof eru einnig mun algengari. Lífslíkur óborinna barna reykingakvenna eru því almennt verri en þegar móðir reykir ekki. Óbeinar reykingar hafa áhrif í sömu átt. Reykingavarnir ættu að vera forgangsverkefni í mæðravernd því um fjórðungur íslenskra kvenna sem verða barnshafandi reykja. Aðgerðir til að fá konur til að draga úr eða hætta reykingum á með- Ragnhildur stundar sérnám í fœðinga- og kvensjúkdómajrieði í Noregi. Reynir er prófessor á Kvennadeild Landspítalans. Soffta er deildarUknir á Barnaspítala Hringsins. Fyrirspurnir og bréfaskrifiir: Reynir T. Geirsson Kvennadeild Landspítalans, 101 Reykjavík. göngu duga skammt ef þær eru ekki vel skipulagð- ar og settar í samhengi við aðra þætti mæðravernd- ar. Lykilorð: Smoking, reproduction, fecundity, in- fertility, pregnancy, pregnancy complications, fet- us, smoking cessation INNGANGUR Almenningi og heilbrigðisstarfsfólki eru kunn ýmis skaðleg áhrif reykinga á fóstur og barn, svo sem minni fæðingarþyngd og tíðari öndunarfæra- sýkingar barna frá heimilum þar sem reykt er. En reykingar hafa margvísleg önnur óæskileg áhrif á allan æxlunarferilinn og á vöxt og síðari þroska barna (1). Þessi áhrif eru flest ekki eru eins vel þekkt þó að mikilvægi þeirra sé engu minna. Um 20-30% íslenskra kvenna reykja á með- göngu og af þeim breytir þriðjungur eldvi reykinga- venjum sínum þrátt fyrir að brýnt sé fyrir þeim að reykingar hafi skaðleg áhrif á fóstrið (2). Óvíst er hve vel upplýsingar um skaðsemi reykinga komast til skila eða hvort konur gera sér almennt grein fyr- ir því hvaða önnur áhrif reykingar hafa á æxlunar- ferilinn (3), til dæmis að reykingar draga úr frjó- semi, auka hættu á fósturlátum og nýburadauða og hafa slæm áhrif á heilsufar barna eftir fæðingu. Um árabil hefur verið rekinn áróður gegn reyk- ingum hér á landi, m.a. á vegum Krabbameinsfé- lagsins, Tóbaksvarnarnefndar og Landlæknisemb- ættisins. I þessarri grein er leitast við að veita yfiriit yfir þá þekkingu sem til er um áhrif reykinga á frjó- semi, meðgöngu og fóstur. Bent á leiðir sem heil- LÆKNANEMINN 81 1. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.