Læknaneminn - 01.04.1996, Page 90
péfimmtíuogþrír...
sem einskonar örþrifaráð, stuðlar p53 að því að
fruman undirgengst apoptósu. Dæmi um þetta eru
áhrif sólarljóss á húðfrumur. Sólarljós á tiltölulega
greiðan aðgang að stærsta líffæri líkamans, húðinni.
Með minnkandi ósoni í gufuhvolfi jarðar kemst sí-
aukið magn útfjólublárra geisla sólarljóssins til
jarðar og þegar þeir skína á húðfrumur okkar geta
þeir skemmt erfðaefnið, einkum með myndun
pyrimidintvennda. Þau áhrif sólarljóssins sem við
verðum vör við er þegar húðin brennur og flagnar
síðan af. Þá eru frumurnar að gangast undir
apoptósu með p53 í aðalhlutverki.
P53 GALLAÐ/ÓVIRKT
Nú höfum við séð hvernig p53 sinnir starfi sínu
sem erfðavörður en hvað skyldi gerast þegar p53 er
gallað og óstarfhæft? Aður hefur komið fram að
mýs án p53 gens þroskast á eðlilegan hátt. Þær eru
þó ekki alveg eðlilegar því þær fá mjög snemma
ýmsar tegundir krabbameina. Arfgengar stökk-
breytingar í p53 eru afar fátíðar í mönnum en
þekkjast í svokölluðu Li-Fraumeni heilkenni. Hins-
vegar eru somatískar stökkbreytingar mjög algeng-
ar og finnast í ríflega helmingi allra krabbameina
en tíðni þeirra er mismikil eftir krabbameinsgerð-
um. Þegar fruma er án starfhæfs p53 getur hún
ekki brugðist við DNA-skemmdum, frumuskipt-
ingar verða óhindrað og ýmsar skemmdir hlaðast
upp í frumunni. Undir venjulegum kringumstæð-
um myndi slík fruma gangast undir apóptósu en
þegar p53 er gallað verður þessi apoptosa ekki og
fruman getur því ekld dáið. Þess í stað eru auknar
líkur á því að hún geti fjölgað sér og þannig vaxið
út yfir eðlilegar nágrannafrumur sínar. Gallað p53
getur þannig örvað og viðhaldið krabbameinsþró-
un og endurspeglast það m.a. í því að stökkbreyt-
ingar í p53 geninu hafa marktæk áhrif á lífshorfur
t.d. brjóstakrabbameinssjúklinga. Þá hafa á undan-
förnum misserum komið fram vísbendingar um að
geislun og ýmis krabbmeinslyf virki ekki á frumur
með stökkbreytt p53 en þessi meðferðarform
stuðla einmitt að apoptósu fruma í örum vexti.
Það sýnir einnig mikilvægi p53 í öðru ljósi að
ýmsar veirur, þessar örsmáu „lífverur“ sem bera ein-
ungis með sér það sem er þeim lífsnauðsynlegt,
hafa engu að síður prótein sem bindur og óvirkjar
p53. Þannig er veirunum kleift að leggja undir sig
starfsemi frumunnar án þess að p53 hindri þær.
AÐ LOKUM
Þrátt fyrir að hér hafi aðeins verið stiklað á stóru
um hlutverk p53 og ekld minnst á alla eiginleika
þess, má sjá að próteinið gegnir mjög flóknu hlut-
verki. Stökkbreyting á geninu hefur því víðtækari
áhrif en flestar aðrar breytingar og er auðveld leið
til að setja allt úr skorðum í frumunni.
NÝLEGAR YFIRLITSGREINAR:
1. Selinova G & Wiman KG: p53: A cell cycle regulator act-
ivated by DNA damage. Advances in Cancer Research, 66:
143-180 (1995)
2. Greenblatt MS, Bennett WP, Hollstein M & Harris CC:
Mutations in the p53 tumor suppressor gene: clues to can-
cer etiology and molecular pathogenesis. Cancer Research,
54: 4855-4878 (1994)
LÆKNANEMINN
80
1. tbl. 1996, 49. árg.