Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 86

Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 86
Eftirvirkni sýklalyfja kenning er sú að eftirvirknin sé sá tími sem bakter- íuna tekur að mynda ný penisillín bindiprótein. Hinsvegar sé seinkun á losun lyfsins frá ribósómum líkleg skýring fyrir þau lyf sem bindast ríbósómum afturkræft. Amínoglýkósíð bindast ribósómum óafturkræft og gæti eftirvirkni af þeirra völdum því verið sá tími sem fer í að mynda nýjar sameindir í stað þeirra sem skemmst hafa af völdum lyfsins (7). MÆLIAÐFERÐIR In vitro 1) Líftalning baktería er hin hefðbundna aðferð. Sýklalyf er látið verka á bakteríur í tilraunaglösum í ákveðinn tíma og lyfið síðan fjarlægt með þynn- ingu, síun, 6-lactamasa eða annarri aðferð. Efdr að búið er að fjarlægja lyfið eru glösin sett í hitaskáp og sýnum sáð reglulega á agarskálar til að fylgjast með vexti bakteríanna. Að lokum er fjöldi bakter- íuþyrpinga (CFU) talinn og eftirvirkni reiknuð út samkvæmt jöfnu 1. Annað afbrigði þessarar aðferð- ar er að dreifa bakteríunum á hálfgegndræpa himnu og leggja á agar sem inniheldur sýklalyf. Að ákveðnum tíma liðnum er lyfið fjarlægt með því að færa himnuna yfir á hreinan agar þannig að lyfið sí- ist frá himnunni yfir á agarinn. Bakteríusýni er tek- ið reglulega á sama hátt og áður (7). Gallinn við líf- talningu er sá að aðferðin er tíma- og vinnufrek og því kostnaðarsöm. Aðrar aðferðir meta vöxt baktería á annan hátt. Þar má nefna: 2) Vélvæddar aðferðir. Raffræðileg- ar-, impedance- og ljósgleypniaðferðir hafa verið notaðar til að mæla eftirvirkni. Einnig hefur CO2 mæling í BACTEC® blóðræktunartæki verið reynd og gefur hún góða samsvörun við líftalningu (10). 3) Lífefnafræðilegar aðferðir. Mæling á innan- frumu ATP hefur verið notuð til að meta efdr- virkni og hefur góð samsvörun við líftalningu feng- ist í sumum tilfellum en lengd eftirvirkninnar er oft ofmetin miðað við líftalningu. 4) Útlitsbrevtingar. Með því að nota fasasmásjá má sjá þráðmyndun vissra baktería við sýklalyfjagjöf og meta hversu langan tíma það tekur að ná aftur eðlilegu útliti eft- ir fjarlægingu sýklalyfsins (4). In vivo Noklcur líkön hafa verið þróuð til að meta eftir- virkni í spendýrum. 1) Músalærislíkan. Sýkli er sprautað í læri mús- anna og sýklalyf síðan gefið undir húð. Eftir tiltek- inn tíma er ræktað úr músalærunum og eftirvirkni metin (11). Þegar líkanið er notað til að mæla eft- irvirkni eru mýsnar yfirleitt hafðar ónæmisbældar (neutropeniskar) þannig að hægt sé að fylgjast með samspili bakteríu og lyfja án mikillar íhlutunar ónæmiskerfisins. 2) Sýktir bómullarþræðir í músum. Sýktum bómullarþráðum er komið fyrir undir húð músa og þeir fjarlægðir eftir mislangan meðhöndl- unartíma. I þessu líkani er það kostur að hægt er að áætla bæði eftirvirkni og styrk sýklalyfs á sýkingar- stað samtímis (12). 3) Hiartaþelsbólga í rottum og 4) heilahimnubólga í kanínum hafa verið notuð til að mæla eftirvirkni, en vegna þess að dýrin eru ekki ónæmisbæld er erfitt að fá fram sýkingu nema stofninn sé því meinvirkari. 5) Sýkt vefiabúr í kan- ínum, Bakteríum er komið fyrir í málmbúrum undir húð kanína og sýklalyf gefið. Að ákveðnum tíma liðnum er vökvinn dreginn úr búrunum og lyfið fjarlægt t.d. með 6-Iactamasa. Bakteríuvökv- inn er svo settur í samskonar búr í annarri kanínu og ómeðhöndluðum bakteríum komið fyrir í sömu kanínu til viðmiðunar og ræktað úr búrunum (7). Oll líkönin sem nefnd hafa verið má nota til að Tafla 2. Eftirvirkni (klst) in vivo fyrir ýmsar bakter- íutegundir og lyf, mælt í músalærislíkaninu. *= ekki gert LÆKNANEMINN 76 1. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.