Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 68

Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 68
Breytingaskeið og hormómameðferð, seinni grein að gera endurteknar mælingar er hægt að segja fyr- ir um hvort beinþéttni fer minnkandi. (7) Konur sem fara snemma í tíðahvörf (fyrir fertugt) eða missa eggjastokka snemma vegna aðgerða eða geislunar ættu tvímælalaust að fara á hormónaupp- bótarmeðferð. MEÐFERÐARFORM A síðustu árum hefur lyfjaformum með estrógeni fjölgað. Algengast er þó að estrógen sé tekið um munn í föstum skömmtum en í mismunandi sam- setningum með gestageni. I grófum dráttum má segja að form estrógen- meðferðar séu fjögur: 1) Samfelld estrógenmeðferð (unopposed estrogen). 2) Kaflaskipt estrógen og gestagen, í samsetningum þar sem fyrst er gefið estrógen í 11 daga, síðan estrógen og gestagen saman í 10 daga og þá hlé eða lægri estrógenskammtur í 7 daga. Blæðingar eiga þá að koma í hléi eða þegar lægri skammtur er tekinn. 3) Samsett samfelld estrógen/gestagenmeðferð þar sem sami skammtur af estrógen/gestagen blöndu er gefinn daglega. 4) Staðbundin estrógenmeðferð, þ.e. estrógen í leggöng. Helsta breytingin á estrógenmeðferð síðustu 2 áratugi hefur verið sú að í stað þess að gefa ein- göngu estrógen eins og áður var gert er venjulega einnig gefið með eitthvert gestagen sem vinnur gegn óæskilegum áhrifum estrógens á slímhúð legs- ins, í kaflaskiptri eða samfelldri meðferð. Þegar legið hefur verið fjarlægt þarf ekki að hafa áhyggjur af þessum verkunum þannig að hægt er að nota eingöngu estrógen í meðferðinni. Kostir við að geta gefið estrógen eingöngu eru að gestagen hafa jafnan í för með sér fleiri óþægilegar aukaverk- anir, þyngdaraukningu, skapsveiflur o.fl. En þar sem þær konur eru fleiri sem hafa leg en þær sem sem hafa gengist undir brottnám þess, þarf jafnan að hafa gestagen með í meðferðinni til að hafa reglu á slímhúð legsins. Kaflaskipt hormónameðferð er að jafnaði valin hjá konum sem eru ennþá með blæðingar eða eru nýkomnar yfir tíðahvörf. Áður tíðkaðist að halda fast við að gefa gestagen í hverjum mánuði og við- halda þannig mánaðarlegum blæðingum. Á síð- ustu árum hefur það færst í vöxt að lengja hlé milli gestagengjafa (long cycle therapy), til að hlífa kon- um við áframhaldandi blæðingum og óþægindun- um sem oft eru samfylgjandi gestagengjöf. Rann- sóknir hafa sýnt að þetta virðist óhætt m.t.t. hættu á ofvexd legslímhúðar (endometrial hyperplasia) með allt að 3-4 mán. hlé milli gestagengjafa og þannig blæðinga. (8) Á seinni árum hefur orðið algengara að gefa estrógen um húð (per cutaneously) með plástrum sem gefa hormónið frá sér stöðugt í nokkra daga. Kosturinn við slíka meðferð hefur verið talinn að þannig sleppi hormónið frá því að fara fyrst gegn- um portakerfið til lifrarinnar þar sem stór hluti þess umbreytist í veikari sambönd og með því að gefa estrógen um húð þurfi lægri skammta og með- ferðin verði eðlilegri (meira fysíólógísk) en meðferð í töfluformi um munn. Hormónaplástrar eru til bæði með estrógeni eingöngu og samsettir með gestageni fyrir kaflaskipta meðferð. Enn eitt form- ið af estrógeni til gjafar um húð er krem sem smurt er reglulega á húð og var upphaflega þróað í Frakk- landi. (9) Til eru forðatöflur með estrógeni sem komið er fyrir undir húð (implants) og endast í 4-6 mánuði. Það hefur mikið verið notað í Bretlandi en fæst hér á landi sem undanþágulyf. Það er áhrifaríkt og þolist vel og hentar sérstaklega hjá konum þar sem leg hefur verið fjarlægt. (10) Samfelld samsett meðferð. oftast með 17fl-est- radíól 2 mg/noretísterón 1 mg eða estradíól og medroxyprógesterón acetate (2,5 mg), gefið í sama skammti daglega getur átt við hjá konum þegar nokkuð hefur liðið frá tíðahvörfum. Þá er gert ráð fyrir að blæðingar verði litlar vegna stöðugra hemj- andi áhrifa gestagensins. Flestar konur (um 90%) LÆKNANEMINN 60 1. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.