Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 66
Jens A. Guðmundsson
Á árunum upp úr 1950 og alveg fram yfir 1970
fór notkun estrógenhormóna vaxandi þó að alltaf
hafi staðið yfir deilur meðal lækna um gagnsemi og
áhættur hormónameðferðar. Þá kom í ljós að mikl-
ir skammtar af estrógenhormónum gátu valdið
hækkun á blóðþrýstingi, hættu á blóðtappa og
hættu á ofvexti í slímhúð legsins, sem síðar meir gat
leitt til frumubreytinga og aukinnar hættu á
krabbameini. Af því leiddi að menn yfirfærðu
ýmsar hugsanlegar áhættur á hormónameðferð s.s.
aukna hættu á öðrum æðasjúkdómum, öðrum
krabbameinstegundum o.fl. og af því fékk horm-
ónameðferðin á sig illt orð og margir læknar gerð-
ust fráhverfir henni á árunum um og upp úr 1970.
Á síðari árum hefur þó orðið breyting á viðhorfum
lækna. Með vaxandi þekkingu og meiri varkárni í
skömmtun hormóna hefur aftur orðið veruleg
aukning á notkun hormóna við tíðahvarfseinkenn-
um.
Það er nú almennt viðurkennt að hormónaupp-
bótarmeðferð (hormone replacement therapy) hjá
konum er, auk þess að vera áhrifarík gegn skamm-
tímaóþægindum, fyrirbyggjandi gegn þynningu
slímhúðar kynfæra, hjarta- og æðasjúkdómum og
beinþynningu. Á síðustu tveimur áratugum hafa
fleiri og fleiri rannsóknaniðurstöður bent til að
kostirnir yfirgnæfi gallana, þ.e. að konur sem taka
hormón á breytingaskeiði fái ekki aðeins tíma-
bundna bót óþæginda sinna, heldur geti einnig
Jens er dósent við Lœknadeild og sérfrœðingur í kvensjúkdómum
og fæðingarhjálp og innkirtlakvensjúkdómum. Hann starfar á
Kvennadeild Landspítalans.
Breytingaskeið
og hormómameðferð
Seinni grein
vænst betri heilsu vegna jákvæðra langtíma-
áhrifa.(l,2)
GESTAGEN EINGÖNGU
Þegar fjallað er um hormónameðferð á breytinga-
skeiði er fyrst og fremst átt við gjöf estrógens til
uppbótar vegna einkenna sem tengjast minnkaðri
framleiðslu þess. Fyrstu einkenni breytingaskeiðs
eru þó oft blæðingatruflanir sem orsakast af egglos-
truflunum og má bæta úr því með gjöf hormóna
með prógesterónáhrif (s.k. gestagen). Hormónið er
þá gefið í a.mk. 10 daga, fráhvarfsblæðing verður
þegar töku hormónsins lýkur og þetta má síðan
endurtaka svo oft sem þurfa þykir. Dæmi um þetta
er t.d. T.Primolut (noretísterón) 5-10 mg daglega
frá 16. degi til 25. dags eftir fyrsta dag blæðinga eða
Perlutex (medroxyprógesterónasetat) 10-20 mg
daglega á sama hátt. Gestagengjöf í öllum tegund-
um hormónameðferðar þarf að standa yfir nógu
lengi (venjulega 10-14 daga) í einu til að valda
nægilegri driftarbreytingu (secretory formation)
legslímhúðar, til að hún nái að hreinsast út og
byggjast upp að nýju. Stundum er estrógen einnig
gefið með, til að tryggja næga uppbyggingu slím-
húðar og tryggja betur árangur af gestagengjöf.
Annars er gestagen sjaldan notað eitt sér við
hormónameðferð á breytingaskeiði nema þar sem
estrógen þolist ekki, því þótt gestagen geti dregið
úr svitakófum og hitasteypum hefur það lítil áhrif
til að bæta ástand slímhúðar í leggöngum. (3)
ESTRÓGENMEÐFERÐ
Hormónauppbótarmeðferð felst í að gefa konum
LÆKNANEMINN
58
1. tbl. 1996, 49. árg.