Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 65
Undrasameindin NO
Lungnaháþrýstingur er sjúkdómur sem einkenn-
ist af óeðlilega þykkum lungnaslagæðum.
Minnkuð framleiðsla NO er talin vera orsakavald-
ur í framvindu sjúkdómsins, bæði vegna þess að
æðavíkkandi áhrif þess minnka en einnig vegna
þess að NO skortur á þátt í ofmyndun sléttvöðva-
fruma sem veldur þykknuninni. Nú er farið að
nota NO gas í meðhöndlun nýbura með PPHN
(persistant pulmonary hypertension of the new-
born). Arangur lofar góðu en þörf er á langtíma eft-
irliti vegna hugsanlegra eituráhrifa.
NO finnst víða í taugavef og gegnir fjölmörgum
hlutverkum þar, bæði í heilbrigðum vef sem sér-
stætt boðefni og sem eiturefni í sjúklegu ástandi.
Lengi vel hefur verið talið að NO gæti átt þátt í að
mynda þau tengsl í heilavef sem liggja að baki
minni.
ADMA er arginín afleiða sem myndast í líkam-
anum og skilst út um nýrun. I nægilegum styrk
hemur það NOS og dregur því úr myndun NO.
Rannsóknir hafa sýnt að upphleðsla ADMA í lík-
amanum á e.t.v. þátt í háþrýstingi og ónæmisbilun
sem oft fylgir nýrnabilun.
A þessari upptalningu sést að NO gegnir óvenju
fjölbreyttu hlutverki í mannslíkamanum sem gerir
það að verkum að erfitt er að nota það í lækninga-
skyni. Það er í senn mikilvægt boðefni og baneitr-
að sindurefni. Hægt er að hafa áhrif á mörg skref í
arginín NO ferlinu. Sum efni breyta styrk og/eða
verkun NO. Önnur efni gefa frá sér NO og gætu
þannig hermt eftir framleiðslu NO í líkamanum. I
sumum tilvikum gætu þessi efni nýst í lækningaleg-
um tilgangi en tilraunir með slíkt eru skammt á veg
komnar og flestar hugmyndir eru enn á fræðilegu
stigi. Nú eru til a.m.k. tvö raunhæf meðferðarform
sem nýta NO; nítróglýserín við hjartaöng og NO
gas innöndun við lungnaháþrýstingi. Eitt er víst,
það verður ekki auðvelt að þróa frekari meðferðir
sem hafa áhrif á framleiðslu og virkni NO í líkam-
anum.
NO er ljóslifandi dæmi um það sem gerist þegar
eitthvað kemst í tísku í vísindaheiminum. Gífur-
legur fjöldi rannsakenda beinir spjótum sínum að
sama fyrirbærinu, þekking margfaldast á rnjög
skömmum tíma og óraunhæfar væntingar eru gerð-
ar. Önnur dæmi um þetta eru apoptosis og p53.
Gengur þetta svo langt að tímaritið Science velur
árlega „Sameind ársins“ og er NO ennþá að jafna
sig eftir útnefninguna í upphafi áratugarins.
HEIMILDIR
1. Bredt DS, Snyder SH; Nitric oxide: A physiologic messen-
ger molecule; Annu. Rev. Biochem. 1994; 63:175-95
2. Moncada S, Higgs A; The L-arginine-nitric oxide pathway
; NEJM 1993; 2002-2012
3. Loscalzo J, Welch G; Nitric oxide and its role in the
cardiovascular system; Progress in Cardiovascular Diseases
1995; 38(2):87-104
4. Porsti I, Paakkari I; Nitric oxide based possibilities for
pharmacotherapy; Annals of Medicine 1995; 27(3):407-
20
LÆKNANEMINN
57
1. tbl. 1996, 49. árg.