Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 65

Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 65
Undrasameindin NO Lungnaháþrýstingur er sjúkdómur sem einkenn- ist af óeðlilega þykkum lungnaslagæðum. Minnkuð framleiðsla NO er talin vera orsakavald- ur í framvindu sjúkdómsins, bæði vegna þess að æðavíkkandi áhrif þess minnka en einnig vegna þess að NO skortur á þátt í ofmyndun sléttvöðva- fruma sem veldur þykknuninni. Nú er farið að nota NO gas í meðhöndlun nýbura með PPHN (persistant pulmonary hypertension of the new- born). Arangur lofar góðu en þörf er á langtíma eft- irliti vegna hugsanlegra eituráhrifa. NO finnst víða í taugavef og gegnir fjölmörgum hlutverkum þar, bæði í heilbrigðum vef sem sér- stætt boðefni og sem eiturefni í sjúklegu ástandi. Lengi vel hefur verið talið að NO gæti átt þátt í að mynda þau tengsl í heilavef sem liggja að baki minni. ADMA er arginín afleiða sem myndast í líkam- anum og skilst út um nýrun. I nægilegum styrk hemur það NOS og dregur því úr myndun NO. Rannsóknir hafa sýnt að upphleðsla ADMA í lík- amanum á e.t.v. þátt í háþrýstingi og ónæmisbilun sem oft fylgir nýrnabilun. A þessari upptalningu sést að NO gegnir óvenju fjölbreyttu hlutverki í mannslíkamanum sem gerir það að verkum að erfitt er að nota það í lækninga- skyni. Það er í senn mikilvægt boðefni og baneitr- að sindurefni. Hægt er að hafa áhrif á mörg skref í arginín NO ferlinu. Sum efni breyta styrk og/eða verkun NO. Önnur efni gefa frá sér NO og gætu þannig hermt eftir framleiðslu NO í líkamanum. I sumum tilvikum gætu þessi efni nýst í lækningaleg- um tilgangi en tilraunir með slíkt eru skammt á veg komnar og flestar hugmyndir eru enn á fræðilegu stigi. Nú eru til a.m.k. tvö raunhæf meðferðarform sem nýta NO; nítróglýserín við hjartaöng og NO gas innöndun við lungnaháþrýstingi. Eitt er víst, það verður ekki auðvelt að þróa frekari meðferðir sem hafa áhrif á framleiðslu og virkni NO í líkam- anum. NO er ljóslifandi dæmi um það sem gerist þegar eitthvað kemst í tísku í vísindaheiminum. Gífur- legur fjöldi rannsakenda beinir spjótum sínum að sama fyrirbærinu, þekking margfaldast á rnjög skömmum tíma og óraunhæfar væntingar eru gerð- ar. Önnur dæmi um þetta eru apoptosis og p53. Gengur þetta svo langt að tímaritið Science velur árlega „Sameind ársins“ og er NO ennþá að jafna sig eftir útnefninguna í upphafi áratugarins. HEIMILDIR 1. Bredt DS, Snyder SH; Nitric oxide: A physiologic messen- ger molecule; Annu. Rev. Biochem. 1994; 63:175-95 2. Moncada S, Higgs A; The L-arginine-nitric oxide pathway ; NEJM 1993; 2002-2012 3. Loscalzo J, Welch G; Nitric oxide and its role in the cardiovascular system; Progress in Cardiovascular Diseases 1995; 38(2):87-104 4. Porsti I, Paakkari I; Nitric oxide based possibilities for pharmacotherapy; Annals of Medicine 1995; 27(3):407- 20 LÆKNANEMINN 57 1. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.