Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 16
Þórunn Rafnar
Ónæmisbæling
í krabbameini
Krabbameinsvexti fylgir oft bæling á ónæmis-
svörun. Dýratilraunir hafa sýnt að þó öflugt ónæm-
issvar fari af stað í upphafi æxlisvaxtar er það bælt
þegar vöxturinn nær sér á strik og er að mestu leyti
horfið hjá dýrum með stór æxli og mörg meinvörp.
Þessar niðurstöður stangast á við þá staðreynd að
krabbameinsæxli innihalda oft margar ónæmis-
frumur, s.s. T- og B eitilfrumur, NK frumur og át-
frumur. Mætti ætla að þessar frumur væru til að
útrýma æxlinu en svo virðist sem starfsemi frumn-
anna sé verulega trufluð og þær nýtist ekki til þess.
Þannig sýna T eitilfrumur sem einangraðar eru úr
æxlisvef verulega skerta virkni samanborið við heil-
brigðarT frumur úr blóði, hæfni þeirra til skipting-
ar er takmörkuð, þær framleiða minna af cýtókín-
um og hafa minnkaða frumudrápseiginleika. Þess-
ar frumur, sem eru með mikilvægari vörnum lík-
amans gegn æxlismyndun, eru því orðnar óstarf-
hæfar og einskis nýtar við heftingu æxlisvaxtarins.
Það er því mjög mikilvægt frá læknisfræðilegu
sjónarmiði að ákvarða hvað veldur þessari bælingu
á starfsemi T frumnanna og margar kenningar hafa
verið settar fram til útskýringar. I fyrsta lagi fram-
leiða sum æxli leysanleg efni sem draga úr starfsemi
T frumna, s.s. Interleukin-10 og TGF-þ. I öðru
lagi getur æxlið misst ónæmisvekjandi antigen og
orðið ósýnilegt T-frumunum, þessar æxlisfrumur
geta þá vaxið hraðar en þær æxlisfrumur sem enn
framleiða æxlistengd antigen og verða því ríkjandi
frumutegundin í æxlinu. I þriðja lagi getur æxlið,
eða efni framleidd af æxlisfrumum, minnkað sýnd
á vefjaflokkasameindum (MHC) og því minni lík-
ur á að æxlistengd peptíð komist í tengsl við T
Þórunn er ónœmisfrœðingur og starfar á Rannsóknastofu
Krabbameinsfélagsins í frumu- og sameindalíffmði.
frumur. í fjórða lagi hafa fundist ónæmisfrumur
(T frumur og átfrumur) sem hafa bælandi áhrif á
aðrar ónæmisfrumur. Síðust, en eldci síst, er sú til-
gáta að T frumurnar hafi verið gerðar óvirkar með
því að örva þær til hálfs. I stað þess að virkja frum-
una til dáða, veldur slík örvun truflun á boðflutn-
ingi frumnanna og langvarandi vanvirkni. Allar
þessar kenningar eru studdar af rannsóknum á
mönnum og dýrum. Síðasta skýringin nýtur hins
vegar mestrar hylli hjá þeim ónæmisfræðingum
sem fást við tilraunir á sviði krabbameinslækninga
og verður fjallað nánar um hana hér.
Til þess að T meyfruma virkist til fulls (fari að
skipta sér, framleiða cýtókín o.s.frv.) þarf hún að fá
boð í gegnum a.m.k. tvo mismunandi viðtaka, T-
frumuviðtakann og hjálparviðtaka (co-receptor).
T-frumu viðtakinn binst MHC sameind sem hefur
tekið upp peptíð. Þessi hluti örvunarferilsins ræð-
ur sérhæfingu ónæmissvarsins því hver T-frumu-
viðtaki er sérvirkur fyrir ákveðna MHC-peptíð
samsetningu. Ef T fruman fær eingöngu boð í
gegnum T-frumuviðtakann bregst hún við með því
að fara í óvirkt ástand og svarar ekki eðlilega seinni
áreitum. Hins vegar, ef fruman fær á sama tíma
boð í gegn um T-frumuviðtakann og hjálparviðtak-
ann bregst hún við með því að ráðast gegn áreitinu.
Mikilvægasti hjálparviðtakinn fyrir T meyfrumur
er sennilega CD28 sameindin sem binst B7 sam-
eindinni á sýnifrumu. B7 er á frumum sem hafa
það hlutverk að taka upp ónæmisvekjandi prótein
og bera á borð fyrir T frumur, s.s. B frumur og át-
frumur (makrófagar). Æxlisfrumur sem upprunn-
ar eru úr öðrum vefjum hafa ekki B7, T frumur
sem eru sérhæfar fyrir æxlistengd antigen fá því boð
í gegn um T-frumuviðtakann án þess að fá boð í
gegn um CD28 og eru gerðar óvirkar. Aðrir við-
takar en CD28 sem geta þjónað hlutverki hjálpar-
LÆKNANEMINN
14
1. tbl. 1996, 49. árg.