Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Qupperneq 66

Læknaneminn - 01.04.1996, Qupperneq 66
Jens A. Guðmundsson Á árunum upp úr 1950 og alveg fram yfir 1970 fór notkun estrógenhormóna vaxandi þó að alltaf hafi staðið yfir deilur meðal lækna um gagnsemi og áhættur hormónameðferðar. Þá kom í ljós að mikl- ir skammtar af estrógenhormónum gátu valdið hækkun á blóðþrýstingi, hættu á blóðtappa og hættu á ofvexti í slímhúð legsins, sem síðar meir gat leitt til frumubreytinga og aukinnar hættu á krabbameini. Af því leiddi að menn yfirfærðu ýmsar hugsanlegar áhættur á hormónameðferð s.s. aukna hættu á öðrum æðasjúkdómum, öðrum krabbameinstegundum o.fl. og af því fékk horm- ónameðferðin á sig illt orð og margir læknar gerð- ust fráhverfir henni á árunum um og upp úr 1970. Á síðari árum hefur þó orðið breyting á viðhorfum lækna. Með vaxandi þekkingu og meiri varkárni í skömmtun hormóna hefur aftur orðið veruleg aukning á notkun hormóna við tíðahvarfseinkenn- um. Það er nú almennt viðurkennt að hormónaupp- bótarmeðferð (hormone replacement therapy) hjá konum er, auk þess að vera áhrifarík gegn skamm- tímaóþægindum, fyrirbyggjandi gegn þynningu slímhúðar kynfæra, hjarta- og æðasjúkdómum og beinþynningu. Á síðustu tveimur áratugum hafa fleiri og fleiri rannsóknaniðurstöður bent til að kostirnir yfirgnæfi gallana, þ.e. að konur sem taka hormón á breytingaskeiði fái ekki aðeins tíma- bundna bót óþæginda sinna, heldur geti einnig Jens er dósent við Lœknadeild og sérfrœðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp og innkirtlakvensjúkdómum. Hann starfar á Kvennadeild Landspítalans. Breytingaskeið og hormómameðferð Seinni grein vænst betri heilsu vegna jákvæðra langtíma- áhrifa.(l,2) GESTAGEN EINGÖNGU Þegar fjallað er um hormónameðferð á breytinga- skeiði er fyrst og fremst átt við gjöf estrógens til uppbótar vegna einkenna sem tengjast minnkaðri framleiðslu þess. Fyrstu einkenni breytingaskeiðs eru þó oft blæðingatruflanir sem orsakast af egglos- truflunum og má bæta úr því með gjöf hormóna með prógesterónáhrif (s.k. gestagen). Hormónið er þá gefið í a.mk. 10 daga, fráhvarfsblæðing verður þegar töku hormónsins lýkur og þetta má síðan endurtaka svo oft sem þurfa þykir. Dæmi um þetta er t.d. T.Primolut (noretísterón) 5-10 mg daglega frá 16. degi til 25. dags eftir fyrsta dag blæðinga eða Perlutex (medroxyprógesterónasetat) 10-20 mg daglega á sama hátt. Gestagengjöf í öllum tegund- um hormónameðferðar þarf að standa yfir nógu lengi (venjulega 10-14 daga) í einu til að valda nægilegri driftarbreytingu (secretory formation) legslímhúðar, til að hún nái að hreinsast út og byggjast upp að nýju. Stundum er estrógen einnig gefið með, til að tryggja næga uppbyggingu slím- húðar og tryggja betur árangur af gestagengjöf. Annars er gestagen sjaldan notað eitt sér við hormónameðferð á breytingaskeiði nema þar sem estrógen þolist ekki, því þótt gestagen geti dregið úr svitakófum og hitasteypum hefur það lítil áhrif til að bæta ástand slímhúðar í leggöngum. (3) ESTRÓGENMEÐFERÐ Hormónauppbótarmeðferð felst í að gefa konum LÆKNANEMINN 58 1. tbl. 1996, 49. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.