Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 49
Lyfjameðferð gegn sýkingu af völdum alnæmisveiru - ný viðhorf
hvatans (30). Efni sem hamla próteasa eru venju-
lega peptíð en þau hafa þann ókost að frásogast illa
vegna hýdrólýsu í görnum. Því voru hönnuð pept-
íðlíki sem sem frásogast betur og eru sértæk fyrir
próteasa alnæmisveirunnar (mynd 3). I stuttu máli
má segja að bakritahamlar hindra að veiran nái inn
í kjarna fruma en próteasahamlar hindra veiruna að
ná þeim þroska sem til þarf þegar hún fer úr sýktri
frumu.
Undanfarið ár hefur ávöxtur þessarar vinnu verið
að koma í ljós. Nýlega voru kynntar niðurstöður
klínískra rannsókna á þessum lyfjaflolvki. Það eru
einkum þrjú lyf úr þessum nýja floklei sem rann-
sökuð hafa verið hingað til, þ.e. saquinavir, indin-
avir og ritonavir. Þau er þegar búið að skrá í
nokkrum löndum, m.a. Bandaríkjunum. í ljós hef-
ur komið að próteasahamlar einir sér valda umtals-
verðri lækkun á magni veirunnar í sýktum einstakl-
ingum (31-33). Ein rannsókn hefur þegar sýnt
fram á marktækan árangur ritonavirs við að fram-
lengja líf þeirra sem þjást af langt genginni sýkingu
(31). Einkum næst verulegur árangur í því að draga
úr veirumagni í blóði sýktra einstaklinga þegar
próteasahamli er gefinn með tveim bakritahömlum
(34-36).
Ef einn bakritahamli er gefinn lækkar veirumagn
í blóði sýktra að jafnaði um u.þ.b. 0,6-0,7 loglO
eða um 80% (13,37) en ef tveir bakritahamlar eru
gefnir lækltar veirumagnið um u.þ.b. 1,5 loglO eða
um 97% (13,35). Ef einn próteasahamli er gefinn
má búast við að veirumagnið lækki um ca 1,9 -2,0
loglO eða um 99% (32,33,35) en ef tveir bakrita-
hamlar eru gefnir ásamt einum próteasahamla má
búast við að veirumagnið lækki um ca. 3 loglO eða
um 99,9% (35,36). Þegar þrjú lyf eru gefin þannig
saman hefur lækkunin varað í þá sex mánuði sem
rannsóknirnar hafa staðið og 60-86% þeirra sem
hafa verið á þessari meðferð eru með veirumagn
undir mælanlegum mörkum (35,36). Rannsóknir
eru nú hafnar á slíkri lyfjasamsetningu á fólki sem
er nýsmitað með afar góðum árangri enda er veiran
eklú lengur finnanleg í flestum hinna sýktu það
sem af er a.m.k. með þeirri tækni sem tiltæk er
(38). Hingað til hefur þó verið erfitt að finna menn
skömmu eftir nýsmitun.
Ólíklegt er talið að saquinavir myndi krossónæmi
gegn öðrum próteasahömlum og því meir sem al-
næmisveirunni er haldið í skefjum, þeim mun ólík-
legra er að veiran nái að mynda ónæmi gegn lyfjum
sem beitt er gegn henni (39).
Settar hafa verið fram byltingarkenndar hug-
myndir um að hægt kunni að vera að lækna smit-
aða af völdum alnæmisveiru, einkum skömmu eft-
ir smitun (40). Eftir að öflug lyfjameðferð hefst
fellur veirumagnið hratt eða u.þ.b. 100 falt fyrstu
tvær vikurnar vegna útskilnaðar frírrar veiru og
smitaðra T hjálparfruma. Á eftir fylgir hægari út-
skilnaður veirunnar. Með því að styðjast við tvö
mismunandi reiknilíkön má skýra hægari útskilnað
veirunnar með viðvarandi fjölgun hennar í langlíf-
um frumum svo sem átfrumum (makrófögum)
sem hafa nást að sýkjast áður en meðferð hefst.
Með því að taka tillit til langlífis frumnanna og
rúmmálsdreifingu þeirra í líkamanum má ætla að
það taki 1,5 - 3 ár að losa líkamann við veiruna ef
meðferðin heldur veirumagninu að fullu í skefjum
og ekki leynist einhver ennþá hægari útskilnaður á
veirunni sem ekki hefur fundist eða það skjól þar
sem hún getur legið í dvala.
NIÐURSTÖÐUR
Þessar upplýsingar um áhrif nýrra retróveirulyfja
og samsetninga ólíkra tegunda lyfja af þessu tagi í
meðferð eru mikil tíðindi. Sterkar vísbendingarnar
eru um að sýking af völdum alnæmisveiru sé í eðli
sínu ekki frábrugðin öðrum sýkingum. Samlíking-
in við berklana er nærtæk. Bjartsýni manna í kjöl-
far streptómýsinmeðferðar gegn berklum dofnaði
fljótt þegar ljóst var að berklabakterían myndaði
ónæmi gegn lyfinu. Það var þáfyrst kœgt að lækna
berkla og hindra ónæmi gegn berklalyfjum þegarfleiri
en eitt berklalyf voru gefin saman í nægilega langan
tíma. Stóra spurningin er: Gildir hið sama um sýk-
ingu af völdum alnæmisveirui Það verður þó að
leggja áherslu á að reynslan ein mun skera úr um
LÆKNANEMINN
43
1. tbl. 1996, 49. árg.