Læknaneminn - 01.04.1996, Qupperneq 68
Breytingaskeið og hormómameðferð, seinni grein
að gera endurteknar mælingar er hægt að segja fyr-
ir um hvort beinþéttni fer minnkandi. (7)
Konur sem fara snemma í tíðahvörf (fyrir fertugt)
eða missa eggjastokka snemma vegna aðgerða eða
geislunar ættu tvímælalaust að fara á hormónaupp-
bótarmeðferð.
MEÐFERÐARFORM
A síðustu árum hefur lyfjaformum með estrógeni
fjölgað. Algengast er þó að estrógen sé tekið um
munn í föstum skömmtum en í mismunandi sam-
setningum með gestageni.
I grófum dráttum má segja að form estrógen-
meðferðar séu fjögur:
1) Samfelld estrógenmeðferð
(unopposed estrogen).
2) Kaflaskipt estrógen og gestagen,
í samsetningum þar sem fyrst er gefið estrógen í
11 daga, síðan estrógen og gestagen saman í 10
daga og þá hlé eða lægri estrógenskammtur í 7
daga. Blæðingar eiga þá að koma í hléi eða
þegar lægri skammtur er tekinn.
3) Samsett samfelld estrógen/gestagenmeðferð
þar sem sami skammtur af estrógen/gestagen
blöndu er gefinn daglega.
4) Staðbundin estrógenmeðferð,
þ.e. estrógen í leggöng.
Helsta breytingin á estrógenmeðferð síðustu 2
áratugi hefur verið sú að í stað þess að gefa ein-
göngu estrógen eins og áður var gert er venjulega
einnig gefið með eitthvert gestagen sem vinnur
gegn óæskilegum áhrifum estrógens á slímhúð legs-
ins, í kaflaskiptri eða samfelldri meðferð.
Þegar legið hefur verið fjarlægt þarf ekki að hafa
áhyggjur af þessum verkunum þannig að hægt er að
nota eingöngu estrógen í meðferðinni. Kostir við
að geta gefið estrógen eingöngu eru að gestagen
hafa jafnan í för með sér fleiri óþægilegar aukaverk-
anir, þyngdaraukningu, skapsveiflur o.fl. En þar
sem þær konur eru fleiri sem hafa leg en þær sem
sem hafa gengist undir brottnám þess, þarf jafnan
að hafa gestagen með í meðferðinni til að hafa reglu
á slímhúð legsins.
Kaflaskipt hormónameðferð er að jafnaði valin
hjá konum sem eru ennþá með blæðingar eða eru
nýkomnar yfir tíðahvörf. Áður tíðkaðist að halda
fast við að gefa gestagen í hverjum mánuði og við-
halda þannig mánaðarlegum blæðingum. Á síð-
ustu árum hefur það færst í vöxt að lengja hlé milli
gestagengjafa (long cycle therapy), til að hlífa kon-
um við áframhaldandi blæðingum og óþægindun-
um sem oft eru samfylgjandi gestagengjöf. Rann-
sóknir hafa sýnt að þetta virðist óhætt m.t.t. hættu
á ofvexd legslímhúðar (endometrial hyperplasia)
með allt að 3-4 mán. hlé milli gestagengjafa og
þannig blæðinga. (8)
Á seinni árum hefur orðið algengara að gefa
estrógen um húð (per cutaneously) með plástrum
sem gefa hormónið frá sér stöðugt í nokkra daga.
Kosturinn við slíka meðferð hefur verið talinn að
þannig sleppi hormónið frá því að fara fyrst gegn-
um portakerfið til lifrarinnar þar sem stór hluti
þess umbreytist í veikari sambönd og með því að
gefa estrógen um húð þurfi lægri skammta og með-
ferðin verði eðlilegri (meira fysíólógísk) en meðferð
í töfluformi um munn. Hormónaplástrar eru til
bæði með estrógeni eingöngu og samsettir með
gestageni fyrir kaflaskipta meðferð. Enn eitt form-
ið af estrógeni til gjafar um húð er krem sem smurt
er reglulega á húð og var upphaflega þróað í Frakk-
landi. (9)
Til eru forðatöflur með estrógeni sem komið er
fyrir undir húð (implants) og endast í 4-6 mánuði.
Það hefur mikið verið notað í Bretlandi en fæst hér
á landi sem undanþágulyf. Það er áhrifaríkt og
þolist vel og hentar sérstaklega hjá konum þar sem
leg hefur verið fjarlægt. (10)
Samfelld samsett meðferð. oftast með 17fl-est-
radíól 2 mg/noretísterón 1 mg eða estradíól og
medroxyprógesterón acetate (2,5 mg), gefið í sama
skammti daglega getur átt við hjá konum þegar
nokkuð hefur liðið frá tíðahvörfum. Þá er gert ráð
fyrir að blæðingar verði litlar vegna stöðugra hemj-
andi áhrifa gestagensins. Flestar konur (um 90%)
LÆKNANEMINN
60
1. tbl. 1996, 49. árg.